Ómannúðlegur forsendubrestur – aðrir möguleikar en brottvísun og ólögleg dvöl Magnea Marinósdóttir skrifar 10. júlí 2024 11:30 Margir á Íslandi hafa upplifað forsendubrest af mörgu tagi. Tökum sem dæmi hjónin sem unnu hörðum höndum í hraðfrystihúsinu í heimabæ sínum þegar kvótakerfið kom til sögunnar. Kvótinn í heimabæ þeirra var síðan framseldur og þau misstu atvinnuna. Erfitt var að láta enda ná saman. Samhliða féll fasteignin þeirra í verði vegna hins slæma atvinnuástands í bænum. Þar sem enga opinbera aðstoð var að fá var þeim hjónum nauðugur einn kostur að selja húsnæði sitt á hrakvirði og hefja nýtt líf annars staðar nánast með tómar hendur. Alfarið á eigin kostnað. Umrædd hjón eru hluti þess hóps almennings sem bar fórnarkostnaðinn af kerfisbreytingunni sem tilkoma kvótakerfisins í fiskveiðum bar í skauti sér á meðan sá hópur sem fékk úthlutað kvóta naut þeirra forréttinda að kaupa hvern annan út. Eins manns dauði er oftar en ekki annars manns brauð nema gripið sé til mótvægisaðgerða til að jafna metin. Fólk sem tók íbúðalán fyrir 1979 lenti margt í hremmingum þegar verðtryggingin kom til sögunnar. Lánin hækkuðu upp úr öllu valdi og gátu margir ekki lengur staðið undir auknum afborgunum. Kynslóð foreldra minna. Fjármálakreppan árið 2008 var forsendubrestur minnar kynslóðar og þeirra sem eftir komu vegna ófremdarástands á húsnæðismarkaði. Þá gripu stjórnvöld hins vegar til aðgerða með það að markmiði að aðstoða fólk með húsnæðislán sem skv. seinni tíma greiningum var, fyrst og fremst, aðstoð til þeirra best eða betri settu. Hin svokallaða Leiðrétting gagnaðist í reynd ekki launalægri fjölskyldum sem misstu eignir sínar til lánastofnana og þar með heimilisöryggi. Í framhaldinu hækkaði hlutfall heimila á leigumarkaði úr 17% árið 2007 í 28% árið 2012. Mesta aukningin á leigumarkaði var meðal fólks á aldrinum 25-34 ára, láglaunafólki og einstæðum foreldrum. Markmiðið með formálanum er skapa forsendur skilnings á því hvað forsendubrestur merkir eða felur í sér. Þú tekur skynsamlega ákvörðun á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um það sem þér stendur til boða og út frá eigin stöðu. Hins vegar verður svo ófyrirséður forsendubrestur á högum þínum vegna breytinga sem þú hefur enga stjórn á og sást alls ekki fyrir. Þú situr í súpunni. Forsendubrestur flóttafólks frá Venesúela Flóttafólk frá Venesúela er og hefur undanfarið verið að upplifa áþekkan forsendubrest og hér að framan er lýst. Þær manneskjur sem hingað hafa komið eru að flýja hörmungarástand eigin heimalands sem hefur hrakið nálægt 7,7 milljónir Venesúelabúa á flótta. Ástand þetta er ein stærsta fólksflutningskreppa í heiminum skv. Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sem eindregið hvatti ríki heims til að taka á móti flóttafólki þaðan. Íslandi hlýddi kallinu. Frá 2018 til 2020 veitti Útlendingastofnun öllum þeim sem sóttu um alþjóðlega vernd, viðbótarvernd hér á landi vegna aðstæðna í heimalandinu. Viðbótarverndin fól í sér dvalarleyfi til fjögurra ára og undanþágu frá atvinnuleyfi. Það skýrði vissulega töluverða fjölgun Venesúelabúa á landinu en það fólk sem hingað kom fór almennt að vinna og var atvinnuþátttaka þeirra rúmlega 86% skv. opinberum gögnum. Það skal tekið fram að virði fólks er ekki eingöngu háð möguleikum þess til atvinnuþátttöku en hins vegar var staðreyndin sú að atvinnuþátttaka flóttafólks frá Venesúela var hlutfallslega meiri en meðal íslenskra ríkisborgara. Atvinnuþátttakan minnkaði hins vegar eftir að stjórnvöld í landinu ákváðu að draga „boðið“ um viðbótarvernd til baka á árunum 2021/2022 þrátt fyrir ákall frá Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðafólksflutningastofnuninni (IOM) og fleirum. Þá um leið þurfti fólk að sækja um bráðabirgðar dvalar- og atvinnuleyfi til að geta unnið og þeim sem var hafnað um leyfi eða framlengingu leyfis gátu ekki haldið áfram atvinnuþátttöku þrátt fyrir að vera í starfi. Í staðinn fóru þau á framfæri hins opinbera á meðan þau biðu eða bíða eftir niðurstöðu við einstaklingsbundinni umsókn sinni um alþjóðlega vernd en afgreiðslu umsókna hefur tekið langan tíma. Ástæðan er sú að afgreiðslu umsókna var tímabundið hætt vegna úrskurðar kærunefndar útlendingamála árið 2022 eða þangað til úrskurður sömu nefndar staðfesti mat Útlendingastofnunar árið 2023 sem réttlætti brottvísanir héðan. Matið var staðfest þrátt fyrir að það væri andstætt mati bandarískra stjórnvalda um aðstæður í Venesúela. Síðan þá hefur fólk fengið synjun sbr. færsla Egils Helgasonar á Fésbók sem hefur skapað miklar umræður. Ég þekkir fólk í svipaðri stöðu. Til dæmis einn enskumælandi og harðduglegan ungan mann frá Venesúela sem hafði fengið árssamning um vinnu og atvinnuleyfi í ½ ár. Hann var vel liðinn í starfi sínu sem hann getur því miður ekki sinnt lengur eftir að umsókn hans um áframhaldandi vinnuleyfi var hafnað. Það kom honum í opna skjöldu og skapaði mikla örðugleika fyrir hann m.a. vegna þeirra fjárhagslegu skuldbindinga sem hann hafði tekið á sig vegna leigu íbúðar á almennum markaði. Atvinnurekandinn sagði hinu unga manni að hann fengi starfið sitt hið snarasta aftur þegar hann væri kominn með atvinnuleyfi. Mál hans er enn til meðferðar. Sænska leiðin í stað brottvísunar Eins og dæmið hans Egils Helgasonar og þetta dæmi er til vitnis þá er um að ræða fólk á vinnumarkaði sem er að leggja margvíslegt að mörkum til samfélagsins en verið að vísa til baka vegna þess að það kom upprunalega hingað til lands á flótta en ekki á forsendum atvinnu. En er brottvísun eina leiðin? Ekki samkvæmt löndum sem Ísland vill bera sig saman við sbr. Svíþjóð. Sænsk stjórnvöld gera það mögulegt fyrir flóttafólk sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd en verið í vinnu að fá áframhaldandi dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþáttökunnar. Skilyrðin sem þarf að uppfylla eru frekar ströng. Þrátt fyrir það hafa þeir hægri- og þjóðernissinnuðu stjórnmálaflokkar sem eru við völd rætt um að afnema „sænsku leiðina“ eða með öðrum orðum koma í veg fyrir að umsækjendur um alþjóðlega vernd uppfylli skilyrðin með því að neita þeim um réttinn til atvinnuþátttöku meðan á afgreiðslu umsókna þeirra stendur. Hins vegar breytir það því ekki að „sænska leiðin“ er fær og gæti orðið vænlegur valkostur hérlendis. Forsendan er að hafa skilvirkt kerfi til að umsækjendur um alþjóðlega vernd geti fengið tímabundið atvinnu- og dvalarleyfi sem allra fyrst við komu og jafnvel aðstoð við að finna vinnu. Með þessari leið er þá þegar skapaður hvati til að stunda atvinnu og með löglegum hætti í stað þess að taka þátt í svartri atvinnustarfsemi sem grefur undan almennum launakjörum og býður upp á allskonar kúgun og misnotkun. Sama gildir um vanda fólks í svokallaðri umborinn dvöl (e. tolerated stay) en annars konar mannúðlegri leiðir en „lokuð búsetuúrræði fyrir útlendinga í ólöglegri dvöl“ hafa verið farnar í nágrannalöndum Íslands. Þær ganga út á veitingu tímabundinna atvinnu- og dvalarleyfa að uppfylltum ströngum skilyrðum. Samtímis sparar sænska leiðin og útgáfa tímabundinna dvalar- og atvinnuleyfa á grundvelli umborinnar dvalar (e. tolerated stay permits) samfélaginu kostnað og veitir ríki eins og Íslandi frekara tækifæri til að sinna sínum alþjóðlegum skuldbindingum með virðingarverðum hætti öllum til hagsbóta. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur sem hefur m.a. starfað við móttöku flóttafólks á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Margir á Íslandi hafa upplifað forsendubrest af mörgu tagi. Tökum sem dæmi hjónin sem unnu hörðum höndum í hraðfrystihúsinu í heimabæ sínum þegar kvótakerfið kom til sögunnar. Kvótinn í heimabæ þeirra var síðan framseldur og þau misstu atvinnuna. Erfitt var að láta enda ná saman. Samhliða féll fasteignin þeirra í verði vegna hins slæma atvinnuástands í bænum. Þar sem enga opinbera aðstoð var að fá var þeim hjónum nauðugur einn kostur að selja húsnæði sitt á hrakvirði og hefja nýtt líf annars staðar nánast með tómar hendur. Alfarið á eigin kostnað. Umrædd hjón eru hluti þess hóps almennings sem bar fórnarkostnaðinn af kerfisbreytingunni sem tilkoma kvótakerfisins í fiskveiðum bar í skauti sér á meðan sá hópur sem fékk úthlutað kvóta naut þeirra forréttinda að kaupa hvern annan út. Eins manns dauði er oftar en ekki annars manns brauð nema gripið sé til mótvægisaðgerða til að jafna metin. Fólk sem tók íbúðalán fyrir 1979 lenti margt í hremmingum þegar verðtryggingin kom til sögunnar. Lánin hækkuðu upp úr öllu valdi og gátu margir ekki lengur staðið undir auknum afborgunum. Kynslóð foreldra minna. Fjármálakreppan árið 2008 var forsendubrestur minnar kynslóðar og þeirra sem eftir komu vegna ófremdarástands á húsnæðismarkaði. Þá gripu stjórnvöld hins vegar til aðgerða með það að markmiði að aðstoða fólk með húsnæðislán sem skv. seinni tíma greiningum var, fyrst og fremst, aðstoð til þeirra best eða betri settu. Hin svokallaða Leiðrétting gagnaðist í reynd ekki launalægri fjölskyldum sem misstu eignir sínar til lánastofnana og þar með heimilisöryggi. Í framhaldinu hækkaði hlutfall heimila á leigumarkaði úr 17% árið 2007 í 28% árið 2012. Mesta aukningin á leigumarkaði var meðal fólks á aldrinum 25-34 ára, láglaunafólki og einstæðum foreldrum. Markmiðið með formálanum er skapa forsendur skilnings á því hvað forsendubrestur merkir eða felur í sér. Þú tekur skynsamlega ákvörðun á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um það sem þér stendur til boða og út frá eigin stöðu. Hins vegar verður svo ófyrirséður forsendubrestur á högum þínum vegna breytinga sem þú hefur enga stjórn á og sást alls ekki fyrir. Þú situr í súpunni. Forsendubrestur flóttafólks frá Venesúela Flóttafólk frá Venesúela er og hefur undanfarið verið að upplifa áþekkan forsendubrest og hér að framan er lýst. Þær manneskjur sem hingað hafa komið eru að flýja hörmungarástand eigin heimalands sem hefur hrakið nálægt 7,7 milljónir Venesúelabúa á flótta. Ástand þetta er ein stærsta fólksflutningskreppa í heiminum skv. Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna sem eindregið hvatti ríki heims til að taka á móti flóttafólki þaðan. Íslandi hlýddi kallinu. Frá 2018 til 2020 veitti Útlendingastofnun öllum þeim sem sóttu um alþjóðlega vernd, viðbótarvernd hér á landi vegna aðstæðna í heimalandinu. Viðbótarverndin fól í sér dvalarleyfi til fjögurra ára og undanþágu frá atvinnuleyfi. Það skýrði vissulega töluverða fjölgun Venesúelabúa á landinu en það fólk sem hingað kom fór almennt að vinna og var atvinnuþátttaka þeirra rúmlega 86% skv. opinberum gögnum. Það skal tekið fram að virði fólks er ekki eingöngu háð möguleikum þess til atvinnuþátttöku en hins vegar var staðreyndin sú að atvinnuþátttaka flóttafólks frá Venesúela var hlutfallslega meiri en meðal íslenskra ríkisborgara. Atvinnuþátttakan minnkaði hins vegar eftir að stjórnvöld í landinu ákváðu að draga „boðið“ um viðbótarvernd til baka á árunum 2021/2022 þrátt fyrir ákall frá Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðafólksflutningastofnuninni (IOM) og fleirum. Þá um leið þurfti fólk að sækja um bráðabirgðar dvalar- og atvinnuleyfi til að geta unnið og þeim sem var hafnað um leyfi eða framlengingu leyfis gátu ekki haldið áfram atvinnuþátttöku þrátt fyrir að vera í starfi. Í staðinn fóru þau á framfæri hins opinbera á meðan þau biðu eða bíða eftir niðurstöðu við einstaklingsbundinni umsókn sinni um alþjóðlega vernd en afgreiðslu umsókna hefur tekið langan tíma. Ástæðan er sú að afgreiðslu umsókna var tímabundið hætt vegna úrskurðar kærunefndar útlendingamála árið 2022 eða þangað til úrskurður sömu nefndar staðfesti mat Útlendingastofnunar árið 2023 sem réttlætti brottvísanir héðan. Matið var staðfest þrátt fyrir að það væri andstætt mati bandarískra stjórnvalda um aðstæður í Venesúela. Síðan þá hefur fólk fengið synjun sbr. færsla Egils Helgasonar á Fésbók sem hefur skapað miklar umræður. Ég þekkir fólk í svipaðri stöðu. Til dæmis einn enskumælandi og harðduglegan ungan mann frá Venesúela sem hafði fengið árssamning um vinnu og atvinnuleyfi í ½ ár. Hann var vel liðinn í starfi sínu sem hann getur því miður ekki sinnt lengur eftir að umsókn hans um áframhaldandi vinnuleyfi var hafnað. Það kom honum í opna skjöldu og skapaði mikla örðugleika fyrir hann m.a. vegna þeirra fjárhagslegu skuldbindinga sem hann hafði tekið á sig vegna leigu íbúðar á almennum markaði. Atvinnurekandinn sagði hinu unga manni að hann fengi starfið sitt hið snarasta aftur þegar hann væri kominn með atvinnuleyfi. Mál hans er enn til meðferðar. Sænska leiðin í stað brottvísunar Eins og dæmið hans Egils Helgasonar og þetta dæmi er til vitnis þá er um að ræða fólk á vinnumarkaði sem er að leggja margvíslegt að mörkum til samfélagsins en verið að vísa til baka vegna þess að það kom upprunalega hingað til lands á flótta en ekki á forsendum atvinnu. En er brottvísun eina leiðin? Ekki samkvæmt löndum sem Ísland vill bera sig saman við sbr. Svíþjóð. Sænsk stjórnvöld gera það mögulegt fyrir flóttafólk sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd en verið í vinnu að fá áframhaldandi dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþáttökunnar. Skilyrðin sem þarf að uppfylla eru frekar ströng. Þrátt fyrir það hafa þeir hægri- og þjóðernissinnuðu stjórnmálaflokkar sem eru við völd rætt um að afnema „sænsku leiðina“ eða með öðrum orðum koma í veg fyrir að umsækjendur um alþjóðlega vernd uppfylli skilyrðin með því að neita þeim um réttinn til atvinnuþátttöku meðan á afgreiðslu umsókna þeirra stendur. Hins vegar breytir það því ekki að „sænska leiðin“ er fær og gæti orðið vænlegur valkostur hérlendis. Forsendan er að hafa skilvirkt kerfi til að umsækjendur um alþjóðlega vernd geti fengið tímabundið atvinnu- og dvalarleyfi sem allra fyrst við komu og jafnvel aðstoð við að finna vinnu. Með þessari leið er þá þegar skapaður hvati til að stunda atvinnu og með löglegum hætti í stað þess að taka þátt í svartri atvinnustarfsemi sem grefur undan almennum launakjörum og býður upp á allskonar kúgun og misnotkun. Sama gildir um vanda fólks í svokallaðri umborinn dvöl (e. tolerated stay) en annars konar mannúðlegri leiðir en „lokuð búsetuúrræði fyrir útlendinga í ólöglegri dvöl“ hafa verið farnar í nágrannalöndum Íslands. Þær ganga út á veitingu tímabundinna atvinnu- og dvalarleyfa að uppfylltum ströngum skilyrðum. Samtímis sparar sænska leiðin og útgáfa tímabundinna dvalar- og atvinnuleyfa á grundvelli umborinnar dvalar (e. tolerated stay permits) samfélaginu kostnað og veitir ríki eins og Íslandi frekara tækifæri til að sinna sínum alþjóðlegum skuldbindingum með virðingarverðum hætti öllum til hagsbóta. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur sem hefur m.a. starfað við móttöku flóttafólks á Íslandi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun