Þjálfari Luka og Kyrie framlengir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2024 20:16 Jason Kidd og Luka Dončić. on Jenkins/Getty Images Jason Kidd hefur skrifað undir margra ára framlengingu á samningi sínum við NBA-liðið Dallas Mavericks. Lærisveinar Kidd mæta Oklahoma City Thunder í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturhluta deildarinnar á miðvikudaginn kemur. Hinn 51 árs gamli Kidd spilaði með Dallas frá 1994 til 1996 og aftur frá 2008 til 2012. Þá spilaði hann með Phoenix Suns, New Jersey Nets og New York Knicks á ferli sínum sem spannaði frá 1994 til 2013. Eftir að skórnir fóru upp í hillu sneri hann sér strax að þjálfun. Tímabilið 2013-14 stýrði hann Brooklyn Nets. Frá 2014 til 2018 var hann þjálfari Milwaukee Bucks og frá 2019 til 2021 var hann aðstoðarþjálfari Los Angeles Lakers. Hann tók svo við Dallas Mavericks 2021 og er þar enn. Samningur hans átti að renna út eftir næstu leiktíð en nú hefur The Athletic greint frá því að hann hafi skrifað undir „margra ára framlengingu.“ Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Jason Kidd had been “hopeful” he would receive an extension, The Athletic’s @sam_amick reported in late March.Now, he has it.https://t.co/wfogb4mE04— The Athletic (@TheAthletic) May 6, 2024 Undir stjórn Kidd komst Dallas í úrslit Vesturhluta NBA-deildarinnar vorið 2022 þar sem liðið mátti þola tap gegn verðandi meisturum í Golden State Warriors. Síðasta leiktíð var hörmung frá byrjun til enda og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Það gerði liðið hins vegar í ár og er nú komið í undanúrslit eftir að leggja Los Angeles Clippers að velli í sex leikjum. „Starf mitt er að gera þessa ungu menn betri, innan vallar sem utan. Ég tel mig hafa gert það. Í því felst vinnan mín. Þú sérð að liðið mitt fríkar ekki út þegar það tapar einum leik,“ sagði Kidd eftir æfingu Dallas á sunnudaginn var. Tvær skærustu stjörnur Dallas eru tvær af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar; Luka Dončić og Kyrie Irving. Þeir þurfa að standa sig á báðum endum vallarins ætli Dallas sér í gegnum OKC sem stóð uppi sem sigurvegari Vesturdeildar NBA. Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Kidd spilaði með Dallas frá 1994 til 1996 og aftur frá 2008 til 2012. Þá spilaði hann með Phoenix Suns, New Jersey Nets og New York Knicks á ferli sínum sem spannaði frá 1994 til 2013. Eftir að skórnir fóru upp í hillu sneri hann sér strax að þjálfun. Tímabilið 2013-14 stýrði hann Brooklyn Nets. Frá 2014 til 2018 var hann þjálfari Milwaukee Bucks og frá 2019 til 2021 var hann aðstoðarþjálfari Los Angeles Lakers. Hann tók svo við Dallas Mavericks 2021 og er þar enn. Samningur hans átti að renna út eftir næstu leiktíð en nú hefur The Athletic greint frá því að hann hafi skrifað undir „margra ára framlengingu.“ Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. Jason Kidd had been “hopeful” he would receive an extension, The Athletic’s @sam_amick reported in late March.Now, he has it.https://t.co/wfogb4mE04— The Athletic (@TheAthletic) May 6, 2024 Undir stjórn Kidd komst Dallas í úrslit Vesturhluta NBA-deildarinnar vorið 2022 þar sem liðið mátti þola tap gegn verðandi meisturum í Golden State Warriors. Síðasta leiktíð var hörmung frá byrjun til enda og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Það gerði liðið hins vegar í ár og er nú komið í undanúrslit eftir að leggja Los Angeles Clippers að velli í sex leikjum. „Starf mitt er að gera þessa ungu menn betri, innan vallar sem utan. Ég tel mig hafa gert það. Í því felst vinnan mín. Þú sérð að liðið mitt fríkar ekki út þegar það tapar einum leik,“ sagði Kidd eftir æfingu Dallas á sunnudaginn var. Tvær skærustu stjörnur Dallas eru tvær af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar; Luka Dončić og Kyrie Irving. Þeir þurfa að standa sig á báðum endum vallarins ætli Dallas sér í gegnum OKC sem stóð uppi sem sigurvegari Vesturdeildar NBA.
Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum