Verðtrygging lána er séríslensk 7. apríl 2005 00:01 Verðtrygging - Sigurður T. Sigurðsson, fyrrv. formaður Hlífar. Verðtrygging lána er óeðlileg hvernig sem á hana er litið. Hún er séríslenskt fyrirbæri og eingöngu gerð til að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda á kostnað almennings. Hún er stöðug ógnun við fjárhagslegt öryggi heimilanna í landinu, enda hafa þau í þúsundatali orðið gjaldþrota síðan Ólafslögin illræmdu voru samþykkt á Alþingi hinn 10. apríl 1979. Verðtrygging á almennum íbúðarlánum gerir þau að vondum kosti öllu launafólki, því allar þensluhvetjandi ákvarðanir stjórnvalda sem og fyrirtækja hafa bein áhrif til hækkunar og aukinnar greiðslubyrði lántakanda. Allt er vísutölutryggt eða frjálst til hækkunar nema naumt skömmtuð launin. Þetta kerfi minnir óneitanlega á gömlu Sovétríkin, að því undanskyldu að nú eru það fégráðug markaðsöfl sem ráða ferðinni, áður var það miðstýrð alræðisstjórn. Sem dæmi má taka fasteignaverð. Þegar það hækkar eins og það hefur gert undanfarið þá tekur verðtrygging lána stökk upp á við með þeim afleiðingum að bæði lánin og afborganir af þeim stórhækka. Þetta á einnig við þegar verð á grænmeti eða kaffi hækkar erlendis eða verð á olíu og bensíni hækkar vegna ólöglegs samráðs markaðsráðandi aðila svo sem olíufélaga. Hversu vitlaust sem það er þá hefur þetta allt áhrif til hækkunar á verðtryggingu lána og eykur stöðugt greiðslubyrði almennings af þeim. Þannig er almenningur látinn borga bæði löglegan og ólöglegan gróða, sem lánastofnanir, olíufélög, tryggingafélög og önnur markaðsráðandi fyrirtæki taka sér löglega eða ólöglega. Þetta gengur svo langt að fyrirtæki sem staðin eru að því að brjóta lög og féfletta almenning fá að halda sínum illa fengna gróða og stjórnendurnir þeirra sleppa til þess að halda iðju sinni áfram annars staðar. Það hefur ítrekað sýnt sig að verðtrygging lána er freistandi hvatning til lánastofnana og annara fjármagnseigenda til að viðhalda "hæfilega mikilli" þenslu og verðbólgu í efnahagslífinu, því þá fá þau meira í sinn hlut. Og svo mun verða á meðan leyft er að verðtryggja útlánin. Það dylst engum að mjög náið samráð um vexti er á milli banka og sparisjóða hérlendis, það sýnir hinn sáralitli munur sem er á vaxtatilboðum þeirra. Sumir bankar og sparisjóðir eru jafnvel með sérstaka sjóði sem notaðar eru til kaupa á íbúðum, sem síðan eru seldar almenningi á uppsprengdu verði með tilheyrandi veðum og verðtryggingu. Við skulum heldur ekki gleyma fasteignaheildsölum, sem kaupa og selja íbúðir með það eitt að markmiði að græða sem mest á þeim. Allt þetta eykur verðbólguna og hámarkar gróðann. Fyrir nokkrum áratugum voru menn sektaðir fyrir að stunda okurstarfsemi. Nú í dag eru þeir hins vegar verðlaunaðir og fá að halda eftir milljörðum króna sem þeir taka ófrjálsri hendi úr vasa almennings. Lægstu vextir á íbúðalánum á Íslandi eru 4,15%. Vaxtaupphæðin er venjulega auglýst með stórum stöfum. Síðan kemur með smærra letri að vextirnir séu verðtryggðir. Það dylst ekki að lánastofnanir vilja sem minnst á verðtrygginguna minnast og helst sleppa því að geta um hana. Í sumum dagblaðaauglýsingum er jafnvel ekkert getið um verðtryggingu eins og hún sé ekki til. Þessa dagana er verðbólga hér á landi um 4,8%, sem þýðir að raunvextir af húsnæðislánum eru um 9,0%. Þessi háa vaxtaprósenta eykur greiðslubyrðina án tillits til þess, hvort samsvarandi tekjuhækkun verði hjá lántakanda og skrumskælir allar viðmiðanir, t.d. það greiðslumat sem upphaflega var miðað við þegar lánið var tekið. Slæm reynsla almennings af verðtryggingu lána ætti að vera nægjanleg rök til þess að banna hana, ekki einungis á lánum til 20 ára, eins og Framsókn vill, heldur á öllum lánum til íbúðarkaupa. Gaman væri að forysta ASÍ tæki rögg á sig og segði okkur hinum frá því hvort hún mæli ennþá með verðtryggingu lána. Ef svo er viljum við fá að vita það. Hvað segir t.d. forseti Alþýðusambandsins ? Í Bandaríkjunum, Kanada og V-Evrópu, að Íslandi undanskyldu, eru útlán til almennings ekki verðtryggð. Auk þess eru vextir af íbúðalánum þar verulega lægri en hér, allt niður fyrir 3%, t.d í Danmörku eru þeir 4%. Á sama tíma eru raunvextir hjá okkur um 9%. Það er því engin furða þótt íslenskir bankar og sparisjóðir sýni hagnað upp á hundruði milljarða og geti þar að auki tekið þátt í fjárfestingum í öðrum löndum. Gauragangurinn og lætin í íslenskum fjárfestum erlendis eru svo mikil að fólk, bæði á meginlandi Evrópu og í Englandi gapir af undrun og spyr: Hvaðan fá Íslendingarnir alla þessa peninga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Verðtrygging - Sigurður T. Sigurðsson, fyrrv. formaður Hlífar. Verðtrygging lána er óeðlileg hvernig sem á hana er litið. Hún er séríslenskt fyrirbæri og eingöngu gerð til að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda á kostnað almennings. Hún er stöðug ógnun við fjárhagslegt öryggi heimilanna í landinu, enda hafa þau í þúsundatali orðið gjaldþrota síðan Ólafslögin illræmdu voru samþykkt á Alþingi hinn 10. apríl 1979. Verðtrygging á almennum íbúðarlánum gerir þau að vondum kosti öllu launafólki, því allar þensluhvetjandi ákvarðanir stjórnvalda sem og fyrirtækja hafa bein áhrif til hækkunar og aukinnar greiðslubyrði lántakanda. Allt er vísutölutryggt eða frjálst til hækkunar nema naumt skömmtuð launin. Þetta kerfi minnir óneitanlega á gömlu Sovétríkin, að því undanskyldu að nú eru það fégráðug markaðsöfl sem ráða ferðinni, áður var það miðstýrð alræðisstjórn. Sem dæmi má taka fasteignaverð. Þegar það hækkar eins og það hefur gert undanfarið þá tekur verðtrygging lána stökk upp á við með þeim afleiðingum að bæði lánin og afborganir af þeim stórhækka. Þetta á einnig við þegar verð á grænmeti eða kaffi hækkar erlendis eða verð á olíu og bensíni hækkar vegna ólöglegs samráðs markaðsráðandi aðila svo sem olíufélaga. Hversu vitlaust sem það er þá hefur þetta allt áhrif til hækkunar á verðtryggingu lána og eykur stöðugt greiðslubyrði almennings af þeim. Þannig er almenningur látinn borga bæði löglegan og ólöglegan gróða, sem lánastofnanir, olíufélög, tryggingafélög og önnur markaðsráðandi fyrirtæki taka sér löglega eða ólöglega. Þetta gengur svo langt að fyrirtæki sem staðin eru að því að brjóta lög og féfletta almenning fá að halda sínum illa fengna gróða og stjórnendurnir þeirra sleppa til þess að halda iðju sinni áfram annars staðar. Það hefur ítrekað sýnt sig að verðtrygging lána er freistandi hvatning til lánastofnana og annara fjármagnseigenda til að viðhalda "hæfilega mikilli" þenslu og verðbólgu í efnahagslífinu, því þá fá þau meira í sinn hlut. Og svo mun verða á meðan leyft er að verðtryggja útlánin. Það dylst engum að mjög náið samráð um vexti er á milli banka og sparisjóða hérlendis, það sýnir hinn sáralitli munur sem er á vaxtatilboðum þeirra. Sumir bankar og sparisjóðir eru jafnvel með sérstaka sjóði sem notaðar eru til kaupa á íbúðum, sem síðan eru seldar almenningi á uppsprengdu verði með tilheyrandi veðum og verðtryggingu. Við skulum heldur ekki gleyma fasteignaheildsölum, sem kaupa og selja íbúðir með það eitt að markmiði að græða sem mest á þeim. Allt þetta eykur verðbólguna og hámarkar gróðann. Fyrir nokkrum áratugum voru menn sektaðir fyrir að stunda okurstarfsemi. Nú í dag eru þeir hins vegar verðlaunaðir og fá að halda eftir milljörðum króna sem þeir taka ófrjálsri hendi úr vasa almennings. Lægstu vextir á íbúðalánum á Íslandi eru 4,15%. Vaxtaupphæðin er venjulega auglýst með stórum stöfum. Síðan kemur með smærra letri að vextirnir séu verðtryggðir. Það dylst ekki að lánastofnanir vilja sem minnst á verðtrygginguna minnast og helst sleppa því að geta um hana. Í sumum dagblaðaauglýsingum er jafnvel ekkert getið um verðtryggingu eins og hún sé ekki til. Þessa dagana er verðbólga hér á landi um 4,8%, sem þýðir að raunvextir af húsnæðislánum eru um 9,0%. Þessi háa vaxtaprósenta eykur greiðslubyrðina án tillits til þess, hvort samsvarandi tekjuhækkun verði hjá lántakanda og skrumskælir allar viðmiðanir, t.d. það greiðslumat sem upphaflega var miðað við þegar lánið var tekið. Slæm reynsla almennings af verðtryggingu lána ætti að vera nægjanleg rök til þess að banna hana, ekki einungis á lánum til 20 ára, eins og Framsókn vill, heldur á öllum lánum til íbúðarkaupa. Gaman væri að forysta ASÍ tæki rögg á sig og segði okkur hinum frá því hvort hún mæli ennþá með verðtryggingu lána. Ef svo er viljum við fá að vita það. Hvað segir t.d. forseti Alþýðusambandsins ? Í Bandaríkjunum, Kanada og V-Evrópu, að Íslandi undanskyldu, eru útlán til almennings ekki verðtryggð. Auk þess eru vextir af íbúðalánum þar verulega lægri en hér, allt niður fyrir 3%, t.d í Danmörku eru þeir 4%. Á sama tíma eru raunvextir hjá okkur um 9%. Það er því engin furða þótt íslenskir bankar og sparisjóðir sýni hagnað upp á hundruði milljarða og geti þar að auki tekið þátt í fjárfestingum í öðrum löndum. Gauragangurinn og lætin í íslenskum fjárfestum erlendis eru svo mikil að fólk, bæði á meginlandi Evrópu og í Englandi gapir af undrun og spyr: Hvaðan fá Íslendingarnir alla þessa peninga?
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun