Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Keflavík 96-71 | Gulklæddir flengdu Keflvíkinga Siggeir Ævarsson skrifar 8. maí 2024 18:31 Julio De Asisse tróð boltanum ítrekað í kvöld, uppskar eina tæknivillu að launum en kveikti í stúkunni og endaði stigahæstur Grindvíkinga með 20 stig. Vísir/Vilhelm Grindavík fékk Keflavík í heimsókn í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla. Gestirnir jöfnuðu einvígið í dramatískum leik í Keflavík en voru eins og skugginn af sjálfum sér í kvöld. Leikurinn byrjaði með nettri skotsýningu þar sem bæði lið voru að hitta vel. Grindvíkingar náðu að byggja upp örlítið forskot en Keflvíkingar, með varamanninn Halldór Garðar í broddi fylkingar, komu sterkir til baka og jöfnuðu leikinn í 19-19. Heimamenn leiddu þó með tveimur stigum í lok leikhlutans, 21-19. Grindvíkingar náðu að kveikja í netinu í öðrum leikhluta og létu sex þristum rigna meðan að Keflvíkingar náðu varla að skora körfu í opnum leik, settu aðeins þrjár körfur utan af velli. Munurinn fór í 16 stig þegar mest var en Grindvíkingar voru einnig að brjóta mikið svo að gestirnir héldu sér inni í leiknum á línunni. Staðan 47-35 í hálfleik. Heimamenn náðu að bæta aðeins í í þriðja leikhluta þrátt fyrir að sanka að sér tæknivillum fyrir ýmsar sakir. DeAndre Kane þurfti að tylla sér á bekkinn þegar hann fékk sína fjórðu villu en það virtist bara kveikja í Grindvíkingum frekar en hitt, staðan 77-62 og Keflvíkingar í þann mund að lenda í brattri brekku. Ef Keflvíkingar héldu að þeir ættu áhlaup inni þá var það misskilingur. Grindavík byrjaði leikhlutann 17-0 og fyrsta karfa Keflavíkur kom ekki fyrr en rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum og hann orðinn drengjaflokksleikur. Gríðarlega öruggur sigur hjá Grindavík í kvöld sem geta þá klárað einvígið í Blue höllinni á sunnudaginn. Atvik leiksins Í byrjun þriðja leikhluta ætlaði allt að sjóða upp úr inni á vellinum. Algjör upplausn varð eftir að Ólafur Ólafsson braut af sér en Arnór Tristan Helgason las Halldóri Garðari pistilinn og sakaði hann um að vera vælukjói með látbragði. DeAndre Kane uppskar svo tæknivillu fyrir sín afskipti af málinu. Þarna hefði leikurinn auðveldlega getað farið í skrúfuna enda mikill hiti í mönnum en þeir róuðu sig á endanum, þrátt fyrir að vera miklar tilfinningaverur sumir hverjir. Stjörnur og skúrkar Allar helstu stjörnur Grindavíkur skinu skært í kvöld en ekki munaði minna um frammistöðu svokallaðari minni spámanna. Kristófer Breki með þrjá mikilvæga þrista og þá átti Julio De Assis frábæra innkomu af bekknum. Hann tróð boltanum ítrekað með tilþrifum og kveikti í stúkunni í hvert sinn. Kappinn endaði stigahæstur með 20 stig og bætti við sjö fráköstum. Þá var Dedrick Basile einnig sjóðheitur með fjóra þrista í átta skotum, 18 stig frá honum, sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Daniel Mortensen fór hamförum í fyrri hálfleik og virtist varla geta klikkað. Skoraði 15 stig í fyrri en lét sér nægja tvö í þeim seinni. Hjá Keflvíkingum var Jaka Brodnik sá eini með lífsmarki sóknarmegin og skoraði 19 stig. Aðrir leikmenn liðsins þurfa aðeins að hugsa sinn gang fyrir næsta leik. Dómarar Dómarar kvöldsins voru Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson. Þetta er ekki auðvelt einvígi að dæma og mikill hiti en þeir félagar höndluðu hitann ágætlega. Það vekur þó athygli að eftir þrjá leikhluta voru Grindvíkingar aðeins búnir að taka sex víti en Keflvíkingar 25, ófá þeirra eftir tæknivillur. Þessi tölfræði sýnir þó kannski best hversu fastir fyrir Grindvíkingar voru varnarlega, frekar en hallað hafi á þá. Stemming og umgjörð Sturluð stemming í Smáranum í kvöld og nánast uppselt, örfá sæti laus. Fanzone á bílastæðinu fyrir leik þar sem hver einasti hamborgari seldist og allir vel gíraðir en enginn með dólg. Ljósa „show“ og læti fyrir leik. Allt upp á tíu hjá Grindvíkingum í umgjörðinni. Stemmingin í stúkunni var nokkuð rólegri en í síðasta leik en stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra. Voru þó klárlega ekki jafn yfirgíraðir og undanfarið, sem er kannski bara fyrir bestu. Viðtöl De Assis: „Við vitum hvernig á að sigra Keflavík“ Julio De Assis fór á kostum í liði Grindavíku í kvöld. Hann sagði að tapið í síðasta leik hefði verið sparkið sem Grindavík þurfti til að koma sér aftur í takt, sem hafði verið týndur í nokkra leiki að hans mati. „Það var sárt tap. Við misstum aðeins taktinn að mínu mati eftir leik tvö gegn Tindastóli og þurftum að finna hann aftur. Síðasta leikur var ákveðin vakning fyrir okkur og við nýttum okkur það til að laga okkar leik. Æfðum betur og settum meiri áherslu á smáatriðin.“ „Við vitum hvernig á að sigra Keflavík. Við gerðum það í deildinni. Við þurftum bara að leita í grunninn. Einbeita okkur að smáatriðunum og við náðum góðri frammistöðu í kvöld. Ég er virkilega stoltur af liðinu.“ Varnarleikur Grindavíkur var til fyrirmyndar í kvöld og var Julio sáttur með samspil varnar og sóknar. „Við erum frábærir í sókn en stundum vantar okkur aðeins upp á varnarmegin. Þegar við læsum vörninni þá smitast orkan þaðan yfir í sóknina og það er það sem gerist í dag.“ Aðspurður um eigin frammistöðu þakkaði Julio liðsfélögum sínum fyrir að standa þétt við bakið á sér en hann skoraði meira í kvöld en í hinum tveimur leikjunum samanlagt. „Mér hefur ekki gengið nógu vel í síðustu leikjum. Ekki fundið taktinn og verið að klikka á opnum skotum. Ég held að það hafi verið skrifað í skýin að ég kæmi til baka í kvöld og spilaði eins og ég á að mér að vera. Það var kominn tími á þetta og ég er sérstaklega þakklátur samherjum mínum sem hafa bakkað mig upp allan tímann. Þessi frammistaða er þeim að þakka.“ Keflvíkingar skildu Julio oft eftir galopinn fyrir utan. Hann sagðist svo sannarlega hafa tekið því persónulega. „Auðvitað! Ég er 40 prósent skytta fyrir utan og ég skil ekki af hverju þeir gera þetta. Ég mana öll lið til að gefa mér skotið, mér líður mjög vel fyrir utan. Ef þeir gefa mér skotin þá tek ég þau.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF
Grindavík fékk Keflavík í heimsókn í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla. Gestirnir jöfnuðu einvígið í dramatískum leik í Keflavík en voru eins og skugginn af sjálfum sér í kvöld. Leikurinn byrjaði með nettri skotsýningu þar sem bæði lið voru að hitta vel. Grindvíkingar náðu að byggja upp örlítið forskot en Keflvíkingar, með varamanninn Halldór Garðar í broddi fylkingar, komu sterkir til baka og jöfnuðu leikinn í 19-19. Heimamenn leiddu þó með tveimur stigum í lok leikhlutans, 21-19. Grindvíkingar náðu að kveikja í netinu í öðrum leikhluta og létu sex þristum rigna meðan að Keflvíkingar náðu varla að skora körfu í opnum leik, settu aðeins þrjár körfur utan af velli. Munurinn fór í 16 stig þegar mest var en Grindvíkingar voru einnig að brjóta mikið svo að gestirnir héldu sér inni í leiknum á línunni. Staðan 47-35 í hálfleik. Heimamenn náðu að bæta aðeins í í þriðja leikhluta þrátt fyrir að sanka að sér tæknivillum fyrir ýmsar sakir. DeAndre Kane þurfti að tylla sér á bekkinn þegar hann fékk sína fjórðu villu en það virtist bara kveikja í Grindvíkingum frekar en hitt, staðan 77-62 og Keflvíkingar í þann mund að lenda í brattri brekku. Ef Keflvíkingar héldu að þeir ættu áhlaup inni þá var það misskilingur. Grindavík byrjaði leikhlutann 17-0 og fyrsta karfa Keflavíkur kom ekki fyrr en rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum og hann orðinn drengjaflokksleikur. Gríðarlega öruggur sigur hjá Grindavík í kvöld sem geta þá klárað einvígið í Blue höllinni á sunnudaginn. Atvik leiksins Í byrjun þriðja leikhluta ætlaði allt að sjóða upp úr inni á vellinum. Algjör upplausn varð eftir að Ólafur Ólafsson braut af sér en Arnór Tristan Helgason las Halldóri Garðari pistilinn og sakaði hann um að vera vælukjói með látbragði. DeAndre Kane uppskar svo tæknivillu fyrir sín afskipti af málinu. Þarna hefði leikurinn auðveldlega getað farið í skrúfuna enda mikill hiti í mönnum en þeir róuðu sig á endanum, þrátt fyrir að vera miklar tilfinningaverur sumir hverjir. Stjörnur og skúrkar Allar helstu stjörnur Grindavíkur skinu skært í kvöld en ekki munaði minna um frammistöðu svokallaðari minni spámanna. Kristófer Breki með þrjá mikilvæga þrista og þá átti Julio De Assis frábæra innkomu af bekknum. Hann tróð boltanum ítrekað með tilþrifum og kveikti í stúkunni í hvert sinn. Kappinn endaði stigahæstur með 20 stig og bætti við sjö fráköstum. Þá var Dedrick Basile einnig sjóðheitur með fjóra þrista í átta skotum, 18 stig frá honum, sjö fráköst og sjö stoðsendingar. Daniel Mortensen fór hamförum í fyrri hálfleik og virtist varla geta klikkað. Skoraði 15 stig í fyrri en lét sér nægja tvö í þeim seinni. Hjá Keflvíkingum var Jaka Brodnik sá eini með lífsmarki sóknarmegin og skoraði 19 stig. Aðrir leikmenn liðsins þurfa aðeins að hugsa sinn gang fyrir næsta leik. Dómarar Dómarar kvöldsins voru Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson. Þetta er ekki auðvelt einvígi að dæma og mikill hiti en þeir félagar höndluðu hitann ágætlega. Það vekur þó athygli að eftir þrjá leikhluta voru Grindvíkingar aðeins búnir að taka sex víti en Keflvíkingar 25, ófá þeirra eftir tæknivillur. Þessi tölfræði sýnir þó kannski best hversu fastir fyrir Grindvíkingar voru varnarlega, frekar en hallað hafi á þá. Stemming og umgjörð Sturluð stemming í Smáranum í kvöld og nánast uppselt, örfá sæti laus. Fanzone á bílastæðinu fyrir leik þar sem hver einasti hamborgari seldist og allir vel gíraðir en enginn með dólg. Ljósa „show“ og læti fyrir leik. Allt upp á tíu hjá Grindvíkingum í umgjörðinni. Stemmingin í stúkunni var nokkuð rólegri en í síðasta leik en stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra. Voru þó klárlega ekki jafn yfirgíraðir og undanfarið, sem er kannski bara fyrir bestu. Viðtöl De Assis: „Við vitum hvernig á að sigra Keflavík“ Julio De Assis fór á kostum í liði Grindavíku í kvöld. Hann sagði að tapið í síðasta leik hefði verið sparkið sem Grindavík þurfti til að koma sér aftur í takt, sem hafði verið týndur í nokkra leiki að hans mati. „Það var sárt tap. Við misstum aðeins taktinn að mínu mati eftir leik tvö gegn Tindastóli og þurftum að finna hann aftur. Síðasta leikur var ákveðin vakning fyrir okkur og við nýttum okkur það til að laga okkar leik. Æfðum betur og settum meiri áherslu á smáatriðin.“ „Við vitum hvernig á að sigra Keflavík. Við gerðum það í deildinni. Við þurftum bara að leita í grunninn. Einbeita okkur að smáatriðunum og við náðum góðri frammistöðu í kvöld. Ég er virkilega stoltur af liðinu.“ Varnarleikur Grindavíkur var til fyrirmyndar í kvöld og var Julio sáttur með samspil varnar og sóknar. „Við erum frábærir í sókn en stundum vantar okkur aðeins upp á varnarmegin. Þegar við læsum vörninni þá smitast orkan þaðan yfir í sóknina og það er það sem gerist í dag.“ Aðspurður um eigin frammistöðu þakkaði Julio liðsfélögum sínum fyrir að standa þétt við bakið á sér en hann skoraði meira í kvöld en í hinum tveimur leikjunum samanlagt. „Mér hefur ekki gengið nógu vel í síðustu leikjum. Ekki fundið taktinn og verið að klikka á opnum skotum. Ég held að það hafi verið skrifað í skýin að ég kæmi til baka í kvöld og spilaði eins og ég á að mér að vera. Það var kominn tími á þetta og ég er sérstaklega þakklátur samherjum mínum sem hafa bakkað mig upp allan tímann. Þessi frammistaða er þeim að þakka.“ Keflvíkingar skildu Julio oft eftir galopinn fyrir utan. Hann sagðist svo sannarlega hafa tekið því persónulega. „Auðvitað! Ég er 40 prósent skytta fyrir utan og ég skil ekki af hverju þeir gera þetta. Ég mana öll lið til að gefa mér skotið, mér líður mjög vel fyrir utan. Ef þeir gefa mér skotin þá tek ég þau.“
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Körfubolti