Körfubolti

„Fyrstu við­brögð eru að hugsa hlýtt til Pa­vels“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pavel Ermolinskij gerði Tindastól að meisturum á síðustu leiktíð.
Pavel Ermolinskij gerði Tindastól að meisturum á síðustu leiktíð. Vísir/Vilhelm

Matthías Orri Sigurðarson er með Stefáni Árna Pálssyni í Körfuboltakvöldi Extra í kvöld. Ræða þeir Pavel Ermolinskij, þjálfara Tindastóls, en félagið gaf út í dag að Pavel væri á leið í veikindaleyfi. 

Þá voru fjölmiðlar beðnir um að virða friðhelgi þjálfarans. Matthías Orri spilaði með Pavel á sínum tíma og þekkir hann vel.

„Maður sem maður þekkir. Óska að hann komist í gegnum þetta á sinn hátt. Það er ótrúleg þrautseigja í þessum manni, eitthvað sem við vitum öll sem horfum á körfubolta og þekkjum hann,“ sagði Matthías Orri og hélt áfram.

„Hef enga trú á öðru en að hann komist í gegnum þetta á sinn hátt. Vil að sama skapi taka undir orð Dags, formanns Tindastóls, í tilkynningunni sem kom út fyrr í dag. Sýna Pavel virðingu og vera ekki að ræða þetta of mikið eða á einhvern hátt þar sem allar upplýsingar eru ekki til staðar.“

Körfuboltakvöld Extra er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 21.05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×