Handbolti

Mynda­syrpa: FH jafnaði metin með minnsta mun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mynd segir meira en 1000 orð.
Mynd segir meira en 1000 orð. Vísir/Anton Brink

FH hefur jafnað metin gegn Aftureldingu í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Tæpara mátti það vart vera en FH vann eins marks sigur í Mosfellsbæ í kvöld. 

Staðan í einvíginu er 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Ljósmyndari Vísis var á staðnum og tók myndir sem sjá má hér að neðan.

Þorsteinn Leó Gunnarsson lætur vaða. Hann skoraði 7 mörk í leiknum.Vísir/Anton Brink
Mosfellingurinn Dóri DNA skemmti gestum og gangandi. Hann hefur verið heldur ósáttur með niðurstöðu leiksins.Vísir/Anton Brink
Aron Pálmarsson átti fínan leik, skoraði 6 mörk og gaf 4 stoðsendingar.Vísir/Anton Brink
Daníel Freyr Andrésson varði 10 skot í marki FH.Vísir/Anton Brink
Einar Bragi Aðalsteinsson allt annað en sáttur með varnarleik Aftureldingar.Vísir/Anton Brink
Jovan Kukobat hvumsa. Hann varði 12 skot í marki Aftureldingar.Vísir/Anton Brink
Gunnar Magnússon skelfingu lostinn.Vísir/Anton Brink
Sigursteinn Arndal að benda en á hvað veit enginn. Mögulega þarf að þrífa gólfið, mögulega er fjársjóðurinn falinn þarna, hver veit.Vísir/Anton Brink
Birgir Már Birgisson og Jóhannes Berg Andrason sáttir.Vísir/Anton Brink
FH-ingar fagan sigri kvöldsins.Vísir/Anton Brink

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×