„Hugsum áður en við setjum eitthvað í loftið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2024 11:10 Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. Mýtur um mat hafa verið áberandi í umræðu á samfélags- og fréttamiðlum síðustu misseri; þar má nefna deilur um hafragraut, fræolíur og óþarfa blóðsykursmælingar. Við settumst niður með Önnu Sigríði Ólafsdóttur, Önnu Siggu, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands í Íslandi í dag í síðustu viku og fórum yfir upplýsingaóreiðuna sem ríkir á samfélagsmiðlum í hennar fagi. Anna Sigga veltir því upp af hverju jafnstór hluti almennings og raun ber vitni fylgi ekki næringarráðleggingum, efist um að opinber viðmið séu rétt og treysti ekki stjórnvöldum. „Þessi glymur og óreiða veitir okkur [næringarfræðingum] visst aðhald en þetta kallar líka þá sem eru að miðla til ábyrgðar og hugsa áður en við setjum eitthvað í loftið.“ Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Áhrifavaldar sem gera út á neyslu á hráu kjöti hafa rutt sér til rúms síðustu ár. Aðalmarkmið margra þeirra er eflaust að safna áhorfi, ganga fram af fólki með því að japla á blóðhlaupinni steik á Instagram. Þeir bera gjarnan fyrir sig að svona hafi forfeður okkar hagað sinni kjötneyslu. Hráfæði sé hollara en elduð, og hvað þá unnin, matvæli. Nýleg tilraun Ívars Orra Ómarssonar, þar sem hann lagði sér talsvert af hráu kjöti og öðru hráfæði til munns til að kanna áhrif þess á heilsu sína, vakti mikla athygli. Einkum lokahnykkurinn, þar sem Ívar bragðaði á hráum kjúklingi. Næringarfræðingar mæla vitanlega gegn almennri neyslu á hráu kjöti vegna sýkingahættu, og þá sérstaklega kjúklingi. Anna Sigga segir smökkunina enda skelfilegt fordæmi - þarna hafi verið gengið of langt. „Já, mér blöskraði þegar ég sá verið að borða hráan kjúkling, einfaldlega af því að það getur verið stórhættulegt og það er ekki að ástæðulausu sem ákveðin matvæli eiga að vera fullelduð. Það er frábært að fá sér hráfæði þegar það er grænmeti og grófmeti en þar líka þjónar það ákveðnum tilgangi. Hrá gulrót og matreidd gulrót eru ólíkar vörur bæði með tilliti til bragðupplifunar og nýtingar á næringarefnum. Þannig að fjölbreytnin gildir ekki bara varðandi matinn sem þú velur heldur líka hvernig þú matreiðir hann.“ Brot úr viðtalinu við Önnu Siggu í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Mýtur um mat hafa verið áberandi í umræðu á samfélags- og fréttamiðlum síðustu misseri; þar má nefna deilur um hafragraut, fræolíur og óþarfa blóðsykursmælingar. Við settumst niður með Önnu Sigríði Ólafsdóttur, Önnu Siggu, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands í Íslandi í dag í síðustu viku og fórum yfir upplýsingaóreiðuna sem ríkir á samfélagsmiðlum í hennar fagi. Anna Sigga veltir því upp af hverju jafnstór hluti almennings og raun ber vitni fylgi ekki næringarráðleggingum, efist um að opinber viðmið séu rétt og treysti ekki stjórnvöldum. „Þessi glymur og óreiða veitir okkur [næringarfræðingum] visst aðhald en þetta kallar líka þá sem eru að miðla til ábyrgðar og hugsa áður en við setjum eitthvað í loftið.“ Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Áhrifavaldar sem gera út á neyslu á hráu kjöti hafa rutt sér til rúms síðustu ár. Aðalmarkmið margra þeirra er eflaust að safna áhorfi, ganga fram af fólki með því að japla á blóðhlaupinni steik á Instagram. Þeir bera gjarnan fyrir sig að svona hafi forfeður okkar hagað sinni kjötneyslu. Hráfæði sé hollara en elduð, og hvað þá unnin, matvæli. Nýleg tilraun Ívars Orra Ómarssonar, þar sem hann lagði sér talsvert af hráu kjöti og öðru hráfæði til munns til að kanna áhrif þess á heilsu sína, vakti mikla athygli. Einkum lokahnykkurinn, þar sem Ívar bragðaði á hráum kjúklingi. Næringarfræðingar mæla vitanlega gegn almennri neyslu á hráu kjöti vegna sýkingahættu, og þá sérstaklega kjúklingi. Anna Sigga segir smökkunina enda skelfilegt fordæmi - þarna hafi verið gengið of langt. „Já, mér blöskraði þegar ég sá verið að borða hráan kjúkling, einfaldlega af því að það getur verið stórhættulegt og það er ekki að ástæðulausu sem ákveðin matvæli eiga að vera fullelduð. Það er frábært að fá sér hráfæði þegar það er grænmeti og grófmeti en þar líka þjónar það ákveðnum tilgangi. Hrá gulrót og matreidd gulrót eru ólíkar vörur bæði með tilliti til bragðupplifunar og nýtingar á næringarefnum. Þannig að fjölbreytnin gildir ekki bara varðandi matinn sem þú velur heldur líka hvernig þú matreiðir hann.“ Brot úr viðtalinu við Önnu Siggu í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira