Samþykktu tillögu Sjálfstæðisflokksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. maí 2024 18:36 Reykjavíkurborg hefur falið innri endurskoðun að gera úttekt á samning um fækkun bensínstöðva Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir „jafnframt verði samningar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva sem samþykktir voru á fundi borgarráðs teknir til skoðunar. Meðal annars verði kannað hvort málefnaleg sjónarmið hafi legið til grundvallar samningunum og hvort bestu hagsmunir borgarinnar hafi verið nægjanlega tryggðir við samningsgerðina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram í borgarráði 2. maí síðastliðinn. Þetta kemur í kjölfar innslags fréttakonunnar Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um samninga sem Reykjavíkurborg gerði við olíufélögin árið 2021, sem birtist í Kastljósi á RÚV í gær. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum frá því að María Sigrún var látin fara úr fréttaskýringarþættinum Kveik, þar sem innslagið átti upphaflega að birtast. Þá sendi skrifstofa borgarstjóra og borgarritara frá sér athugasemdir sem sögðu að „alvarlegar staðreyndavillur“ væru í umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga við olíufélög. Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss svaraði og sagðist engar staðreyndavillur sjá í þættinum. Allar upplýsingarnar hefðu verið teknar beint úr tilkynningu á vef borgarinnar. Reykjavík Bensín og olía Ríkisútvarpið Borgarstjórn Jarða- og lóðamál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Skítkastið var ógeðslegt“ Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær. 7. maí 2024 11:22 María Sigrún látin fara úr Kveik Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar. 26. apríl 2024 12:04 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir „jafnframt verði samningar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva sem samþykktir voru á fundi borgarráðs teknir til skoðunar. Meðal annars verði kannað hvort málefnaleg sjónarmið hafi legið til grundvallar samningunum og hvort bestu hagsmunir borgarinnar hafi verið nægjanlega tryggðir við samningsgerðina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram í borgarráði 2. maí síðastliðinn. Þetta kemur í kjölfar innslags fréttakonunnar Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um samninga sem Reykjavíkurborg gerði við olíufélögin árið 2021, sem birtist í Kastljósi á RÚV í gær. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum frá því að María Sigrún var látin fara úr fréttaskýringarþættinum Kveik, þar sem innslagið átti upphaflega að birtast. Þá sendi skrifstofa borgarstjóra og borgarritara frá sér athugasemdir sem sögðu að „alvarlegar staðreyndavillur“ væru í umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga við olíufélög. Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss svaraði og sagðist engar staðreyndavillur sjá í þættinum. Allar upplýsingarnar hefðu verið teknar beint úr tilkynningu á vef borgarinnar.
Reykjavík Bensín og olía Ríkisútvarpið Borgarstjórn Jarða- og lóðamál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Skítkastið var ógeðslegt“ Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær. 7. maí 2024 11:22 María Sigrún látin fara úr Kveik Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar. 26. apríl 2024 12:04 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira
„Skítkastið var ógeðslegt“ Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær. 7. maí 2024 11:22
María Sigrún látin fara úr Kveik Krafta Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns er ekki lengur óskað í fréttaskýringarþættinum Kveik. Innslag sem hún var með í undirbúningi og vænti að sýnt yrði á þriðjudaginn var ekki þar. 26. apríl 2024 12:04