„Veit að Kobe væri stoltur af mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 10:30 Ekkert fékk Murray stöðvað. Kevin C. Cox/Getty Images Dejounte Murray, leikmaður Atlanta Hawks, tók 44 skot í óvæntum sigri Hawks á Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Aðeins Russell Westbrook og Kobe Bryant hafa tekið fleiri skot í einum og sama leiknum á undanförnum 20 árum. Fyrir leik Hawks og Celtics var í raun búist við öruggum sigri Boston þar sem liðið er á toppi Austurdeildar á meðan Hawks eru án Trae Young og ekki að keppa að neinu. Annað kom þó á daginn en leikurinn var gríðarlega jafn frá fyrstu mínútu og raunar svo jafn að það þurfti að framlengja. Þar var það Murray sem tryggði sigurinn en hann skaut Boston einfaldlega í kaf, lokatölur 123-22. Alls tók hann 44 skot sem skiluðu honum 44 stigum. Þá gaf hann sjö fráköst og tók sjö stoðsendingar. DEJOUNTE MURRAY CALLS GAME pic.twitter.com/ydfAiuppfq— Bleacher Report (@BleacherReport) March 29, 2024 „Ég veit ekki hvað fékk mig til að taka þetta mörg skot en ég veit að Kobe væri stoltur af mér,“ sagði Murray eftir leik en Kobe Bryant heitinn lék allan sinn feril með Los Angeles Lakers, helsta óvin Boston Celtics. "I don't want to take that many shots, but I know Kobe would be proud of me."Dejounte Murray after shooting 18-44 FG pic.twitter.com/q9Bglzb5zR— Bleacher Report (@BleacherReport) March 29, 2024 Murray var langtum stigahæstur í liði Hawks en Bogdan Bogdanović var með 24 stig og De‘Andre Hunter skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. Hjá Celtics var Jayson Tatum með 31 stig og 13 fráköst á meðan Derrick White skoraði 22 stig og Kristaps Porziņģis 20 stig. Aðeins fóru tveir leikir fram í nótt en i hinum vann New Orleans Pelicans sjö stiga sigur á Milwaukee Bucks, 107-100. Zion Williamson skorðai 28 stig í liði Pelicans á meðan CJ McCollum setti niður 25 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo með 35 stig og 14 fráköst á meðan Damian Lillard og Malik Beasley skoruðu 20 stig hvor. Bucks hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og fimm af síðustu tíu. Það hefur þó ekki mikil áhrif á stöðu liðsins en Bucks hefur svo gott sem tryggt sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Stóra spurningin er hvaða liði það mætir í fyrstu umferð, sem stendur væri það Miami Heat. Pelicans er á sama tíma í harði baráttu um heimavallarrétt í Vesturdeildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Fyrir leik Hawks og Celtics var í raun búist við öruggum sigri Boston þar sem liðið er á toppi Austurdeildar á meðan Hawks eru án Trae Young og ekki að keppa að neinu. Annað kom þó á daginn en leikurinn var gríðarlega jafn frá fyrstu mínútu og raunar svo jafn að það þurfti að framlengja. Þar var það Murray sem tryggði sigurinn en hann skaut Boston einfaldlega í kaf, lokatölur 123-22. Alls tók hann 44 skot sem skiluðu honum 44 stigum. Þá gaf hann sjö fráköst og tók sjö stoðsendingar. DEJOUNTE MURRAY CALLS GAME pic.twitter.com/ydfAiuppfq— Bleacher Report (@BleacherReport) March 29, 2024 „Ég veit ekki hvað fékk mig til að taka þetta mörg skot en ég veit að Kobe væri stoltur af mér,“ sagði Murray eftir leik en Kobe Bryant heitinn lék allan sinn feril með Los Angeles Lakers, helsta óvin Boston Celtics. "I don't want to take that many shots, but I know Kobe would be proud of me."Dejounte Murray after shooting 18-44 FG pic.twitter.com/q9Bglzb5zR— Bleacher Report (@BleacherReport) March 29, 2024 Murray var langtum stigahæstur í liði Hawks en Bogdan Bogdanović var með 24 stig og De‘Andre Hunter skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. Hjá Celtics var Jayson Tatum með 31 stig og 13 fráköst á meðan Derrick White skoraði 22 stig og Kristaps Porziņģis 20 stig. Aðeins fóru tveir leikir fram í nótt en i hinum vann New Orleans Pelicans sjö stiga sigur á Milwaukee Bucks, 107-100. Zion Williamson skorðai 28 stig í liði Pelicans á meðan CJ McCollum setti niður 25 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo með 35 stig og 14 fráköst á meðan Damian Lillard og Malik Beasley skoruðu 20 stig hvor. Bucks hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og fimm af síðustu tíu. Það hefur þó ekki mikil áhrif á stöðu liðsins en Bucks hefur svo gott sem tryggt sér heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Stóra spurningin er hvaða liði það mætir í fyrstu umferð, sem stendur væri það Miami Heat. Pelicans er á sama tíma í harði baráttu um heimavallarrétt í Vesturdeildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira