Veggmynd Guðsteins fer ekki fet Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 13:58 Veggmyndin gefur skýrar og góðar leiðbeiningar um það, hvernig hnýta skuli bindishnút. Vísir/Tómas Byrjað er að mála yfir veggmynd sem staðið hefur við gömlu verslun Guðsteins Eyjólfssonar í miðbæ Reykjavíkur í áratugi. Mynd af málara við störf hefur strokið íbúum í miðbænum öfugt, sem mótmæltu gjörningnum á Facebook. Verslunareigandi segir að verið sé að sinna viðhaldi, og myndin verði máluð á nýjan leik. Hin rúmlega hundrað ára gamla herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar, lokaði dyrum sínum á Laugavegi í hinsta sinn í mars á þessu ári. Verslunin hafði verið til húsa á Laugavegi 34 í nánast hundrað ár. Húsið var teiknað fyrir sjálfan Guðstein og hafði allt frá upphafi verið starfrækt herrafataverslun á jarðhæð hússins. Guðsteinn bjó með fjölskyldu sinni á þriðju hæðinni. Húsið var friðað af menntamálaráðherra 19. maí 2011. Sjá nánar á vef Minjastofnunar. Mikillar óánægju gætir með þessa þróun mála á Facebook-síðunni Íbúar í Miðborg. Íbúi vakti þar athygli á því að byrjað væri að mála yfir myndina, og þegar þetta er skrifað hafa um 98 manns brugðist við færslunni á þeim fimmtíu mínútum síðan hún fór inn á síðuna. Flestir hafa brugðist við með grátbroskallinum, 61, en þar á eftir fylgir þessi sem er hissa, wow-broskallinn með 25. Búið að gera ráðstafnir til að setja aftur upp myndina Sigríður Jónsdóttir, sem rekur verslunina Aff Concept store og leigir Laugaveg 34, segir að verið sé að sinna viðhaldi, og búið sé að gera ráðstafanir til að setja veggmyndina aftur upp. Æsingurinn sé því byggður á misskilningi. „Það þarf að fara í viðhald á veggnum, þess vegna þarf að mála hann og fara yfir þetta. Síðan verður hún sett aftur upp.“ Eigendur verslunarinnar neyddust til að loka útibúinu við Laugaveg í mars síðastliðnum. Þau kenndu slæmum aðstæðum um, þeim að Laugavegurinn væri lokaður fyrir bílaumferð að stórum hluta. Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Hin rúmlega hundrað ára gamla herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar, lokaði dyrum sínum á Laugavegi í hinsta sinn í mars á þessu ári. Verslunin hafði verið til húsa á Laugavegi 34 í nánast hundrað ár. Húsið var teiknað fyrir sjálfan Guðstein og hafði allt frá upphafi verið starfrækt herrafataverslun á jarðhæð hússins. Guðsteinn bjó með fjölskyldu sinni á þriðju hæðinni. Húsið var friðað af menntamálaráðherra 19. maí 2011. Sjá nánar á vef Minjastofnunar. Mikillar óánægju gætir með þessa þróun mála á Facebook-síðunni Íbúar í Miðborg. Íbúi vakti þar athygli á því að byrjað væri að mála yfir myndina, og þegar þetta er skrifað hafa um 98 manns brugðist við færslunni á þeim fimmtíu mínútum síðan hún fór inn á síðuna. Flestir hafa brugðist við með grátbroskallinum, 61, en þar á eftir fylgir þessi sem er hissa, wow-broskallinn með 25. Búið að gera ráðstafnir til að setja aftur upp myndina Sigríður Jónsdóttir, sem rekur verslunina Aff Concept store og leigir Laugaveg 34, segir að verið sé að sinna viðhaldi, og búið sé að gera ráðstafanir til að setja veggmyndina aftur upp. Æsingurinn sé því byggður á misskilningi. „Það þarf að fara í viðhald á veggnum, þess vegna þarf að mála hann og fara yfir þetta. Síðan verður hún sett aftur upp.“ Eigendur verslunarinnar neyddust til að loka útibúinu við Laugaveg í mars síðastliðnum. Þau kenndu slæmum aðstæðum um, þeim að Laugavegurinn væri lokaður fyrir bílaumferð að stórum hluta.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira