Frábær og söguleg byrjun Íslands á HM í pílukasti Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2024 11:28 Tvöfaldur tuttugu frá Pétri Rúðrik tryggði Íslandi sigur í fyrsta leik liðsins á HM í pílukasti Vísir/Skjáskot Fulltrúar Íslands á HM í pílukasti, sem fram fer í þýsku borginni Frankfurt þessa dagana, fara vel af stað á mótinu. Íslenska liðið vann 4-0 sigur á Barein í fyrsta leik sínum sem stillir upp hreinum úrslitaleik um sæti í næstu umferð við landslið Tékkalands. Sögulegur sigur, sá fyrsti hjá Íslandi á HM. Það eru þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson sem mynda lið Íslands á mótinu og óhætt er að segja að þeir hafi fundið sig vel á stóra sviðinu í Frankfurt í morgun þegar að þeir léku sinn fyrsta leik í H-riðli gegn Barein. Vinna þurfti fjóra leggi til þess að tryggja sér sigur í viðureigninni og þeir Pétur Rúðrik og Arngrímur Anton voru ekkert að tvínóna við hlutina, heldur unnu fyrstu fjóra leggi viðureignarinnar og sópuðu þar með Barein af sviðinu. Hér má sjá stundina þegar að Pétur Rúðrik tryggði Íslandi sigur gegn Barein í morgun en sjá má í klippunni hversu mikla ofurtrú liðsfélagi Péturs, Arngrímur Anton, hafði á sínum manni. Arngrímur var byrjaður að fagna áður en Pétur tryggði sigurinn: View this post on Instagram A post shared by Professional Darts Corporation (@officialpdc) Seinna í dag mætir íslenska liðið svo landsliði Tékklands. Tékkar fóru ekki eins auðveldlega í gegnum Barein er liðin mættust í opnunarleik riðilsins í gær og verður athyglisvert að sjá hvernig okkar menn taka á Tékkunum. Bein útsending frá seinni hluta keppnisdagsins á HM í pílukasti, þar sem sjá má viðureign Íslands og Tékklands, hefst klukkan fimm á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Það eru þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson sem mynda lið Íslands á mótinu og óhætt er að segja að þeir hafi fundið sig vel á stóra sviðinu í Frankfurt í morgun þegar að þeir léku sinn fyrsta leik í H-riðli gegn Barein. Vinna þurfti fjóra leggi til þess að tryggja sér sigur í viðureigninni og þeir Pétur Rúðrik og Arngrímur Anton voru ekkert að tvínóna við hlutina, heldur unnu fyrstu fjóra leggi viðureignarinnar og sópuðu þar með Barein af sviðinu. Hér má sjá stundina þegar að Pétur Rúðrik tryggði Íslandi sigur gegn Barein í morgun en sjá má í klippunni hversu mikla ofurtrú liðsfélagi Péturs, Arngrímur Anton, hafði á sínum manni. Arngrímur var byrjaður að fagna áður en Pétur tryggði sigurinn: View this post on Instagram A post shared by Professional Darts Corporation (@officialpdc) Seinna í dag mætir íslenska liðið svo landsliði Tékklands. Tékkar fóru ekki eins auðveldlega í gegnum Barein er liðin mættust í opnunarleik riðilsins í gær og verður athyglisvert að sjá hvernig okkar menn taka á Tékkunum. Bein útsending frá seinni hluta keppnisdagsins á HM í pílukasti, þar sem sjá má viðureign Íslands og Tékklands, hefst klukkan fimm á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira