NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 23:18 Dr. Bjarni Már Magnússon er deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst og situr jafnframt í stjórn HEIST-verkefnisins svokallaða. Aðsend Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. Dr. Bjarni Már Magnússon, deildarforseti lagadeildar Bifrastar, er í stjórn verkefnisins og segir vernd internetinnviða vera eitt stærsta varnar- og öryggismál Evrópu og þá sérstaklega Íslands. Innrás Rússa í Úkraínu brýni nauðsyn þess að tryggja internettengingu við umheiminn. Gervihnettirnir með hundraðshluta gangaflutningsgetunnar Verkefnið snýst um að þróa kerfi til að hægt sé að flytja gögn hratt og örugglega milli landa í gegnum gervihnetti laskist sæstrengirnir. Bjarni segir flutningsgetu núverandi gervihnattakerfa ekki vera næga til að hægt væri að tryggja tengingu við umheiminn. Það geti ekki flutt nema tæplega hundraðshluta þess sem sæstrengirnir geta. Bloomberg hefur eftir Bjarna að það þurfi ekki nema þrjár, fjórar sprengjur á rétta staði og allt samband Íslands við heiminn er rofið. Atlantshafsbandalagið hefur ákveðið að veita verkefninu stuðning sem nemur 400 þúsund evrum eða rétt tæpum sextíu milljónum íslenskra króna. Fjárveitingin er á vegum átaks bandalagsins sem heitir Vísindi í þágu friðar og öryggis. Sæstrengir sem þessir eru máttarstólpar internettengingar heimsins.Getty Í frétt Bloomberg frá í dag um verkefnið segir að Atlantshafsbandalagið hafi vaxandi áhyggjur af öryggi sæstrengja sem eru máttarstólpar internettengingar heimsins. Sæstrengir bera rúmlega trilljón króna virði af viðskiptum á hverjum einasta degi. Þess má geta að hin íslenska trilljón samsvarar hinni ensku kvadrilljón. Ráðandi öfl innan bandalagsins hafi því verið að skoða hvernig hægt sé að bæta öryggi þessara strengja síðastliðna mánuði. Á síðasta ári var til að mynda sérstjórnstöð komið upp til að bregðast við tilfellum spjalla á neðansjávarköplum í kjölfar sprengingarinnar sem rauf Nord Stream 2-gasleiðsluna. Aukin trygging fyrir Ísland Áður en vinna hefst við að koma upp sjálfu kerfinu verður tveimur árum varið í að prufukeyra frumgerðir að sögn blaðamanns Bloomberg. Verkefnið sjálft ber hið þjála nafn Hybrid Space and Submarine Architecture to Ensure Information Security of Telecommunications upp á ensku sem gæti útlagst á íslensku sem Samsettir geim- og neðansjávarinnviðir til að tryggja upplýsingaöryggi fjarskipta. En enska nafnið er iðulega skammstafað sem HEIST. Theodór Ragnar Gíslason er tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins íslenska Syndis.Vísir/Baldur „Með nægum tíma og með því að berja höfuðin okkar nógu oft utan í vegg erum við viss um að okkur takist þetta,“ hefur Bloomberg eftir Gregory Falco sem er í stjórn verkefnisins ásamt Bjarna. Hann starfar hjá Cornell-háskóla. Íslenska netöryggisfyrirtækið Syndis tekur einnig þátt í verkefninu. Theódór Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis, segist hlakka til að niðurstöður verkefnisins komi Íslandi til gagns í formi aukinnar tryggingar í tilfelli árásar á sæstrengina okkar. NATO Sæstrengir Netöryggi Öryggis- og varnarmál Háskólar Skóla- og menntamál Netglæpir Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af kortlagningu Rússa á sæstrengjum Fulltrúar JEF ríkjanna, þar á meðal Íslands, funduðu á þriðjudag í Amsterdam. Eitt stærsta umræðuefnið á fundinum voru neðansjávarinnviðir sem ógnað er af Rússum. 15. júní 2023 10:36 Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Dr. Bjarni Már Magnússon, deildarforseti lagadeildar Bifrastar, er í stjórn verkefnisins og segir vernd internetinnviða vera eitt stærsta varnar- og öryggismál Evrópu og þá sérstaklega Íslands. Innrás Rússa í Úkraínu brýni nauðsyn þess að tryggja internettengingu við umheiminn. Gervihnettirnir með hundraðshluta gangaflutningsgetunnar Verkefnið snýst um að þróa kerfi til að hægt sé að flytja gögn hratt og örugglega milli landa í gegnum gervihnetti laskist sæstrengirnir. Bjarni segir flutningsgetu núverandi gervihnattakerfa ekki vera næga til að hægt væri að tryggja tengingu við umheiminn. Það geti ekki flutt nema tæplega hundraðshluta þess sem sæstrengirnir geta. Bloomberg hefur eftir Bjarna að það þurfi ekki nema þrjár, fjórar sprengjur á rétta staði og allt samband Íslands við heiminn er rofið. Atlantshafsbandalagið hefur ákveðið að veita verkefninu stuðning sem nemur 400 þúsund evrum eða rétt tæpum sextíu milljónum íslenskra króna. Fjárveitingin er á vegum átaks bandalagsins sem heitir Vísindi í þágu friðar og öryggis. Sæstrengir sem þessir eru máttarstólpar internettengingar heimsins.Getty Í frétt Bloomberg frá í dag um verkefnið segir að Atlantshafsbandalagið hafi vaxandi áhyggjur af öryggi sæstrengja sem eru máttarstólpar internettengingar heimsins. Sæstrengir bera rúmlega trilljón króna virði af viðskiptum á hverjum einasta degi. Þess má geta að hin íslenska trilljón samsvarar hinni ensku kvadrilljón. Ráðandi öfl innan bandalagsins hafi því verið að skoða hvernig hægt sé að bæta öryggi þessara strengja síðastliðna mánuði. Á síðasta ári var til að mynda sérstjórnstöð komið upp til að bregðast við tilfellum spjalla á neðansjávarköplum í kjölfar sprengingarinnar sem rauf Nord Stream 2-gasleiðsluna. Aukin trygging fyrir Ísland Áður en vinna hefst við að koma upp sjálfu kerfinu verður tveimur árum varið í að prufukeyra frumgerðir að sögn blaðamanns Bloomberg. Verkefnið sjálft ber hið þjála nafn Hybrid Space and Submarine Architecture to Ensure Information Security of Telecommunications upp á ensku sem gæti útlagst á íslensku sem Samsettir geim- og neðansjávarinnviðir til að tryggja upplýsingaöryggi fjarskipta. En enska nafnið er iðulega skammstafað sem HEIST. Theodór Ragnar Gíslason er tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins íslenska Syndis.Vísir/Baldur „Með nægum tíma og með því að berja höfuðin okkar nógu oft utan í vegg erum við viss um að okkur takist þetta,“ hefur Bloomberg eftir Gregory Falco sem er í stjórn verkefnisins ásamt Bjarna. Hann starfar hjá Cornell-háskóla. Íslenska netöryggisfyrirtækið Syndis tekur einnig þátt í verkefninu. Theódór Gíslason, tæknistjóri hjá Syndis, segist hlakka til að niðurstöður verkefnisins komi Íslandi til gagns í formi aukinnar tryggingar í tilfelli árásar á sæstrengina okkar.
NATO Sæstrengir Netöryggi Öryggis- og varnarmál Háskólar Skóla- og menntamál Netglæpir Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af kortlagningu Rússa á sæstrengjum Fulltrúar JEF ríkjanna, þar á meðal Íslands, funduðu á þriðjudag í Amsterdam. Eitt stærsta umræðuefnið á fundinum voru neðansjávarinnviðir sem ógnað er af Rússum. 15. júní 2023 10:36 Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Hafa áhyggjur af kortlagningu Rússa á sæstrengjum Fulltrúar JEF ríkjanna, þar á meðal Íslands, funduðu á þriðjudag í Amsterdam. Eitt stærsta umræðuefnið á fundinum voru neðansjávarinnviðir sem ógnað er af Rússum. 15. júní 2023 10:36
Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01
Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20