Einokunarmjólk? Hilmar Vilberg Gylfason skrifar 27. mars 2024 14:32 Umræðan síðustu daga um landbúnaðarkerfið og nýsamþykkta undanþágu fyrir íslenskan kjötiðnað hefur verið heldur óreiðukennd. Ýmislegt hefur verið sagt sem stenst einfaldlega ekki skoðun, eða verður að taka með fyrirvara. Eitt af því er fullyrðing um að undanþágan sem veitt var fyrir kjötiðnað og undanþágan frá samkeppnislögum sem hefur verið í gildi um langt skeið fyrir mjólkuriðnað, séu að fullu sambærilegar og að einokun ríki í mjólkuriðnaði. Það sem er rétt er að íslenskur mjólkuriðnaður er undanþeginn samkeppnislögum og enginn vafi er á því að MS er í markaðsráðandi stöðu. Hins vegar verður samhliða að hafa í huga að afkoma bænda og staða neytenda við þessar markaðsaðstæður er baktryggð með opinberri verðlagningu Verðlagsnefndar búvara. Nefndin ákveður þannig lágmarksverð til bænda og hámarksverð í heildsölu. Verðlagsnefnd búvara vinnur innan lögbundins ramma sem er skýrt skilgreindur í búvörulögum. Þannig segir til að mynda í lögunum um ákvarðanir um lágmarksverð mjólkur að það skuli byggja á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Um ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð segir síðan til að mynda að það sé ákveðið að teknu tilliti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara. Í Verðlagsnefnd búvara eiga fast sæti fulltrúar matvælaráðuneytisins, ASÍ og BSRB. Fulltrúar bænda og iðnaðarins eiga einnig sæti í nefndinni þegar þeirra málefni eru til umfjöllunar. Þannig að gagnsæi er til staðar og hagaðilar koma beint að ákvörðunum. Samhliða framangreindu er framleiðslustýring innbyggð í landbúnaðarkerfið í mjólkurframleiðslu sem hefur það tvíþætta hlutverk að koma í veg fyrir “smjörfjöll” og að tryggja að framleiðslan uppfylli innanlandsþarfir. Síðarnefnda hlutverkið er til mikillar fyrirmyndar á þeirri vegferð að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa einnig bein áhrif á verðmyndun á mjólkurafurðum með stuðningsgreiðslum til bænda. Í mjólkurframleiðslunni koma þessar stuðningsgreiðslur til frádráttar við ákvörðun á lágmarksverði til bænda og hafa þannig einnig bein áhrif til lækkunar á verði til neytenda. Það er álit undirritaðs að kerfið í kringum mjólkurframleiðsluna sé að grunninum til vel upp sett út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Markmiðin eru skýr og helstu viðmið og útfærslur er að finna í texta laganna. Eins og oft vill vera þá er erfitt að sjá allt fyrir þegar lög eru sett og það sem undirritaður hefur rekið sig á við greiningar á kerfinu er að helsti gallinn virðist vera mannlegur. Þannig verður vart annað séð en að skort hafi á fylgni hjá nefndinni við búvörulögin um nokkuð langt skeið, sem hefur valdið því að þar hallar nokkuð á bændur. Endurspeglast þessi staða í því að áætlað var að mjólkurframleiðslan skilaði í heild tapi á árinu 2023 sem er staða sem á ekki að geta komið upp samkvæmt lögunum. Nýr verðlagsgrunnur er í sjónmáli sem á að rétta kúrsinn til framtíðar litið, en til þess að svo verði þarf líka að fylgja breytt verklag í Verðlagsnefnd búvara og öflugra eftirlit í matvælaráðuneytinu sem tryggir fylgni við lögin. Mjólkuriðnaðurinn er um margt einsleitari markaður en kjötiðnaðurinn, þar sem fyrirfinnast margar tegundir kjöts. Það kerfi sem mjólkuriðnaðurinn býr við er með innbyggða varnagla sem verja bæði bændur og neytendur. Enn er óljóst hvaða varnaglar verða settir eða til hvaða mótvægisaðgerða verður gripið vegna nýtilkominnar undanþágu frá samkeppnislögum fyrir kjötiðnaðinn, en telja verður að það liggi í augum uppi að einhver bjargráð verða að vera til að tryggja afkomu bænda og hag neytenda í breyttu umhverfi. Höfundur er yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan síðustu daga um landbúnaðarkerfið og nýsamþykkta undanþágu fyrir íslenskan kjötiðnað hefur verið heldur óreiðukennd. Ýmislegt hefur verið sagt sem stenst einfaldlega ekki skoðun, eða verður að taka með fyrirvara. Eitt af því er fullyrðing um að undanþágan sem veitt var fyrir kjötiðnað og undanþágan frá samkeppnislögum sem hefur verið í gildi um langt skeið fyrir mjólkuriðnað, séu að fullu sambærilegar og að einokun ríki í mjólkuriðnaði. Það sem er rétt er að íslenskur mjólkuriðnaður er undanþeginn samkeppnislögum og enginn vafi er á því að MS er í markaðsráðandi stöðu. Hins vegar verður samhliða að hafa í huga að afkoma bænda og staða neytenda við þessar markaðsaðstæður er baktryggð með opinberri verðlagningu Verðlagsnefndar búvara. Nefndin ákveður þannig lágmarksverð til bænda og hámarksverð í heildsölu. Verðlagsnefnd búvara vinnur innan lögbundins ramma sem er skýrt skilgreindur í búvörulögum. Þannig segir til að mynda í lögunum um ákvarðanir um lágmarksverð mjólkur að það skuli byggja á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Um ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð segir síðan til að mynda að það sé ákveðið að teknu tilliti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara. Í Verðlagsnefnd búvara eiga fast sæti fulltrúar matvælaráðuneytisins, ASÍ og BSRB. Fulltrúar bænda og iðnaðarins eiga einnig sæti í nefndinni þegar þeirra málefni eru til umfjöllunar. Þannig að gagnsæi er til staðar og hagaðilar koma beint að ákvörðunum. Samhliða framangreindu er framleiðslustýring innbyggð í landbúnaðarkerfið í mjólkurframleiðslu sem hefur það tvíþætta hlutverk að koma í veg fyrir “smjörfjöll” og að tryggja að framleiðslan uppfylli innanlandsþarfir. Síðarnefnda hlutverkið er til mikillar fyrirmyndar á þeirri vegferð að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa einnig bein áhrif á verðmyndun á mjólkurafurðum með stuðningsgreiðslum til bænda. Í mjólkurframleiðslunni koma þessar stuðningsgreiðslur til frádráttar við ákvörðun á lágmarksverði til bænda og hafa þannig einnig bein áhrif til lækkunar á verði til neytenda. Það er álit undirritaðs að kerfið í kringum mjólkurframleiðsluna sé að grunninum til vel upp sett út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Markmiðin eru skýr og helstu viðmið og útfærslur er að finna í texta laganna. Eins og oft vill vera þá er erfitt að sjá allt fyrir þegar lög eru sett og það sem undirritaður hefur rekið sig á við greiningar á kerfinu er að helsti gallinn virðist vera mannlegur. Þannig verður vart annað séð en að skort hafi á fylgni hjá nefndinni við búvörulögin um nokkuð langt skeið, sem hefur valdið því að þar hallar nokkuð á bændur. Endurspeglast þessi staða í því að áætlað var að mjólkurframleiðslan skilaði í heild tapi á árinu 2023 sem er staða sem á ekki að geta komið upp samkvæmt lögunum. Nýr verðlagsgrunnur er í sjónmáli sem á að rétta kúrsinn til framtíðar litið, en til þess að svo verði þarf líka að fylgja breytt verklag í Verðlagsnefnd búvara og öflugra eftirlit í matvælaráðuneytinu sem tryggir fylgni við lögin. Mjólkuriðnaðurinn er um margt einsleitari markaður en kjötiðnaðurinn, þar sem fyrirfinnast margar tegundir kjöts. Það kerfi sem mjólkuriðnaðurinn býr við er með innbyggða varnagla sem verja bæði bændur og neytendur. Enn er óljóst hvaða varnaglar verða settir eða til hvaða mótvægisaðgerða verður gripið vegna nýtilkominnar undanþágu frá samkeppnislögum fyrir kjötiðnaðinn, en telja verður að það liggi í augum uppi að einhver bjargráð verða að vera til að tryggja afkomu bænda og hag neytenda í breyttu umhverfi. Höfundur er yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun