Alþjóða heilbrigðisdagurinn og endurhæfing krabbameinsgreindra Erna Magnúsdóttir og Guðrún Friðriksdóttir skrifa 7. apríl 2024 08:00 Í dag 7. apríl er Alþjóða heilbrigðisdagurinn og slagorð dagsins í ár er Mín heilsa, minn réttur því aðgengi að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og öruggu umhverfi ætti að vera mannréttindi ekki forréttindi. Í tilefni dagsins hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) veraldarleiðtoga til þess að tryggja þessi réttindi. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið betra en í mörgum öðrum löndum og meðvitund um mikilvægi endurhæfingar sömuleiðis almenn. Fólki sem lendir í veikindum eða slysi finnst sífellt eðlilegra að sinna endurhæfingu í kjölfarið. Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda Ljósið leggur áherslu á að endurhæfing hefjist strax við greiningu, enda sýna rannsóknir að það gefi bestan árangur til framtíðar. Endurhæfing eftir greiningu krabbameins ætti að standa öllum til boða óháð efnahag, búsetu og aldri, en Ljósið hefur eftir fremsta megni komið til móts við þá sem þurfa á sérhæfðri þverfaglegri endurhæfingu að halda. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að allir eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita á hverjum tíma til að vernda andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Endurhæfing vegna krabbameinsmeðferðar í Ljósinu er ekki aðeins mikilvægur heldur nauðsynlegur hlekkur í heilbrigðisþjónustunni því þar gefst fólki tækifæri til að styrkja sig, andlega, líkamlega og félagslega. Lífið verður aldrei alveg eins og það var áður þegar fólk greinist með krabbamein, sama hver meðferðin er því bara orðið krabbamein er ennþá gildishlaðið og eitt og sér getur orsakað kvíða og depurð. Sumir sem eru í endurhæfingu snúa aftur í sömu hlutverk og þau sinntu fyrir veikindin en aðrir þurfa að gera miklar breytingar á hlutverkum og daglegu lífi. Ljósið er ekki aðeins til staðar fyrir þau sem sinna endurhæfingu heldur einnig aðstandendur þeirra þar sem greining hefur alla jafnan víðtæk áhrif á nærumhverfi þeirra sem greinast. Þjónusta Ljóssins fer fram bæði í endurhæfingarmiðstöðinni á Langholtsvegi en einnig í fjarfundarbúnaði þannig að allir landsmenn geta nýtt þjónustuna sama hvar á landinu þau eru búsett og hefur alltaf verið óháð efnahag þeirra sem Ljósið sækja. Tryggja þarf fjármagn til endurhæfingar krabbameinsgreindra Ljósið er sjálfseignarstofnun og hefur frá upphafi treyst á framlög Ljósavina, fjáraflanir, gjafir og stuðning sjálfboðaliða til að allir geti nýtt sér þjónustuna sér að kostnaðarlausu. Ríkið hefur styrkt Ljósið með samningsbundnum framlögum en þau eru því miður ekki í samræmi við þann fjölda sem sækir Ljósið daglega og treystir á það í sinni endurhæfingu. Þarfir þeirra sem koma í Ljósið eru fjölbreyttar eftir eðli sjúkdómsins en Ljósið kemur til móts við sérhvern einstakling og sérsníður dagskrá fyrir hvern og einn. Það er og ætti alltaf að vera í boði að fá heildstæða endurhæfingu, líkamlega, andlega og félagslega í kjölfar krabbameinsgreiningar og Ljósið hefur tæplega 20 ára reynslu og sérþekkingu á þessu sviði. Ljósið er ekki aðeins einstakt á Íslandi, það er einstakt á heimsvísu og styður við heilbrigði og heilsu landsmanna og nauðsynlegt að það þurfi ekki að takmarka verkefni sín eða stuðning vegna fjárskorts. Höfundar eru Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Í dag 7. apríl er Alþjóða heilbrigðisdagurinn og slagorð dagsins í ár er Mín heilsa, minn réttur því aðgengi að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og öruggu umhverfi ætti að vera mannréttindi ekki forréttindi. Í tilefni dagsins hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) veraldarleiðtoga til þess að tryggja þessi réttindi. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið betra en í mörgum öðrum löndum og meðvitund um mikilvægi endurhæfingar sömuleiðis almenn. Fólki sem lendir í veikindum eða slysi finnst sífellt eðlilegra að sinna endurhæfingu í kjölfarið. Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda Ljósið leggur áherslu á að endurhæfing hefjist strax við greiningu, enda sýna rannsóknir að það gefi bestan árangur til framtíðar. Endurhæfing eftir greiningu krabbameins ætti að standa öllum til boða óháð efnahag, búsetu og aldri, en Ljósið hefur eftir fremsta megni komið til móts við þá sem þurfa á sérhæfðri þverfaglegri endurhæfingu að halda. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að allir eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita á hverjum tíma til að vernda andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Endurhæfing vegna krabbameinsmeðferðar í Ljósinu er ekki aðeins mikilvægur heldur nauðsynlegur hlekkur í heilbrigðisþjónustunni því þar gefst fólki tækifæri til að styrkja sig, andlega, líkamlega og félagslega. Lífið verður aldrei alveg eins og það var áður þegar fólk greinist með krabbamein, sama hver meðferðin er því bara orðið krabbamein er ennþá gildishlaðið og eitt og sér getur orsakað kvíða og depurð. Sumir sem eru í endurhæfingu snúa aftur í sömu hlutverk og þau sinntu fyrir veikindin en aðrir þurfa að gera miklar breytingar á hlutverkum og daglegu lífi. Ljósið er ekki aðeins til staðar fyrir þau sem sinna endurhæfingu heldur einnig aðstandendur þeirra þar sem greining hefur alla jafnan víðtæk áhrif á nærumhverfi þeirra sem greinast. Þjónusta Ljóssins fer fram bæði í endurhæfingarmiðstöðinni á Langholtsvegi en einnig í fjarfundarbúnaði þannig að allir landsmenn geta nýtt þjónustuna sama hvar á landinu þau eru búsett og hefur alltaf verið óháð efnahag þeirra sem Ljósið sækja. Tryggja þarf fjármagn til endurhæfingar krabbameinsgreindra Ljósið er sjálfseignarstofnun og hefur frá upphafi treyst á framlög Ljósavina, fjáraflanir, gjafir og stuðning sjálfboðaliða til að allir geti nýtt sér þjónustuna sér að kostnaðarlausu. Ríkið hefur styrkt Ljósið með samningsbundnum framlögum en þau eru því miður ekki í samræmi við þann fjölda sem sækir Ljósið daglega og treystir á það í sinni endurhæfingu. Þarfir þeirra sem koma í Ljósið eru fjölbreyttar eftir eðli sjúkdómsins en Ljósið kemur til móts við sérhvern einstakling og sérsníður dagskrá fyrir hvern og einn. Það er og ætti alltaf að vera í boði að fá heildstæða endurhæfingu, líkamlega, andlega og félagslega í kjölfar krabbameinsgreiningar og Ljósið hefur tæplega 20 ára reynslu og sérþekkingu á þessu sviði. Ljósið er ekki aðeins einstakt á Íslandi, það er einstakt á heimsvísu og styður við heilbrigði og heilsu landsmanna og nauðsynlegt að það þurfi ekki að takmarka verkefni sín eða stuðning vegna fjárskorts. Höfundar eru Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar