Á að hundsa öll viðvörunarljós? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 11. júní 2024 10:30 „Botninum líklega ekki náð“ sagði höfundur nýrrar skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Tryggvi Hjaltason sem vann skýrsluna segir það hafa reynst erfitt þegar hann rýndi allar skólarannsóknir að allar báru þær að sama brunni. Engu hafi skipt hvaða rannsókn var skoðuð. Mælingin var alltaf slæm og síðasta mælingin var alltaf sú versta. Þessu sé ekki hægt að lýsa öðruvísi en sem hruni. Og botninum sennilega ekki náð. Þetta er ótrúleg lýsing og það er að sama skapi ótrúlegt hve lítil viðbrögð þessi alvarlega staða hefur vakið. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kveðst bjartsýnn á að ný skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu muni skila góðum árangri. Á hverju þessu bjartsýni byggir er hins vegar óljóst. Drengir verða af tækifærum Drengir í íslensku skólakerfi standa sig mun verr í námi en drengir í nágrannalöndum okkar. Brottfall drengja úr framhaldsskóla er mest hérlendis í samanburði við Vesturlönd og minnstar líkur á að drengir ljúki framhaldsnámi. Kennarar lýsa því að brottfall drengja sé meira hjá strákum en stelpum meðal annars vegna þess að þeir eiga erfiðara með að tjá sig. Þá skorti karlkyns fyrirmyndir við kennslu og fjölbreyttara námsefni. Skýrslan ber með sér að stjórnvöld hafa brugðist drengjum og ekki síður að stjórnvöld hafa brugðist kennurum. Miklar kröfur eru gerðar til kennara sem hafa hins vegar ekki fengið þann nauðsynlega stuðning í starfi sem þeir þurfa. Það er lýsandi fyrir stöðuna að brottfall nýrra kennara úr starfi er töluvert – sem speglar hversu erfitt starfsumhverfið er. Á þessu bera stjórnvöld auðvitað höfuðábyrgð. Geta ekki lesið sér til gagns Þessi nýjasta skýrsla dregur því miður fram sömu alvarlegu stöðu og síðasta PISA mæling, þar sem kom fram að 40% 15 ára barna geta ekki lesið sér til gagns. Þar eins og í öðrum samanburðargögnum skrapar Ísland botninn í alþjóðlegum samanburði. Lesskilningur er undirstaða tungumálsins okkar – og lélegur lesskilningur takmarkar getu barna til þátttöku í samfélaginu. Þetta háa hlutfall barna sem ekki getur lesið sér til gagns ætti að halda fyrir okkur vöku því þetta hlutfall sýnir að stór hópur barna situr eftir á Íslandi og verður af tækifærum. En þetta þarf auðvitað ekki að vera svona. Skólinn á að vera okkar besta jöfnunartæki, en til að þetta jöfnunartæki virki þarf að passa upp á að kennarar fái að gera það sem þeir gera best: að kenna. Í nýlegum heimsóknum þingflokks Viðreisnar í grunnskóla og framhaldsskóla fundum við þann kraft og mikla metnað sem einkennir kennara og starfsfólk skólanna. Kennarar eiga skilið að fá að verja kröftum sínum við að kenna við betri aðstæður. Kennarinn sem breytir lífi barns Við þekkjum flest kennara sem breyttu lífi okkar. Kennara sem ljómuðu af hugsjón fyrir starfinu. Þeir eiga skilið að um þessa alvarlegu stöðu sé rætt og að brugðist sé við með tafarlausum og markvissum aðgerðum í þágu skólanna. Þessir kennarar eiga skilið að stjórnvöld meti þá að verðleikum. Að brugðist sé við grafalvarlegum niðurstöðum sem allar eru á eina lund. Kennarinn á að fá rými til að vera kennari og rými til að halda áfram að breyta lífi barnsins til góðs og að stjórnvöld séu skýr um það markmið að skólarnir verði okkar besta jöfnunartæki. Setja þarf aukinn kraft í gerð námsefnis í íslenskum skólum. Víða í skólakerfinu er hópastærð eða bekkjastærð vandamál. Of mörg börn eru saman í kennslustund. Og auðvitað hefur áhrif að samræmdar mælingar skortir – þannig að skólastarf er eins og í blindflugi. Mælingar eru stuðningstæki og þær á ekki að hræðast. Það er kominn tími á að stjórnvöld og stjórnmálin axli sína ábyrgð í skólamálum. Það geta þau gert með því að veita skólunum þá athygli sem skólanir eiga skilið og með því að víkja sér ekki undan því að skapa skólunum umgjörð sem gerir fagfólki kleift að mæta eigin metnaði. Menntakerfið á að þjóna því hlutverki að auka tækifæri barna í samfélaginu. Og það er stjórnvalda að sjá til þess að skólarnir fái tækifæri til þess að gera það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
„Botninum líklega ekki náð“ sagði höfundur nýrrar skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Tryggvi Hjaltason sem vann skýrsluna segir það hafa reynst erfitt þegar hann rýndi allar skólarannsóknir að allar báru þær að sama brunni. Engu hafi skipt hvaða rannsókn var skoðuð. Mælingin var alltaf slæm og síðasta mælingin var alltaf sú versta. Þessu sé ekki hægt að lýsa öðruvísi en sem hruni. Og botninum sennilega ekki náð. Þetta er ótrúleg lýsing og það er að sama skapi ótrúlegt hve lítil viðbrögð þessi alvarlega staða hefur vakið. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kveðst bjartsýnn á að ný skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu muni skila góðum árangri. Á hverju þessu bjartsýni byggir er hins vegar óljóst. Drengir verða af tækifærum Drengir í íslensku skólakerfi standa sig mun verr í námi en drengir í nágrannalöndum okkar. Brottfall drengja úr framhaldsskóla er mest hérlendis í samanburði við Vesturlönd og minnstar líkur á að drengir ljúki framhaldsnámi. Kennarar lýsa því að brottfall drengja sé meira hjá strákum en stelpum meðal annars vegna þess að þeir eiga erfiðara með að tjá sig. Þá skorti karlkyns fyrirmyndir við kennslu og fjölbreyttara námsefni. Skýrslan ber með sér að stjórnvöld hafa brugðist drengjum og ekki síður að stjórnvöld hafa brugðist kennurum. Miklar kröfur eru gerðar til kennara sem hafa hins vegar ekki fengið þann nauðsynlega stuðning í starfi sem þeir þurfa. Það er lýsandi fyrir stöðuna að brottfall nýrra kennara úr starfi er töluvert – sem speglar hversu erfitt starfsumhverfið er. Á þessu bera stjórnvöld auðvitað höfuðábyrgð. Geta ekki lesið sér til gagns Þessi nýjasta skýrsla dregur því miður fram sömu alvarlegu stöðu og síðasta PISA mæling, þar sem kom fram að 40% 15 ára barna geta ekki lesið sér til gagns. Þar eins og í öðrum samanburðargögnum skrapar Ísland botninn í alþjóðlegum samanburði. Lesskilningur er undirstaða tungumálsins okkar – og lélegur lesskilningur takmarkar getu barna til þátttöku í samfélaginu. Þetta háa hlutfall barna sem ekki getur lesið sér til gagns ætti að halda fyrir okkur vöku því þetta hlutfall sýnir að stór hópur barna situr eftir á Íslandi og verður af tækifærum. En þetta þarf auðvitað ekki að vera svona. Skólinn á að vera okkar besta jöfnunartæki, en til að þetta jöfnunartæki virki þarf að passa upp á að kennarar fái að gera það sem þeir gera best: að kenna. Í nýlegum heimsóknum þingflokks Viðreisnar í grunnskóla og framhaldsskóla fundum við þann kraft og mikla metnað sem einkennir kennara og starfsfólk skólanna. Kennarar eiga skilið að fá að verja kröftum sínum við að kenna við betri aðstæður. Kennarinn sem breytir lífi barns Við þekkjum flest kennara sem breyttu lífi okkar. Kennara sem ljómuðu af hugsjón fyrir starfinu. Þeir eiga skilið að um þessa alvarlegu stöðu sé rætt og að brugðist sé við með tafarlausum og markvissum aðgerðum í þágu skólanna. Þessir kennarar eiga skilið að stjórnvöld meti þá að verðleikum. Að brugðist sé við grafalvarlegum niðurstöðum sem allar eru á eina lund. Kennarinn á að fá rými til að vera kennari og rými til að halda áfram að breyta lífi barnsins til góðs og að stjórnvöld séu skýr um það markmið að skólarnir verði okkar besta jöfnunartæki. Setja þarf aukinn kraft í gerð námsefnis í íslenskum skólum. Víða í skólakerfinu er hópastærð eða bekkjastærð vandamál. Of mörg börn eru saman í kennslustund. Og auðvitað hefur áhrif að samræmdar mælingar skortir – þannig að skólastarf er eins og í blindflugi. Mælingar eru stuðningstæki og þær á ekki að hræðast. Það er kominn tími á að stjórnvöld og stjórnmálin axli sína ábyrgð í skólamálum. Það geta þau gert með því að veita skólunum þá athygli sem skólanir eiga skilið og með því að víkja sér ekki undan því að skapa skólunum umgjörð sem gerir fagfólki kleift að mæta eigin metnaði. Menntakerfið á að þjóna því hlutverki að auka tækifæri barna í samfélaginu. Og það er stjórnvalda að sjá til þess að skólarnir fái tækifæri til þess að gera það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun