Tók sinn tíma að jafna sig Aron Guðmundsson skrifar 29. apríl 2024 15:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur segir það hafa tekið sig langan tíma að ná sér niður á jörðina eftir dramatískan sigur liðsins í oddaleik gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Subway deildar karla á dögunum. Það einvígi sé þó nú að fullu að baki, bæði hjá honum og leikmönnum Njarðvíkur sem mæta aftur til leiks í kvöld. Undanúrslitin í Subway deild karla í körfubolta hefjast í kvöld þegar að deildarmeistarar Vals taka á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í N1 höllinni að Hlíðarenda. Njarðvík tryggði sér farmiðann í undanúrslitin á dramatískan átt eftir spennuþrungið einvígi gegn Þórsurum. Flautuþristur Þorvaldar Orra Árnasonar, í oddaleik liðanna í Ljónagryfjunni, reið þar baggamuninn og vissi Benedikt, þjálfari liðsins, þá um leið að það tæki sig langan tíma að ná sér niður. „Ég vissi það strax af fenginni reynslu eftir leik að eftir svona móment yrði adrenalínið ansi lengi að fara úr líkamanum. Ég held að ég hafi sofnað um sex morguninn eftir. Það tók sinn tíma að jafna sig.“ Hann telur þó að einvígið sé nú að fullu að baki, bæði hjá sér og leikmönnum. „Auðvitað tók það okkur nokkrar klukkustundir að ná okkur niður en svo voru menn bara mættir á æfingu daginn eftir og þá fór full einbeiting á næsta einvígi. Það hefst í kvöld og við höfum undirbúið okkur vel og reynt um leið, eftir langt og strangt einvígi gegn Þór, að safna kröftum. Vonandi verður engin þreyta í kvöld. Það eru allir klárir og menn segjast vera orðnir góðir bæði líkamlega og andlega. Við erum klárir í þetta verkefni.“ Engin minnimáttarkennd Andstæðingurinn í undanúrslitunum er vel þekkt stærð. Ríkjandi deildarmeistarar Vals sem stefna á að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar þriðja tímabilið í röð. „Þetta verkefni leggst vel í okkur og á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því að við erum að fara mæta liðinu sem endaði sem deildarmeistari. Þeir enduðu í efsta sæti og það þýðir þá að þeir hafi verið besta liðið í vetur. Verkefnið er stórt. Við töpuðum báðum leikjunum fyrir þeim í deildarkeppninni en teljum okkur samt eiga fínan möguleika og mætum í leik kvöldsins sem og þetta einvígi með enga minnimáttarkennd. Við teljum okkur eiga 50/50 möguleika og nú er það okkar að spila okkar besta bolta. Fá frammistöður frá öllum. Þá er ég viss um að möguleikar okkar séu góðir.“ Hvar sérðu þetta einvígi ráðast? „Það er kannski ekki á einhverjum tveimur til þremur atriðum. Við vitum að Valsliðið er með fá veikleika en einhverja samt. Eins og öll lið. Þeir eru með sterkan heimavöll. Ég held að þeir hafi aðeins tapað einum heimaleik í allan vetur. Við þurfum samt að stela einum sigri þar. Möguleikinn er þá kannski mestur strax í fyrsta leik. Reyna að koma þeim að óvörum. Hirða heimavallarréttinn. Svo spilar alls konar inn í þetta. Við þurfum frábæran stuðning bæði heima og að heiman. Það getur hjálpað okkur.“ Njarðvíkingar þurfa að finna leiðir til að stöðva Kristinn Pálsson sem fór á kostum síðast þegar að Njarðvík mætti Val. Setti niður fjörutíu og eitt stig Vísir/Anton Brink „Fyrst og fremst þurfum við hins vegar bara spila okkar leik. Ná fram þessum varnarstoppum sem við þurfum til að fá hraðaupphlaupin. Svo þurfum við að stoppa menn eins og Kristinn Pálsson og Justas Tamulis sem að eru frábærar skyttur. Kristinn setti niður 41 stig á móti okkur í lokaumferð deildarkeppninnar. Við þurfum að stoppa þessar skyttur og svo höfum við verið að reyna setja upp varnarplön gegn Kristófer Acox og öðrum. Vonandi smellur þetta bara allt.“ Leikur Vals og Njarðvíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá N1-höllinni á Hlíðarenda hefst klukkan korter í átta. Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Undanúrslitin í Subway deild karla í körfubolta hefjast í kvöld þegar að deildarmeistarar Vals taka á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í N1 höllinni að Hlíðarenda. Njarðvík tryggði sér farmiðann í undanúrslitin á dramatískan átt eftir spennuþrungið einvígi gegn Þórsurum. Flautuþristur Þorvaldar Orra Árnasonar, í oddaleik liðanna í Ljónagryfjunni, reið þar baggamuninn og vissi Benedikt, þjálfari liðsins, þá um leið að það tæki sig langan tíma að ná sér niður. „Ég vissi það strax af fenginni reynslu eftir leik að eftir svona móment yrði adrenalínið ansi lengi að fara úr líkamanum. Ég held að ég hafi sofnað um sex morguninn eftir. Það tók sinn tíma að jafna sig.“ Hann telur þó að einvígið sé nú að fullu að baki, bæði hjá sér og leikmönnum. „Auðvitað tók það okkur nokkrar klukkustundir að ná okkur niður en svo voru menn bara mættir á æfingu daginn eftir og þá fór full einbeiting á næsta einvígi. Það hefst í kvöld og við höfum undirbúið okkur vel og reynt um leið, eftir langt og strangt einvígi gegn Þór, að safna kröftum. Vonandi verður engin þreyta í kvöld. Það eru allir klárir og menn segjast vera orðnir góðir bæði líkamlega og andlega. Við erum klárir í þetta verkefni.“ Engin minnimáttarkennd Andstæðingurinn í undanúrslitunum er vel þekkt stærð. Ríkjandi deildarmeistarar Vals sem stefna á að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar þriðja tímabilið í röð. „Þetta verkefni leggst vel í okkur og á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því að við erum að fara mæta liðinu sem endaði sem deildarmeistari. Þeir enduðu í efsta sæti og það þýðir þá að þeir hafi verið besta liðið í vetur. Verkefnið er stórt. Við töpuðum báðum leikjunum fyrir þeim í deildarkeppninni en teljum okkur samt eiga fínan möguleika og mætum í leik kvöldsins sem og þetta einvígi með enga minnimáttarkennd. Við teljum okkur eiga 50/50 möguleika og nú er það okkar að spila okkar besta bolta. Fá frammistöður frá öllum. Þá er ég viss um að möguleikar okkar séu góðir.“ Hvar sérðu þetta einvígi ráðast? „Það er kannski ekki á einhverjum tveimur til þremur atriðum. Við vitum að Valsliðið er með fá veikleika en einhverja samt. Eins og öll lið. Þeir eru með sterkan heimavöll. Ég held að þeir hafi aðeins tapað einum heimaleik í allan vetur. Við þurfum samt að stela einum sigri þar. Möguleikinn er þá kannski mestur strax í fyrsta leik. Reyna að koma þeim að óvörum. Hirða heimavallarréttinn. Svo spilar alls konar inn í þetta. Við þurfum frábæran stuðning bæði heima og að heiman. Það getur hjálpað okkur.“ Njarðvíkingar þurfa að finna leiðir til að stöðva Kristinn Pálsson sem fór á kostum síðast þegar að Njarðvík mætti Val. Setti niður fjörutíu og eitt stig Vísir/Anton Brink „Fyrst og fremst þurfum við hins vegar bara spila okkar leik. Ná fram þessum varnarstoppum sem við þurfum til að fá hraðaupphlaupin. Svo þurfum við að stoppa menn eins og Kristinn Pálsson og Justas Tamulis sem að eru frábærar skyttur. Kristinn setti niður 41 stig á móti okkur í lokaumferð deildarkeppninnar. Við þurfum að stoppa þessar skyttur og svo höfum við verið að reyna setja upp varnarplön gegn Kristófer Acox og öðrum. Vonandi smellur þetta bara allt.“ Leikur Vals og Njarðvíkur í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá N1-höllinni á Hlíðarenda hefst klukkan korter í átta.
Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira