„Þeir bara börðu okkur út úr þessu“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 23. maí 2024 22:17 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Pawel Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal til Andra Más eftir stórt tap gegn Valsmönnum í kvöld en hann sagði sína menn hafa orðið undir í baráttu og ákefð að þessu sinni. „Svona í fljótu bragði þá bara erum við í vandræðum með að skora boltanum, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann. Svo finnst mér Valsararnir bara vera miklu miklu grimmari en við í öllu sem þeir eru að gera. Það vantar alla orku og vilja í okkar leik.“ „Við hittum illa og eigum í vandræðum með að skora en við eigum í erfiðleikum með að halda okkur í „mómentinu“. Skotin bara koma og fara en við getum alltaf lagt á okkur og sett eitthvað framlag og sett einhvern kraft í það sem við erum að gera en það var bara langt frá því að vera þannig og því fór sem fór.“ Jóhanni fannst sínir menn brotna full snemma við mótlæti í kvöld. „Valsararnir eiga bara fyrsta höggið, annað og þriðja og við bara gefumst upp. Hvað útskýrir það, ég er svo sem ekki með það á hreinu. En þetta er bara einn leikur. Við vorum flengdir hér í kvöld. Nú er bara okkar að setja hausinn upp og mæta klárir á sunnudaginn og taka þann leik.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 37-37, og var Jóhann nokkuð ánægður með leikinn fram að þeim tímapunkti og fannst í raun aðeins vanta herslumuninn, en hann kom aldrei heldur þvert á móti. „Mér leið mjög vel með þetta í hálfleik. Okkur vantaði eitthvað smá bara í viðbót, eitt tvö stopp. Bara að setja skotinn þegar þeir klukka teiginn svona. Þá hefðum við komist á skrið og mögulega verið eitthvað aðeins yfir í hálfleik en það var ekki þannig. Við ræddum þetta í hálfleik að fyrstu fimm mínúturnar væru það sem skiptu máli. Þeir bara börðu okkur út úr þessu, það vantaði allan kraft í okkur.“ Jóhann tók leikhlé í þriðja leikhluta þar sem hann lét sína menn heyra það en virtist ekki ná að koma skilaboðum sínum áleiðis. „X og O og allt það skiptir máli þegar það er komið svona langt í þessu. Þegar leikmenn eru ekki, einfalt dæmi, við mætum hérna með ákveðið plan varnarlega og við gefum því aldrei séns. Fyrir þjálfarann er það mjög svekkjandi, þeir gefa mér ekki einu sinni séns á að líta illa út. Það er fúlt“ DeAndre Kane átti hræðilegan leik í kvöld, hauskúpuleik eins og Andri orðaði það, en Jóhann hafði ekki miklar áhyggjur af því upp á framtíðina að gera. „Þeir náttúrulega settu Kristó á hann og allt það. Svona er þetta bara, hann hitti illa. Átti hauskúpuleik og allt það, ekkert sem ég hef áhyggjur af, alls ekki.“ „Planið okkar er þannig að við þurfum að hreyfa boltann sóknarlega. Hann hefur náttúrulega gert mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum. Var ekki góður í kvöld. Á móti kemur er Dedrick alveg í takti lungan úr leiknum. Við getum alveg staðið hérna og rætt þetta í allt kvöld en hundurinn liggur grafinn þar að við erum undir í öllu sem heitir baráttu og „effort“ og allt það og því fór sem fór.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
„Svona í fljótu bragði þá bara erum við í vandræðum með að skora boltanum, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann. Svo finnst mér Valsararnir bara vera miklu miklu grimmari en við í öllu sem þeir eru að gera. Það vantar alla orku og vilja í okkar leik.“ „Við hittum illa og eigum í vandræðum með að skora en við eigum í erfiðleikum með að halda okkur í „mómentinu“. Skotin bara koma og fara en við getum alltaf lagt á okkur og sett eitthvað framlag og sett einhvern kraft í það sem við erum að gera en það var bara langt frá því að vera þannig og því fór sem fór.“ Jóhanni fannst sínir menn brotna full snemma við mótlæti í kvöld. „Valsararnir eiga bara fyrsta höggið, annað og þriðja og við bara gefumst upp. Hvað útskýrir það, ég er svo sem ekki með það á hreinu. En þetta er bara einn leikur. Við vorum flengdir hér í kvöld. Nú er bara okkar að setja hausinn upp og mæta klárir á sunnudaginn og taka þann leik.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 37-37, og var Jóhann nokkuð ánægður með leikinn fram að þeim tímapunkti og fannst í raun aðeins vanta herslumuninn, en hann kom aldrei heldur þvert á móti. „Mér leið mjög vel með þetta í hálfleik. Okkur vantaði eitthvað smá bara í viðbót, eitt tvö stopp. Bara að setja skotinn þegar þeir klukka teiginn svona. Þá hefðum við komist á skrið og mögulega verið eitthvað aðeins yfir í hálfleik en það var ekki þannig. Við ræddum þetta í hálfleik að fyrstu fimm mínúturnar væru það sem skiptu máli. Þeir bara börðu okkur út úr þessu, það vantaði allan kraft í okkur.“ Jóhann tók leikhlé í þriðja leikhluta þar sem hann lét sína menn heyra það en virtist ekki ná að koma skilaboðum sínum áleiðis. „X og O og allt það skiptir máli þegar það er komið svona langt í þessu. Þegar leikmenn eru ekki, einfalt dæmi, við mætum hérna með ákveðið plan varnarlega og við gefum því aldrei séns. Fyrir þjálfarann er það mjög svekkjandi, þeir gefa mér ekki einu sinni séns á að líta illa út. Það er fúlt“ DeAndre Kane átti hræðilegan leik í kvöld, hauskúpuleik eins og Andri orðaði það, en Jóhann hafði ekki miklar áhyggjur af því upp á framtíðina að gera. „Þeir náttúrulega settu Kristó á hann og allt það. Svona er þetta bara, hann hitti illa. Átti hauskúpuleik og allt það, ekkert sem ég hef áhyggjur af, alls ekki.“ „Planið okkar er þannig að við þurfum að hreyfa boltann sóknarlega. Hann hefur náttúrulega gert mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum. Var ekki góður í kvöld. Á móti kemur er Dedrick alveg í takti lungan úr leiknum. Við getum alveg staðið hérna og rætt þetta í allt kvöld en hundurinn liggur grafinn þar að við erum undir í öllu sem heitir baráttu og „effort“ og allt það og því fór sem fór.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti