„Bubka er djöfullinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 12:01 Sergey Bubka vann á sínum tíma tíu heimsmeistaratitla í stangarstökki, sex fyrir Sovétríkin og fjóra fyrir Úkraínu. Getty/Fernando de Dios Sergey Bubka er einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu en það verður seint hægt að segja að hann sé einn sá vinsælasti í heimalandi sínu. Bubka hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að selja Rússum eldsneyti á stríðstímum. Hann fékk nú síðast hörð viðbrögð við því þegar hann afhenti þýskri fimleikakonu verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi þýska fimleikakona heitir Darja Varfolomeev og er fædd í Rússlandi. Margir hafa skipt um ríkisfang Rússar máttu ekki taka þátt í leikunum ef þeir studdu innrás Rússa í Úkraínu og þá þurftu þeir að keppa undir hlutlausum fána. Margir Rússar hafa hins vegar skipt um ríkisfang á síðustu árum. Hin sautján ára gamla Varfolomeev flutti frá Rússlandi til Þýskalands árið 2019 en hún er mjög óvinsæl í Úkraínu eftir að hafa birt mynd af sér með trékort af Úkraínu þar sem innrásarhéruðin voru sögð vera hluti af Rússlandi. Darja Varfolomeev með gullverðlaunin sín sem hún vann í nútímafimleikum.Getty/Thibaud Moritz Úkraínski Ólympíufarinn Vladyslav Heraskevych, sem hefur keppt tvisvar á vetrarólympíuleikunum, hellti sér yfir Bubka á samfélagsmiðlum. „Bubka er djöfullinn. Hann tekur brosandi í höndina á henni og er skítsama um skoðun hennar á stríðinu. Honum er skítsama um að hún lítur á sig sem Rússa,“ skrifaði Heraskevych. Vill að hann fari í bann Bubka er í Alþjóðaólympíunefndinni og var að þeim sökum kallaður til að afhenda Varfolomeev gullverðlaunin. Varfolomeev skipti um ríkisfang og því náðu reglur um útilokun Rússa ekki yfir hana. Hún má því styðja stríðið ólíkt þeim Rússum sem gera það. „Það ætti að refsa honum fyrir að vera í viðskiptum við innrásarliðið og úkraínska Ólympíunefndin ætti að banna hann. Hann hefur engan rétt til að kalla sig úkraínska hetju,“ skrifaði Heraskevych. Setti 35 heimsmet Sergey Bubka varð Ólympíumeistari í stangarstökki árið 1988 en hann keppti þá fyrir Sovétríkin eins og þegar hann var sex sinnum heimsmeistari frá 1983 til 1991. Hann varð einnig fjórum heimsmeistari sem Úkraínumaður frá 1993 til 1997. Bubka vann alls tíu heimsmeistaratitla, innan- og utanhúss, og setti alls 35 heimsmet í stangarstökki á ferlinum. Ikonen sågas efter bilderna: ”Han är djävulen” https://t.co/AYLP8zLPB5— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Ron Yeats látinn Enski boltinn Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Fótbolti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fótbolti Nóel Atli með brotið bein í fæti Fótbolti Fleiri fréttir Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Kane sá um baráttuglaða Finna „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Nóel Atli með brotið bein í fæti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fékk ekki atvinnuleyfi og fer ekki til Real Madríd Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Hún slær fastar en bestu strákarnir Gíraðir í stórleik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“ Rashford æfir hnefaleika Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Bestu hakkavélarnar byrja mótið sem þjálfarar Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 „Nú er hann bara Bobby“ Þaggaði niður í sínum bestu vinum Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Memphis Depay endaði í Brasilíu Bað fjölskylduna afsökunar Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Sjá meira
Bubka hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að selja Rússum eldsneyti á stríðstímum. Hann fékk nú síðast hörð viðbrögð við því þegar hann afhenti þýskri fimleikakonu verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi þýska fimleikakona heitir Darja Varfolomeev og er fædd í Rússlandi. Margir hafa skipt um ríkisfang Rússar máttu ekki taka þátt í leikunum ef þeir studdu innrás Rússa í Úkraínu og þá þurftu þeir að keppa undir hlutlausum fána. Margir Rússar hafa hins vegar skipt um ríkisfang á síðustu árum. Hin sautján ára gamla Varfolomeev flutti frá Rússlandi til Þýskalands árið 2019 en hún er mjög óvinsæl í Úkraínu eftir að hafa birt mynd af sér með trékort af Úkraínu þar sem innrásarhéruðin voru sögð vera hluti af Rússlandi. Darja Varfolomeev með gullverðlaunin sín sem hún vann í nútímafimleikum.Getty/Thibaud Moritz Úkraínski Ólympíufarinn Vladyslav Heraskevych, sem hefur keppt tvisvar á vetrarólympíuleikunum, hellti sér yfir Bubka á samfélagsmiðlum. „Bubka er djöfullinn. Hann tekur brosandi í höndina á henni og er skítsama um skoðun hennar á stríðinu. Honum er skítsama um að hún lítur á sig sem Rússa,“ skrifaði Heraskevych. Vill að hann fari í bann Bubka er í Alþjóðaólympíunefndinni og var að þeim sökum kallaður til að afhenda Varfolomeev gullverðlaunin. Varfolomeev skipti um ríkisfang og því náðu reglur um útilokun Rússa ekki yfir hana. Hún má því styðja stríðið ólíkt þeim Rússum sem gera það. „Það ætti að refsa honum fyrir að vera í viðskiptum við innrásarliðið og úkraínska Ólympíunefndin ætti að banna hann. Hann hefur engan rétt til að kalla sig úkraínska hetju,“ skrifaði Heraskevych. Setti 35 heimsmet Sergey Bubka varð Ólympíumeistari í stangarstökki árið 1988 en hann keppti þá fyrir Sovétríkin eins og þegar hann var sex sinnum heimsmeistari frá 1983 til 1991. Hann varð einnig fjórum heimsmeistari sem Úkraínumaður frá 1993 til 1997. Bubka vann alls tíu heimsmeistaratitla, innan- og utanhúss, og setti alls 35 heimsmet í stangarstökki á ferlinum. Ikonen sågas efter bilderna: ”Han är djävulen” https://t.co/AYLP8zLPB5— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Ron Yeats látinn Enski boltinn Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Fótbolti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fótbolti Nóel Atli með brotið bein í fæti Fótbolti Fleiri fréttir Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Kane sá um baráttuglaða Finna „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Nóel Atli með brotið bein í fæti „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Fékk ekki atvinnuleyfi og fer ekki til Real Madríd Spilar hundraðasta landsleikinn í kvöld Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Banna Chelsea stelpunum að gefa eiginhandaráritanir eftir leiki Hún slær fastar en bestu strákarnir Gíraðir í stórleik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“ Rashford æfir hnefaleika Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Bestu hakkavélarnar byrja mótið sem þjálfarar Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 „Nú er hann bara Bobby“ Þaggaði niður í sínum bestu vinum Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Memphis Depay endaði í Brasilíu Bað fjölskylduna afsökunar Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Sjá meira