Lagabreytingin vegi að eldri borgurum og öryrkjum erlendis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 17:11 Inga Sæland segir lagabreytinguna, sem kveður á um að Íslendingar erlendis þurfi nú að sækja sérstaklega um að nota persónuafsláttinn, ómaklega aðför að eldri borgurum og öryrkjum. Vísir/Arnar Ingu Sæland þingmanni Flokks fólksins hugnast illa „verulega ljót“ lagabreyting sem tekur gildi um áramótin. Lagabreytingin kveður á um að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og fá meira en 75 prósent tekna sinna frá tryggingastofnun, þurfi að sækja sérstaklega um að fá persónuafsláttinn sinn. Inga segir ómaklega vegið að eldri borgurum og öryrkjum. Inga segir að lagabreytingin sé hluti af aðför stjórnvalda að fólki sem er á framfæri tryggingastofnunnar. Eldri borgarar og öryrkjar séu margir hverjir ekki mjög tæknivæddir, og kunni ekki á síður eins og island.is, og hafi ekki bolmagn til að sækja um svona hluti. „Það er allt gert til að gera þau ósjálfbjarga,“ segir Inga. Megum ekki gleyma okkur í tæknivæðingunni „Við erum að gleyma okkur í því að tæknivæðast. Við verðum að muna það, að það eru 60 þúsund manns á landinu sem eru ekki eins tæknivædd og við flest,“ segir Inga. Hún tekur móður sína sem dæmi, en hún segir að hún þurfi að sækja um alls konar þjónustu eins og ferðaþjónustu eldra fólks, í gegnum síður eins og island.is. Þetta geti hún ekki gert sjálf. „Ef ég nefni það að hún geti fengið svona auðkennislykil, fær hún kvíðakast og vill ekki tala um það,“ segir Inga um móður sína, en að hún sé algjörlega sjálfbjarga að öðru leyti. Sjálfstæðismenn sjái svindlara í hverju horni Inga segir að markmið lagabreytingarinnar sé að koma í veg fyrir að fólk misnoti kerfið. „Ástæðan er sú að þau halda að einhverjir kampavínskóngar standi með staupið á golfvelli og séu að svindla á kerfinu, með tvöfaldan persónuafslátt,“ segir Inga. Fjölmargir Íslendingar hafa kosið að verja efri árum sínum á Spáni. Þar eru dagleg útgjöld talsvert ódýrari en á Íslandi, og veður með betra móti.Getty Þetta eigi þó alls ekki við um íslenska eldri borgara og öryrkja sem búi erlendis. Þau séu fólk sem jafnan eru að flýja fátækt að heiman, og vilji búa þar sem þau geta lifað á lífeyrinum. Þau komi svo oft heim á sumrin.„Þarna voru aðilar frá Sjálfstæðisflokknum hlaupandi á milli, að telja okkar fólki trú um það að fullt af fólki sé að svindla á kerfinu. Þau hafa alltaf haft þá tilfinningu um okkur öryrkja, það eru allir að svindla, þeir sjá alltaf svindl í hverju horni,“ segir Inga. Á von á skýrslu 1. nóvember Inga segir að hún eigi von á skýrslu frá fjármálaráðherra 1. nóvember um það hvaða afleiðingar þessi breyting komi til með að hafa. Fjármálaráðherra hafi lofað því að lögin tækju ekki gildi, ef í ljós kemur að löggjöfin kæmi eins illa út og Inga hefur haldið fram. „En ég veit náttúrulega hvernig sú úttekt verður gerð, það er engin óhlutdrægni í einu eða neinu, úttektin verður bara í takt við það sem þau vilja meina,“ segir Inga. Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Inga segir að lagabreytingin sé hluti af aðför stjórnvalda að fólki sem er á framfæri tryggingastofnunnar. Eldri borgarar og öryrkjar séu margir hverjir ekki mjög tæknivæddir, og kunni ekki á síður eins og island.is, og hafi ekki bolmagn til að sækja um svona hluti. „Það er allt gert til að gera þau ósjálfbjarga,“ segir Inga. Megum ekki gleyma okkur í tæknivæðingunni „Við erum að gleyma okkur í því að tæknivæðast. Við verðum að muna það, að það eru 60 þúsund manns á landinu sem eru ekki eins tæknivædd og við flest,“ segir Inga. Hún tekur móður sína sem dæmi, en hún segir að hún þurfi að sækja um alls konar þjónustu eins og ferðaþjónustu eldra fólks, í gegnum síður eins og island.is. Þetta geti hún ekki gert sjálf. „Ef ég nefni það að hún geti fengið svona auðkennislykil, fær hún kvíðakast og vill ekki tala um það,“ segir Inga um móður sína, en að hún sé algjörlega sjálfbjarga að öðru leyti. Sjálfstæðismenn sjái svindlara í hverju horni Inga segir að markmið lagabreytingarinnar sé að koma í veg fyrir að fólk misnoti kerfið. „Ástæðan er sú að þau halda að einhverjir kampavínskóngar standi með staupið á golfvelli og séu að svindla á kerfinu, með tvöfaldan persónuafslátt,“ segir Inga. Fjölmargir Íslendingar hafa kosið að verja efri árum sínum á Spáni. Þar eru dagleg útgjöld talsvert ódýrari en á Íslandi, og veður með betra móti.Getty Þetta eigi þó alls ekki við um íslenska eldri borgara og öryrkja sem búi erlendis. Þau séu fólk sem jafnan eru að flýja fátækt að heiman, og vilji búa þar sem þau geta lifað á lífeyrinum. Þau komi svo oft heim á sumrin.„Þarna voru aðilar frá Sjálfstæðisflokknum hlaupandi á milli, að telja okkar fólki trú um það að fullt af fólki sé að svindla á kerfinu. Þau hafa alltaf haft þá tilfinningu um okkur öryrkja, það eru allir að svindla, þeir sjá alltaf svindl í hverju horni,“ segir Inga. Á von á skýrslu 1. nóvember Inga segir að hún eigi von á skýrslu frá fjármálaráðherra 1. nóvember um það hvaða afleiðingar þessi breyting komi til með að hafa. Fjármálaráðherra hafi lofað því að lögin tækju ekki gildi, ef í ljós kemur að löggjöfin kæmi eins illa út og Inga hefur haldið fram. „En ég veit náttúrulega hvernig sú úttekt verður gerð, það er engin óhlutdrægni í einu eða neinu, úttektin verður bara í takt við það sem þau vilja meina,“ segir Inga.
Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira