Verðtrygging lána er séríslensk 7. apríl 2005 00:01 Verðtrygging - Sigurður T. Sigurðsson, fyrrv. formaður Hlífar. Verðtrygging lána er óeðlileg hvernig sem á hana er litið. Hún er séríslenskt fyrirbæri og eingöngu gerð til að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda á kostnað almennings. Hún er stöðug ógnun við fjárhagslegt öryggi heimilanna í landinu, enda hafa þau í þúsundatali orðið gjaldþrota síðan Ólafslögin illræmdu voru samþykkt á Alþingi hinn 10. apríl 1979. Verðtrygging á almennum íbúðarlánum gerir þau að vondum kosti öllu launafólki, því allar þensluhvetjandi ákvarðanir stjórnvalda sem og fyrirtækja hafa bein áhrif til hækkunar og aukinnar greiðslubyrði lántakanda. Allt er vísutölutryggt eða frjálst til hækkunar nema naumt skömmtuð launin. Þetta kerfi minnir óneitanlega á gömlu Sovétríkin, að því undanskyldu að nú eru það fégráðug markaðsöfl sem ráða ferðinni, áður var það miðstýrð alræðisstjórn. Sem dæmi má taka fasteignaverð. Þegar það hækkar eins og það hefur gert undanfarið þá tekur verðtrygging lána stökk upp á við með þeim afleiðingum að bæði lánin og afborganir af þeim stórhækka. Þetta á einnig við þegar verð á grænmeti eða kaffi hækkar erlendis eða verð á olíu og bensíni hækkar vegna ólöglegs samráðs markaðsráðandi aðila svo sem olíufélaga. Hversu vitlaust sem það er þá hefur þetta allt áhrif til hækkunar á verðtryggingu lána og eykur stöðugt greiðslubyrði almennings af þeim. Þannig er almenningur látinn borga bæði löglegan og ólöglegan gróða, sem lánastofnanir, olíufélög, tryggingafélög og önnur markaðsráðandi fyrirtæki taka sér löglega eða ólöglega. Þetta gengur svo langt að fyrirtæki sem staðin eru að því að brjóta lög og féfletta almenning fá að halda sínum illa fengna gróða og stjórnendurnir þeirra sleppa til þess að halda iðju sinni áfram annars staðar. Það hefur ítrekað sýnt sig að verðtrygging lána er freistandi hvatning til lánastofnana og annara fjármagnseigenda til að viðhalda "hæfilega mikilli" þenslu og verðbólgu í efnahagslífinu, því þá fá þau meira í sinn hlut. Og svo mun verða á meðan leyft er að verðtryggja útlánin. Það dylst engum að mjög náið samráð um vexti er á milli banka og sparisjóða hérlendis, það sýnir hinn sáralitli munur sem er á vaxtatilboðum þeirra. Sumir bankar og sparisjóðir eru jafnvel með sérstaka sjóði sem notaðar eru til kaupa á íbúðum, sem síðan eru seldar almenningi á uppsprengdu verði með tilheyrandi veðum og verðtryggingu. Við skulum heldur ekki gleyma fasteignaheildsölum, sem kaupa og selja íbúðir með það eitt að markmiði að græða sem mest á þeim. Allt þetta eykur verðbólguna og hámarkar gróðann. Fyrir nokkrum áratugum voru menn sektaðir fyrir að stunda okurstarfsemi. Nú í dag eru þeir hins vegar verðlaunaðir og fá að halda eftir milljörðum króna sem þeir taka ófrjálsri hendi úr vasa almennings. Lægstu vextir á íbúðalánum á Íslandi eru 4,15%. Vaxtaupphæðin er venjulega auglýst með stórum stöfum. Síðan kemur með smærra letri að vextirnir séu verðtryggðir. Það dylst ekki að lánastofnanir vilja sem minnst á verðtrygginguna minnast og helst sleppa því að geta um hana. Í sumum dagblaðaauglýsingum er jafnvel ekkert getið um verðtryggingu eins og hún sé ekki til. Þessa dagana er verðbólga hér á landi um 4,8%, sem þýðir að raunvextir af húsnæðislánum eru um 9,0%. Þessi háa vaxtaprósenta eykur greiðslubyrðina án tillits til þess, hvort samsvarandi tekjuhækkun verði hjá lántakanda og skrumskælir allar viðmiðanir, t.d. það greiðslumat sem upphaflega var miðað við þegar lánið var tekið. Slæm reynsla almennings af verðtryggingu lána ætti að vera nægjanleg rök til þess að banna hana, ekki einungis á lánum til 20 ára, eins og Framsókn vill, heldur á öllum lánum til íbúðarkaupa. Gaman væri að forysta ASÍ tæki rögg á sig og segði okkur hinum frá því hvort hún mæli ennþá með verðtryggingu lána. Ef svo er viljum við fá að vita það. Hvað segir t.d. forseti Alþýðusambandsins ? Í Bandaríkjunum, Kanada og V-Evrópu, að Íslandi undanskyldu, eru útlán til almennings ekki verðtryggð. Auk þess eru vextir af íbúðalánum þar verulega lægri en hér, allt niður fyrir 3%, t.d í Danmörku eru þeir 4%. Á sama tíma eru raunvextir hjá okkur um 9%. Það er því engin furða þótt íslenskir bankar og sparisjóðir sýni hagnað upp á hundruði milljarða og geti þar að auki tekið þátt í fjárfestingum í öðrum löndum. Gauragangurinn og lætin í íslenskum fjárfestum erlendis eru svo mikil að fólk, bæði á meginlandi Evrópu og í Englandi gapir af undrun og spyr: Hvaðan fá Íslendingarnir alla þessa peninga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Verðtrygging - Sigurður T. Sigurðsson, fyrrv. formaður Hlífar. Verðtrygging lána er óeðlileg hvernig sem á hana er litið. Hún er séríslenskt fyrirbæri og eingöngu gerð til að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda á kostnað almennings. Hún er stöðug ógnun við fjárhagslegt öryggi heimilanna í landinu, enda hafa þau í þúsundatali orðið gjaldþrota síðan Ólafslögin illræmdu voru samþykkt á Alþingi hinn 10. apríl 1979. Verðtrygging á almennum íbúðarlánum gerir þau að vondum kosti öllu launafólki, því allar þensluhvetjandi ákvarðanir stjórnvalda sem og fyrirtækja hafa bein áhrif til hækkunar og aukinnar greiðslubyrði lántakanda. Allt er vísutölutryggt eða frjálst til hækkunar nema naumt skömmtuð launin. Þetta kerfi minnir óneitanlega á gömlu Sovétríkin, að því undanskyldu að nú eru það fégráðug markaðsöfl sem ráða ferðinni, áður var það miðstýrð alræðisstjórn. Sem dæmi má taka fasteignaverð. Þegar það hækkar eins og það hefur gert undanfarið þá tekur verðtrygging lána stökk upp á við með þeim afleiðingum að bæði lánin og afborganir af þeim stórhækka. Þetta á einnig við þegar verð á grænmeti eða kaffi hækkar erlendis eða verð á olíu og bensíni hækkar vegna ólöglegs samráðs markaðsráðandi aðila svo sem olíufélaga. Hversu vitlaust sem það er þá hefur þetta allt áhrif til hækkunar á verðtryggingu lána og eykur stöðugt greiðslubyrði almennings af þeim. Þannig er almenningur látinn borga bæði löglegan og ólöglegan gróða, sem lánastofnanir, olíufélög, tryggingafélög og önnur markaðsráðandi fyrirtæki taka sér löglega eða ólöglega. Þetta gengur svo langt að fyrirtæki sem staðin eru að því að brjóta lög og féfletta almenning fá að halda sínum illa fengna gróða og stjórnendurnir þeirra sleppa til þess að halda iðju sinni áfram annars staðar. Það hefur ítrekað sýnt sig að verðtrygging lána er freistandi hvatning til lánastofnana og annara fjármagnseigenda til að viðhalda "hæfilega mikilli" þenslu og verðbólgu í efnahagslífinu, því þá fá þau meira í sinn hlut. Og svo mun verða á meðan leyft er að verðtryggja útlánin. Það dylst engum að mjög náið samráð um vexti er á milli banka og sparisjóða hérlendis, það sýnir hinn sáralitli munur sem er á vaxtatilboðum þeirra. Sumir bankar og sparisjóðir eru jafnvel með sérstaka sjóði sem notaðar eru til kaupa á íbúðum, sem síðan eru seldar almenningi á uppsprengdu verði með tilheyrandi veðum og verðtryggingu. Við skulum heldur ekki gleyma fasteignaheildsölum, sem kaupa og selja íbúðir með það eitt að markmiði að græða sem mest á þeim. Allt þetta eykur verðbólguna og hámarkar gróðann. Fyrir nokkrum áratugum voru menn sektaðir fyrir að stunda okurstarfsemi. Nú í dag eru þeir hins vegar verðlaunaðir og fá að halda eftir milljörðum króna sem þeir taka ófrjálsri hendi úr vasa almennings. Lægstu vextir á íbúðalánum á Íslandi eru 4,15%. Vaxtaupphæðin er venjulega auglýst með stórum stöfum. Síðan kemur með smærra letri að vextirnir séu verðtryggðir. Það dylst ekki að lánastofnanir vilja sem minnst á verðtrygginguna minnast og helst sleppa því að geta um hana. Í sumum dagblaðaauglýsingum er jafnvel ekkert getið um verðtryggingu eins og hún sé ekki til. Þessa dagana er verðbólga hér á landi um 4,8%, sem þýðir að raunvextir af húsnæðislánum eru um 9,0%. Þessi háa vaxtaprósenta eykur greiðslubyrðina án tillits til þess, hvort samsvarandi tekjuhækkun verði hjá lántakanda og skrumskælir allar viðmiðanir, t.d. það greiðslumat sem upphaflega var miðað við þegar lánið var tekið. Slæm reynsla almennings af verðtryggingu lána ætti að vera nægjanleg rök til þess að banna hana, ekki einungis á lánum til 20 ára, eins og Framsókn vill, heldur á öllum lánum til íbúðarkaupa. Gaman væri að forysta ASÍ tæki rögg á sig og segði okkur hinum frá því hvort hún mæli ennþá með verðtryggingu lána. Ef svo er viljum við fá að vita það. Hvað segir t.d. forseti Alþýðusambandsins ? Í Bandaríkjunum, Kanada og V-Evrópu, að Íslandi undanskyldu, eru útlán til almennings ekki verðtryggð. Auk þess eru vextir af íbúðalánum þar verulega lægri en hér, allt niður fyrir 3%, t.d í Danmörku eru þeir 4%. Á sama tíma eru raunvextir hjá okkur um 9%. Það er því engin furða þótt íslenskir bankar og sparisjóðir sýni hagnað upp á hundruði milljarða og geti þar að auki tekið þátt í fjárfestingum í öðrum löndum. Gauragangurinn og lætin í íslenskum fjárfestum erlendis eru svo mikil að fólk, bæði á meginlandi Evrópu og í Englandi gapir af undrun og spyr: Hvaðan fá Íslendingarnir alla þessa peninga?
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun