Almenn kvíðaröskun: léttvægt vandamál eða áhyggjuefni? Sævar Már Gústavsson skrifar 15. maí 2024 08:32 Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar. Staðreyndin er hins vegar sú að helmingur fólks sem hefur einkenni sem falla undir geðgreininguna almenn kvíðaröskun (e. generalised anxiety disorder) upplifir alvarlega virkniskerðingu. Sem sagt þá hefur almenn kvíðaröskun umtalsverð áhrif á getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Því er af og frá að um sé að ræða léttvægt vandamál. Helstu einkenni almennrar kvíðaröskunar eru þrálátar og ágengar áhyggjur um það sem skiptir viðkomandi máli líkt og fjármál, frammistaða í vinnu/skóla, eigin heilsa sem og annarra, öryggi ástvina o.fl. Þetta eru þau viðfangsefni sem við öll höfum áhyggjur af en það sem einkennir áhyggjur í almennri kvíðaröskun er hversu ágengar og tíðar þær eru. Áhyggjunum fylgja iðulega ýmis þrálát líkamleg einkenni t.d. vöðvabólga. Líkt og aðrar kvíðaraskanir er almenn kvíðaröskun krónískt vandamál og ólíklegt er að fólk hljóti bata án viðeigandi meðferðar. Þrátt fyrir að vandinn sé algengur þá fáir með almenna kvíðaröskun viðeigandi greiningu og meðferð. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að flestir sem leita sér aðstoðar á heilsugæslu vegna tilfinningavanda eru með almenna kvíðaröskun. Ein skýring á því hvers vegna fólk með almenna kvíðaröskun fær sjaldan viðeigandi greiningu og meðferð er að margir með vandann leita sér ekki aðstoðar vegna áhyggna og kvíða, heldur frekar vegna þrálátra líkamlegra einkenna líkt og vöðvabólgu, höfuðverks, meltingatruflana, svefntruflana eða áhyggna af líkamlegri heilsu. Auk þess er það oft svo að fólk með þennan vanda þekkir lífið ekki án kvíða og áhyggja og er því ekkert að nefna það sérstaklega. Svona hefur þetta bara alltaf verið og ekkert við því að gera. Fólk með almenna kvíðaröskun lýsir sér oft með eftirfarandi hætti: „Ég hef alltaf verið meðvirk“; „ég verð að gera allt fullkomnlega“; „ég verð alltaf að vita hvað er í gangi“; „ég höndla ekki að vera ekki með stjórn á hlutunum“; „ég er alltaf á nálum – alltaf tilbúin“. Einnig greinir fólk frá því að það upplifi sterka ábyrgðartilfinningu. Þeim finnst það þurfa að gera allt fyrir alla og er með stöðugt samviskubit yfir því að hafa mögulega yfirsést eitthvað. Þetta gerir það að verkum að fólk á erfitt með að vera til staðar hér og nú. Hugurinn er alltaf að leita að einhverju sem gæti klikkað eða farið úrskeiðis og hvernig hægt sé að bregðast við ef illa fer. Áhyggjurnar eru til staðar stóran hluta dags, erfitt er að slíta sig frá þeim og streitukerfi líkamans er sífellt í gangi. Til lengri tíma ýfir það upp líkamleg einkenni og getur á endanum leitt til örmögnunar. Klínískar leiðbeiningar (http://www.landspitali.is/umlandspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2016/03/29/Kliniskar-leidbeiningar-um-almenna-kvidroskun-og-skelfingarkvida/) mæla með hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem fyrsta meðferðarúrræði við almennri kvíðaröskun. Mikilvægt er að sá aðili sem veitir hugræna atferlismeðferð við almennri kvíðaröskun sé sérstaklega þjálfaður í aðferðum meðferðarinnar og hafi góðan skilning og reynslu af vandanum. Hér skal getið að hugræn atferlismeðferð snýst ekki um að hugsa „jákvætt“ eða „rétt“. Fremur gengur meðferðin út á samstarf tveggja sérfræðinga, skjólstæðingsins og sálfræðingsins, sem vinna saman að því að kortleggja kvíðavandann, koma sér saman um sameiginlegan skilning á vandanum og finna nýjar leiðir til að takast á við kvíðann og áhyggjurnar. Markmiðið í meðferð við almennri kvíðaröskun er ekki að útrýma áhyggjum eða kvíða – algjört áhyggjuleysi er ekki líklegt til árangurs. Fremur að finna nýjar leiðir til að takast á við öll þau vandamál sem lífið hefur upp á að bjóða án þess að áhyggjurnar fari að lifa sjálfstæðu lífi og fari að skemma út frá sér. Höfundur er sálfræðingur á Samskiptastöðinni og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar. Staðreyndin er hins vegar sú að helmingur fólks sem hefur einkenni sem falla undir geðgreininguna almenn kvíðaröskun (e. generalised anxiety disorder) upplifir alvarlega virkniskerðingu. Sem sagt þá hefur almenn kvíðaröskun umtalsverð áhrif á getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Því er af og frá að um sé að ræða léttvægt vandamál. Helstu einkenni almennrar kvíðaröskunar eru þrálátar og ágengar áhyggjur um það sem skiptir viðkomandi máli líkt og fjármál, frammistaða í vinnu/skóla, eigin heilsa sem og annarra, öryggi ástvina o.fl. Þetta eru þau viðfangsefni sem við öll höfum áhyggjur af en það sem einkennir áhyggjur í almennri kvíðaröskun er hversu ágengar og tíðar þær eru. Áhyggjunum fylgja iðulega ýmis þrálát líkamleg einkenni t.d. vöðvabólga. Líkt og aðrar kvíðaraskanir er almenn kvíðaröskun krónískt vandamál og ólíklegt er að fólk hljóti bata án viðeigandi meðferðar. Þrátt fyrir að vandinn sé algengur þá fáir með almenna kvíðaröskun viðeigandi greiningu og meðferð. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að flestir sem leita sér aðstoðar á heilsugæslu vegna tilfinningavanda eru með almenna kvíðaröskun. Ein skýring á því hvers vegna fólk með almenna kvíðaröskun fær sjaldan viðeigandi greiningu og meðferð er að margir með vandann leita sér ekki aðstoðar vegna áhyggna og kvíða, heldur frekar vegna þrálátra líkamlegra einkenna líkt og vöðvabólgu, höfuðverks, meltingatruflana, svefntruflana eða áhyggna af líkamlegri heilsu. Auk þess er það oft svo að fólk með þennan vanda þekkir lífið ekki án kvíða og áhyggja og er því ekkert að nefna það sérstaklega. Svona hefur þetta bara alltaf verið og ekkert við því að gera. Fólk með almenna kvíðaröskun lýsir sér oft með eftirfarandi hætti: „Ég hef alltaf verið meðvirk“; „ég verð að gera allt fullkomnlega“; „ég verð alltaf að vita hvað er í gangi“; „ég höndla ekki að vera ekki með stjórn á hlutunum“; „ég er alltaf á nálum – alltaf tilbúin“. Einnig greinir fólk frá því að það upplifi sterka ábyrgðartilfinningu. Þeim finnst það þurfa að gera allt fyrir alla og er með stöðugt samviskubit yfir því að hafa mögulega yfirsést eitthvað. Þetta gerir það að verkum að fólk á erfitt með að vera til staðar hér og nú. Hugurinn er alltaf að leita að einhverju sem gæti klikkað eða farið úrskeiðis og hvernig hægt sé að bregðast við ef illa fer. Áhyggjurnar eru til staðar stóran hluta dags, erfitt er að slíta sig frá þeim og streitukerfi líkamans er sífellt í gangi. Til lengri tíma ýfir það upp líkamleg einkenni og getur á endanum leitt til örmögnunar. Klínískar leiðbeiningar (http://www.landspitali.is/umlandspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2016/03/29/Kliniskar-leidbeiningar-um-almenna-kvidroskun-og-skelfingarkvida/) mæla með hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem fyrsta meðferðarúrræði við almennri kvíðaröskun. Mikilvægt er að sá aðili sem veitir hugræna atferlismeðferð við almennri kvíðaröskun sé sérstaklega þjálfaður í aðferðum meðferðarinnar og hafi góðan skilning og reynslu af vandanum. Hér skal getið að hugræn atferlismeðferð snýst ekki um að hugsa „jákvætt“ eða „rétt“. Fremur gengur meðferðin út á samstarf tveggja sérfræðinga, skjólstæðingsins og sálfræðingsins, sem vinna saman að því að kortleggja kvíðavandann, koma sér saman um sameiginlegan skilning á vandanum og finna nýjar leiðir til að takast á við kvíðann og áhyggjurnar. Markmiðið í meðferð við almennri kvíðaröskun er ekki að útrýma áhyggjum eða kvíða – algjört áhyggjuleysi er ekki líklegt til árangurs. Fremur að finna nýjar leiðir til að takast á við öll þau vandamál sem lífið hefur upp á að bjóða án þess að áhyggjurnar fari að lifa sjálfstæðu lífi og fari að skemma út frá sér. Höfundur er sálfræðingur á Samskiptastöðinni og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun