Sport

Fjórir látnir eftir al­var­legt slys í ral­lý­keppni í Ung­verja­landi

Siggeir Ævarsson skrifar
Bifreiðin sem rann út af veginum fjarlægð af vettvangi
Bifreiðin sem rann út af veginum fjarlægð af vettvangi vísir/Getty

Fjórir áhorfendur létu lífið á rallýkeppni í Ungverjalandi í dag þegar keppandi missti stjórn á bílnum sínum á miklum hraða og þaut út af brautinni þar sem fjölmargir áhorfendur stóðu.

Slysið átti sér stað á milli bæjanna Labatlan og Bajot í norðvestur Ungverjalandi. Átta sjúkrabílar og fjórar þyrlur voru kallaðar á vettvang en alls voru átta einstaklingar fluttir slasaðir á sjúkrahús, þar af tveir alvarlega og annar þeirra barn.

Keppnin var eðli málsins samkvæmt blásin af í kjölfarið en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað varð til þess að ökumaður bílsins missti stjórn á honum. 

Í myndbandi sem áhorfandi tók má sjá að bíllinn keyrir eftir beinum vegi á miklum hraða en snýst svo skyndilega og lendir í kjölfarið harkalega inni í áhorfendaskaranum. 

Myndbandið má sjá hér að neðan. Það er vert að taka fram að það sýnir aðdraganda slyssins, áreksturinn sjálfur og slys á fólki sjást ekki í myndbandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×