Versti vítaskotstíll NBA-deildarinnar fundinn Siggeir Ævarsson skrifar 30. mars 2024 08:00 Moses Brown ætti mögulega að halda sig bara við að troða boltanum Vísir/EPA-EFE/ERIK S. LESSER Að skjóta vítaskotum í körfubolta er ákveðin kúnst. Meðan þeir bestu klikka varla af línunni eru aðrir sem eiga í stökustu vandræðum með að viðhalda góðri nýtingu þaðan. Moses Brown, leikmaður Portland Trail Blazers, er sannarlega einn af þeim. Sérfræðingarnir hjá Barstool Sports telja að Brown sé með versta skotstílinn af vítalínunni í sögu NBA-deildarinnar, og dæmi nú hver fyrir sig. And we ve officially found the worst free throw form in NBA history @PatBevPod pic.twitter.com/q4PUw82N2r— Barstool Sports (@barstoolsports) March 27, 2024 Þessi sérkennilega stíll hefur skilað Brown rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn en í ár hefur hún hrapað niður í 24 prósent. Því skal þó haldið til haga að hann hefur aðeins tekið 25 víti í vetur og hitt úr sex þeirra. Þó svo að þessi skotstíll sé vissulega alveg hræðilegur þá er Brown alls ekki eini NBA leikmaðurinn sem hefur komist upp með að skjóta skringilega á vítalínunni. Einn sá frægasti er sennilega Chuck Hayes, sem gerði garðinn frægan með Houston Rockets, en þessi lágvaxni miðherji náði þó að enda ferilinn með 62 prósent nýtingu þrátt fyrir sérkennilegan stíl. Margir frábærir leikmenn hafa átt í stökustu vandræðum með vítaskotin sín og skotstílinn. Þeirra frægastur er sennilega Shaquille O'Neal sem skaut rétt fyrir 50 prósent á ferlinum. Vítanýting hans var svo alræmd að Don Nelson, sem þá var þjálfari Dallas Mavericks, lét leikmenn sína brjóta markvisst á Shaq til að verjast honum og fékk þessi varnartaktík nafnið „Hack-a-Shaq“ Hér að neðan má svo sjá brot af því „besta“ af skrautlegum vítaskotsaðferðum úr sögu NBA deildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Sérfræðingarnir hjá Barstool Sports telja að Brown sé með versta skotstílinn af vítalínunni í sögu NBA-deildarinnar, og dæmi nú hver fyrir sig. And we ve officially found the worst free throw form in NBA history @PatBevPod pic.twitter.com/q4PUw82N2r— Barstool Sports (@barstoolsports) March 27, 2024 Þessi sérkennilega stíll hefur skilað Brown rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn en í ár hefur hún hrapað niður í 24 prósent. Því skal þó haldið til haga að hann hefur aðeins tekið 25 víti í vetur og hitt úr sex þeirra. Þó svo að þessi skotstíll sé vissulega alveg hræðilegur þá er Brown alls ekki eini NBA leikmaðurinn sem hefur komist upp með að skjóta skringilega á vítalínunni. Einn sá frægasti er sennilega Chuck Hayes, sem gerði garðinn frægan með Houston Rockets, en þessi lágvaxni miðherji náði þó að enda ferilinn með 62 prósent nýtingu þrátt fyrir sérkennilegan stíl. Margir frábærir leikmenn hafa átt í stökustu vandræðum með vítaskotin sín og skotstílinn. Þeirra frægastur er sennilega Shaquille O'Neal sem skaut rétt fyrir 50 prósent á ferlinum. Vítanýting hans var svo alræmd að Don Nelson, sem þá var þjálfari Dallas Mavericks, lét leikmenn sína brjóta markvisst á Shaq til að verjast honum og fékk þessi varnartaktík nafnið „Hack-a-Shaq“ Hér að neðan má svo sjá brot af því „besta“ af skrautlegum vítaskotsaðferðum úr sögu NBA deildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira