Alþjóða heilbrigðisdagurinn og endurhæfing krabbameinsgreindra Erna Magnúsdóttir og Guðrún Friðriksdóttir skrifa 7. apríl 2024 08:00 Í dag 7. apríl er Alþjóða heilbrigðisdagurinn og slagorð dagsins í ár er Mín heilsa, minn réttur því aðgengi að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og öruggu umhverfi ætti að vera mannréttindi ekki forréttindi. Í tilefni dagsins hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) veraldarleiðtoga til þess að tryggja þessi réttindi. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið betra en í mörgum öðrum löndum og meðvitund um mikilvægi endurhæfingar sömuleiðis almenn. Fólki sem lendir í veikindum eða slysi finnst sífellt eðlilegra að sinna endurhæfingu í kjölfarið. Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda Ljósið leggur áherslu á að endurhæfing hefjist strax við greiningu, enda sýna rannsóknir að það gefi bestan árangur til framtíðar. Endurhæfing eftir greiningu krabbameins ætti að standa öllum til boða óháð efnahag, búsetu og aldri, en Ljósið hefur eftir fremsta megni komið til móts við þá sem þurfa á sérhæfðri þverfaglegri endurhæfingu að halda. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að allir eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita á hverjum tíma til að vernda andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Endurhæfing vegna krabbameinsmeðferðar í Ljósinu er ekki aðeins mikilvægur heldur nauðsynlegur hlekkur í heilbrigðisþjónustunni því þar gefst fólki tækifæri til að styrkja sig, andlega, líkamlega og félagslega. Lífið verður aldrei alveg eins og það var áður þegar fólk greinist með krabbamein, sama hver meðferðin er því bara orðið krabbamein er ennþá gildishlaðið og eitt og sér getur orsakað kvíða og depurð. Sumir sem eru í endurhæfingu snúa aftur í sömu hlutverk og þau sinntu fyrir veikindin en aðrir þurfa að gera miklar breytingar á hlutverkum og daglegu lífi. Ljósið er ekki aðeins til staðar fyrir þau sem sinna endurhæfingu heldur einnig aðstandendur þeirra þar sem greining hefur alla jafnan víðtæk áhrif á nærumhverfi þeirra sem greinast. Þjónusta Ljóssins fer fram bæði í endurhæfingarmiðstöðinni á Langholtsvegi en einnig í fjarfundarbúnaði þannig að allir landsmenn geta nýtt þjónustuna sama hvar á landinu þau eru búsett og hefur alltaf verið óháð efnahag þeirra sem Ljósið sækja. Tryggja þarf fjármagn til endurhæfingar krabbameinsgreindra Ljósið er sjálfseignarstofnun og hefur frá upphafi treyst á framlög Ljósavina, fjáraflanir, gjafir og stuðning sjálfboðaliða til að allir geti nýtt sér þjónustuna sér að kostnaðarlausu. Ríkið hefur styrkt Ljósið með samningsbundnum framlögum en þau eru því miður ekki í samræmi við þann fjölda sem sækir Ljósið daglega og treystir á það í sinni endurhæfingu. Þarfir þeirra sem koma í Ljósið eru fjölbreyttar eftir eðli sjúkdómsins en Ljósið kemur til móts við sérhvern einstakling og sérsníður dagskrá fyrir hvern og einn. Það er og ætti alltaf að vera í boði að fá heildstæða endurhæfingu, líkamlega, andlega og félagslega í kjölfar krabbameinsgreiningar og Ljósið hefur tæplega 20 ára reynslu og sérþekkingu á þessu sviði. Ljósið er ekki aðeins einstakt á Íslandi, það er einstakt á heimsvísu og styður við heilbrigði og heilsu landsmanna og nauðsynlegt að það þurfi ekki að takmarka verkefni sín eða stuðning vegna fjárskorts. Höfundar eru Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í dag 7. apríl er Alþjóða heilbrigðisdagurinn og slagorð dagsins í ár er Mín heilsa, minn réttur því aðgengi að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og öruggu umhverfi ætti að vera mannréttindi ekki forréttindi. Í tilefni dagsins hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) veraldarleiðtoga til þess að tryggja þessi réttindi. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið betra en í mörgum öðrum löndum og meðvitund um mikilvægi endurhæfingar sömuleiðis almenn. Fólki sem lendir í veikindum eða slysi finnst sífellt eðlilegra að sinna endurhæfingu í kjölfarið. Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda Ljósið leggur áherslu á að endurhæfing hefjist strax við greiningu, enda sýna rannsóknir að það gefi bestan árangur til framtíðar. Endurhæfing eftir greiningu krabbameins ætti að standa öllum til boða óháð efnahag, búsetu og aldri, en Ljósið hefur eftir fremsta megni komið til móts við þá sem þurfa á sérhæfðri þverfaglegri endurhæfingu að halda. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að allir eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita á hverjum tíma til að vernda andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Endurhæfing vegna krabbameinsmeðferðar í Ljósinu er ekki aðeins mikilvægur heldur nauðsynlegur hlekkur í heilbrigðisþjónustunni því þar gefst fólki tækifæri til að styrkja sig, andlega, líkamlega og félagslega. Lífið verður aldrei alveg eins og það var áður þegar fólk greinist með krabbamein, sama hver meðferðin er því bara orðið krabbamein er ennþá gildishlaðið og eitt og sér getur orsakað kvíða og depurð. Sumir sem eru í endurhæfingu snúa aftur í sömu hlutverk og þau sinntu fyrir veikindin en aðrir þurfa að gera miklar breytingar á hlutverkum og daglegu lífi. Ljósið er ekki aðeins til staðar fyrir þau sem sinna endurhæfingu heldur einnig aðstandendur þeirra þar sem greining hefur alla jafnan víðtæk áhrif á nærumhverfi þeirra sem greinast. Þjónusta Ljóssins fer fram bæði í endurhæfingarmiðstöðinni á Langholtsvegi en einnig í fjarfundarbúnaði þannig að allir landsmenn geta nýtt þjónustuna sama hvar á landinu þau eru búsett og hefur alltaf verið óháð efnahag þeirra sem Ljósið sækja. Tryggja þarf fjármagn til endurhæfingar krabbameinsgreindra Ljósið er sjálfseignarstofnun og hefur frá upphafi treyst á framlög Ljósavina, fjáraflanir, gjafir og stuðning sjálfboðaliða til að allir geti nýtt sér þjónustuna sér að kostnaðarlausu. Ríkið hefur styrkt Ljósið með samningsbundnum framlögum en þau eru því miður ekki í samræmi við þann fjölda sem sækir Ljósið daglega og treystir á það í sinni endurhæfingu. Þarfir þeirra sem koma í Ljósið eru fjölbreyttar eftir eðli sjúkdómsins en Ljósið kemur til móts við sérhvern einstakling og sérsníður dagskrá fyrir hvern og einn. Það er og ætti alltaf að vera í boði að fá heildstæða endurhæfingu, líkamlega, andlega og félagslega í kjölfar krabbameinsgreiningar og Ljósið hefur tæplega 20 ára reynslu og sérþekkingu á þessu sviði. Ljósið er ekki aðeins einstakt á Íslandi, það er einstakt á heimsvísu og styður við heilbrigði og heilsu landsmanna og nauðsynlegt að það þurfi ekki að takmarka verkefni sín eða stuðning vegna fjárskorts. Höfundar eru Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun