Einokunarmjólk? Hilmar Vilberg Gylfason skrifar 27. mars 2024 14:32 Umræðan síðustu daga um landbúnaðarkerfið og nýsamþykkta undanþágu fyrir íslenskan kjötiðnað hefur verið heldur óreiðukennd. Ýmislegt hefur verið sagt sem stenst einfaldlega ekki skoðun, eða verður að taka með fyrirvara. Eitt af því er fullyrðing um að undanþágan sem veitt var fyrir kjötiðnað og undanþágan frá samkeppnislögum sem hefur verið í gildi um langt skeið fyrir mjólkuriðnað, séu að fullu sambærilegar og að einokun ríki í mjólkuriðnaði. Það sem er rétt er að íslenskur mjólkuriðnaður er undanþeginn samkeppnislögum og enginn vafi er á því að MS er í markaðsráðandi stöðu. Hins vegar verður samhliða að hafa í huga að afkoma bænda og staða neytenda við þessar markaðsaðstæður er baktryggð með opinberri verðlagningu Verðlagsnefndar búvara. Nefndin ákveður þannig lágmarksverð til bænda og hámarksverð í heildsölu. Verðlagsnefnd búvara vinnur innan lögbundins ramma sem er skýrt skilgreindur í búvörulögum. Þannig segir til að mynda í lögunum um ákvarðanir um lágmarksverð mjólkur að það skuli byggja á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Um ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð segir síðan til að mynda að það sé ákveðið að teknu tilliti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara. Í Verðlagsnefnd búvara eiga fast sæti fulltrúar matvælaráðuneytisins, ASÍ og BSRB. Fulltrúar bænda og iðnaðarins eiga einnig sæti í nefndinni þegar þeirra málefni eru til umfjöllunar. Þannig að gagnsæi er til staðar og hagaðilar koma beint að ákvörðunum. Samhliða framangreindu er framleiðslustýring innbyggð í landbúnaðarkerfið í mjólkurframleiðslu sem hefur það tvíþætta hlutverk að koma í veg fyrir “smjörfjöll” og að tryggja að framleiðslan uppfylli innanlandsþarfir. Síðarnefnda hlutverkið er til mikillar fyrirmyndar á þeirri vegferð að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa einnig bein áhrif á verðmyndun á mjólkurafurðum með stuðningsgreiðslum til bænda. Í mjólkurframleiðslunni koma þessar stuðningsgreiðslur til frádráttar við ákvörðun á lágmarksverði til bænda og hafa þannig einnig bein áhrif til lækkunar á verði til neytenda. Það er álit undirritaðs að kerfið í kringum mjólkurframleiðsluna sé að grunninum til vel upp sett út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Markmiðin eru skýr og helstu viðmið og útfærslur er að finna í texta laganna. Eins og oft vill vera þá er erfitt að sjá allt fyrir þegar lög eru sett og það sem undirritaður hefur rekið sig á við greiningar á kerfinu er að helsti gallinn virðist vera mannlegur. Þannig verður vart annað séð en að skort hafi á fylgni hjá nefndinni við búvörulögin um nokkuð langt skeið, sem hefur valdið því að þar hallar nokkuð á bændur. Endurspeglast þessi staða í því að áætlað var að mjólkurframleiðslan skilaði í heild tapi á árinu 2023 sem er staða sem á ekki að geta komið upp samkvæmt lögunum. Nýr verðlagsgrunnur er í sjónmáli sem á að rétta kúrsinn til framtíðar litið, en til þess að svo verði þarf líka að fylgja breytt verklag í Verðlagsnefnd búvara og öflugra eftirlit í matvælaráðuneytinu sem tryggir fylgni við lögin. Mjólkuriðnaðurinn er um margt einsleitari markaður en kjötiðnaðurinn, þar sem fyrirfinnast margar tegundir kjöts. Það kerfi sem mjólkuriðnaðurinn býr við er með innbyggða varnagla sem verja bæði bændur og neytendur. Enn er óljóst hvaða varnaglar verða settir eða til hvaða mótvægisaðgerða verður gripið vegna nýtilkominnar undanþágu frá samkeppnislögum fyrir kjötiðnaðinn, en telja verður að það liggi í augum uppi að einhver bjargráð verða að vera til að tryggja afkomu bænda og hag neytenda í breyttu umhverfi. Höfundur er yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Umræðan síðustu daga um landbúnaðarkerfið og nýsamþykkta undanþágu fyrir íslenskan kjötiðnað hefur verið heldur óreiðukennd. Ýmislegt hefur verið sagt sem stenst einfaldlega ekki skoðun, eða verður að taka með fyrirvara. Eitt af því er fullyrðing um að undanþágan sem veitt var fyrir kjötiðnað og undanþágan frá samkeppnislögum sem hefur verið í gildi um langt skeið fyrir mjólkuriðnað, séu að fullu sambærilegar og að einokun ríki í mjólkuriðnaði. Það sem er rétt er að íslenskur mjólkuriðnaður er undanþeginn samkeppnislögum og enginn vafi er á því að MS er í markaðsráðandi stöðu. Hins vegar verður samhliða að hafa í huga að afkoma bænda og staða neytenda við þessar markaðsaðstæður er baktryggð með opinberri verðlagningu Verðlagsnefndar búvara. Nefndin ákveður þannig lágmarksverð til bænda og hámarksverð í heildsölu. Verðlagsnefnd búvara vinnur innan lögbundins ramma sem er skýrt skilgreindur í búvörulögum. Þannig segir til að mynda í lögunum um ákvarðanir um lágmarksverð mjólkur að það skuli byggja á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Um ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð segir síðan til að mynda að það sé ákveðið að teknu tilliti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara. Í Verðlagsnefnd búvara eiga fast sæti fulltrúar matvælaráðuneytisins, ASÍ og BSRB. Fulltrúar bænda og iðnaðarins eiga einnig sæti í nefndinni þegar þeirra málefni eru til umfjöllunar. Þannig að gagnsæi er til staðar og hagaðilar koma beint að ákvörðunum. Samhliða framangreindu er framleiðslustýring innbyggð í landbúnaðarkerfið í mjólkurframleiðslu sem hefur það tvíþætta hlutverk að koma í veg fyrir “smjörfjöll” og að tryggja að framleiðslan uppfylli innanlandsþarfir. Síðarnefnda hlutverkið er til mikillar fyrirmyndar á þeirri vegferð að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa einnig bein áhrif á verðmyndun á mjólkurafurðum með stuðningsgreiðslum til bænda. Í mjólkurframleiðslunni koma þessar stuðningsgreiðslur til frádráttar við ákvörðun á lágmarksverði til bænda og hafa þannig einnig bein áhrif til lækkunar á verði til neytenda. Það er álit undirritaðs að kerfið í kringum mjólkurframleiðsluna sé að grunninum til vel upp sett út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Markmiðin eru skýr og helstu viðmið og útfærslur er að finna í texta laganna. Eins og oft vill vera þá er erfitt að sjá allt fyrir þegar lög eru sett og það sem undirritaður hefur rekið sig á við greiningar á kerfinu er að helsti gallinn virðist vera mannlegur. Þannig verður vart annað séð en að skort hafi á fylgni hjá nefndinni við búvörulögin um nokkuð langt skeið, sem hefur valdið því að þar hallar nokkuð á bændur. Endurspeglast þessi staða í því að áætlað var að mjólkurframleiðslan skilaði í heild tapi á árinu 2023 sem er staða sem á ekki að geta komið upp samkvæmt lögunum. Nýr verðlagsgrunnur er í sjónmáli sem á að rétta kúrsinn til framtíðar litið, en til þess að svo verði þarf líka að fylgja breytt verklag í Verðlagsnefnd búvara og öflugra eftirlit í matvælaráðuneytinu sem tryggir fylgni við lögin. Mjólkuriðnaðurinn er um margt einsleitari markaður en kjötiðnaðurinn, þar sem fyrirfinnast margar tegundir kjöts. Það kerfi sem mjólkuriðnaðurinn býr við er með innbyggða varnagla sem verja bæði bændur og neytendur. Enn er óljóst hvaða varnaglar verða settir eða til hvaða mótvægisaðgerða verður gripið vegna nýtilkominnar undanþágu frá samkeppnislögum fyrir kjötiðnaðinn, en telja verður að það liggi í augum uppi að einhver bjargráð verða að vera til að tryggja afkomu bænda og hag neytenda í breyttu umhverfi. Höfundur er yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun