Körfubolti

Lög­mál leiksins: Maður fólksins gaf vængi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Boban er einstakur.
Boban er einstakur. Chris Gardner/Getty Images

Lögmál leiksins er á sínum stað í kvöld. Þar verður farið verður yfir kostulegt atvik úr leik Los Angeles Clippers og Houston Rockets í lokaumferð deildarkeppni NBA. Boban Marjanović ákvað þá að klúðra vítaskoti viljandi til að gefa stuðningsfólki beggja liða kjúklingavængi.

Clippers er með þá reglu að ef einhver klikkar á báðum vítaskotum sínum í 4. leikhluta þá fá allir sem eru á vellinum fría kjúklingavængi. Boban hafði klikkað á fyrra vítaskoti sínu og ákvað einfaldlega að klikka á því síðara til að gefa fólkinu það sem það vildi. Þá hjálpaði til að ekkert nema stoltið var undir í leiknum.

„Þetta er einhver stærsta mannvera sem maður hefur séð,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, um hinn 2.24 metra háa Boban. Hann er ásamt Victor Wembanyama stærstur í NBA-deildinni.

Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld.

Klippa: Lög­mál leiksins: Maður fólksins gaf vængi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×