Magnaður leikmaður með mikið vopnabúr: „Ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 15:30 Dúi fékk verðskuldaða vatnsgusu frá félögunum eftir leik vísir / anton brink Dúi Þór Jónsson átti hreint út sagt magnaðar lokamínútur þegar hann tryggði Álftanesi sigur gegn uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, síðastliðinn fimmtudag. Álftanes vann 86-77 eftir æsispennandi leik þar sem Stjarnan leiddi nær allan tímann. Dúi tók við taumunum þegar Álftanes jafnaði leikinn um miðjan fjórða leikhluta kom að 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, dekkaður af Ægi Þór landsliðsfyrirliða. „Þeir mega þakka Stjörnumanninum sem er alinn upp í Ásgarði, Dúa Þóri Jónssyni, fyrir þennan sigur. Síðustu þrjár mínúturnar í þessum leik, það eru bara einhverjar bestu þrjár mínútur hjá leikmanni á tímabilinu“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Tók yfir leikinn. Kemur að öllum körfunum frá 73-74, öllum körfum Álftaness. Hann skorar, gefur stoðsendingu, stelur boltanum, meira að segja með frákast á einhverjum tímapunkti. Tekur ruðning líka. Kemur að öllu“ sagði Ómar Örn Sævarsson“ „Gott að nefna það fyrir unga leikmenn, hann er náttúrulega uppalinn í Stjörnunni, er að spila fyrir þá en fær eiginlega ekki tækifæri. Fer á Akureyri, spilar svo með Álftanesi í 1. deildinni og kemur tilbúinn. Í staðinn fyrir að vera lítill í sér því hann fær ekki tækifæri með sínum uppeldisklúbb fer hann bara og öðlast reynslu Þið sáuð bara þarna, hann var ekki lítill, hann var ekki hræddur og ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann, Ægir Þór Steinarsson, landsliðsfyrirliði, var með hann“ hélt Ómar svo áfram. „Hann er vanur að skjóta fleiri þriggja stiga skotum en hann gerði í gær. Hann er með ansi mikið vopnabúr, getur farið að körfunni og klárað með hægri eða vinstri. Að gera þetta á móti Ægi, sem er einn okkar ef ekki bara albesti varnarbakvörður á landinu, það er bara magnað“ bætti Teitur Örlygsson þá við. Þá var dregin upp mögnuð tölfræði af lokamínútum Dúa í leiknum en hann bjó til 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, stal bolta, greip frákast og tók ruðning þar að auki. Sjón er sögu líkust og innslagið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaðar lokamínútur Dúa Þórs Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Álftanes vann 86-77 eftir æsispennandi leik þar sem Stjarnan leiddi nær allan tímann. Dúi tók við taumunum þegar Álftanes jafnaði leikinn um miðjan fjórða leikhluta kom að 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, dekkaður af Ægi Þór landsliðsfyrirliða. „Þeir mega þakka Stjörnumanninum sem er alinn upp í Ásgarði, Dúa Þóri Jónssyni, fyrir þennan sigur. Síðustu þrjár mínúturnar í þessum leik, það eru bara einhverjar bestu þrjár mínútur hjá leikmanni á tímabilinu“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Tók yfir leikinn. Kemur að öllum körfunum frá 73-74, öllum körfum Álftaness. Hann skorar, gefur stoðsendingu, stelur boltanum, meira að segja með frákast á einhverjum tímapunkti. Tekur ruðning líka. Kemur að öllu“ sagði Ómar Örn Sævarsson“ „Gott að nefna það fyrir unga leikmenn, hann er náttúrulega uppalinn í Stjörnunni, er að spila fyrir þá en fær eiginlega ekki tækifæri. Fer á Akureyri, spilar svo með Álftanesi í 1. deildinni og kemur tilbúinn. Í staðinn fyrir að vera lítill í sér því hann fær ekki tækifæri með sínum uppeldisklúbb fer hann bara og öðlast reynslu Þið sáuð bara þarna, hann var ekki lítill, hann var ekki hræddur og ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann, Ægir Þór Steinarsson, landsliðsfyrirliði, var með hann“ hélt Ómar svo áfram. „Hann er vanur að skjóta fleiri þriggja stiga skotum en hann gerði í gær. Hann er með ansi mikið vopnabúr, getur farið að körfunni og klárað með hægri eða vinstri. Að gera þetta á móti Ægi, sem er einn okkar ef ekki bara albesti varnarbakvörður á landinu, það er bara magnað“ bætti Teitur Örlygsson þá við. Þá var dregin upp mögnuð tölfræði af lokamínútum Dúa í leiknum en hann bjó til 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, stal bolta, greip frákast og tók ruðning þar að auki. Sjón er sögu líkust og innslagið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaðar lokamínútur Dúa Þórs
Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira