Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 00:10 Oliver Þórisson, Búi Baldvinsson og Húni Húnfjörð hafa allir stofnað meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð árið 2024. Hvort þeim er öllum alvara um framboð sitt er þó óvíst. Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. Á Ísland.is má sjá alla frambjóðendur til forseta undir síðunni „Meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024“. Þar fer fram rafræn meðmælasöfnun frambjóðenda og getur fólk skrifað rafrænt undir meðmæli. Það sem vekur líka athygli er að það er einstaklega auðvelt að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð svo lengi sem maður stenst aldurskröfur. Í gær greindi Vísir frá því að Agnieszka Sokolowska, túlkur og verkefnastjóri af pólskum uppruna, hefði boðið sig fram. Síðan þá hefur heldur betur bæst í hópinn en þeir fjórir sem bættust við í dag eru: Oliver Þórisson, Ingvar Magnússon, Húni Húnfjörð og Búi Baldvinsson. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvaða Ingvar Magnússon hefur boðið sig fram enda er nafnið býsna algengt. Nánar má lesa um hina þrjá frambjóðendurna hér fyrir neðan. Fyrrverandi körfuboltamaður í hjálparstarfi í Kenýa Húni Húnfjörð er fæddur árið 1977 og er menntaður viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum. Hann lék körfubolta á yngri árum með Keflavík og ÍR, hefur kennt viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og hefur undanfarin ár unnið við að byggja upp skóla fyrir munaðarlaus börn í Kenýa. Húni skrifaði færslu um framboðið á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar skrifaði hann „Forsetaframboð? Ég lofa að nota ne[i]tunarvaldið óspart. Forseta matarboðin verða flott og aldrei að vita nema þetta verði fyrsti forseti Íslands sem tengir við þig...þú sem ert að vakna.“ Húni Húnfjörð hefur starfað mikið í Kenýa undanfarin ár. Búi á Bessastaði Búi Baldvinsson er fæddur árið 1975 og starfar sem kvikmyndargerðarmaður. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Hero Productions. Hann hefur unnið að fjölda risastórra Hollywood-kvikmynda, þar á meðal Star Wars VII - The Force Awakens, The Secret Life of Walter Mitty, Noah og Stardust. Búi greindi líka frá framboði sínu á Facebook í dag. Þar skrifaði hann „Búi á Bessastaði hljómar eithvað svo fallega.“ Vilius Petrikas og Búi Baldvinsson.Vísir/Hulda Margrét Verslunarstjóri Subway í Reykjanesbæ Minna er vitað um Oliver Þórisson en hann er fæddur árið 1973 og hefur áður starfað sem verslunarstjóri hjá Subway í Fitjum í Reykjanesbæ. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Á Ísland.is má sjá alla frambjóðendur til forseta undir síðunni „Meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024“. Þar fer fram rafræn meðmælasöfnun frambjóðenda og getur fólk skrifað rafrænt undir meðmæli. Það sem vekur líka athygli er að það er einstaklega auðvelt að stofna til meðmælasöfnunar fyrir forsetaframboð svo lengi sem maður stenst aldurskröfur. Í gær greindi Vísir frá því að Agnieszka Sokolowska, túlkur og verkefnastjóri af pólskum uppruna, hefði boðið sig fram. Síðan þá hefur heldur betur bæst í hópinn en þeir fjórir sem bættust við í dag eru: Oliver Þórisson, Ingvar Magnússon, Húni Húnfjörð og Búi Baldvinsson. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvaða Ingvar Magnússon hefur boðið sig fram enda er nafnið býsna algengt. Nánar má lesa um hina þrjá frambjóðendurna hér fyrir neðan. Fyrrverandi körfuboltamaður í hjálparstarfi í Kenýa Húni Húnfjörð er fæddur árið 1977 og er menntaður viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum. Hann lék körfubolta á yngri árum með Keflavík og ÍR, hefur kennt viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og hefur undanfarin ár unnið við að byggja upp skóla fyrir munaðarlaus börn í Kenýa. Húni skrifaði færslu um framboðið á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar skrifaði hann „Forsetaframboð? Ég lofa að nota ne[i]tunarvaldið óspart. Forseta matarboðin verða flott og aldrei að vita nema þetta verði fyrsti forseti Íslands sem tengir við þig...þú sem ert að vakna.“ Húni Húnfjörð hefur starfað mikið í Kenýa undanfarin ár. Búi á Bessastaði Búi Baldvinsson er fæddur árið 1975 og starfar sem kvikmyndargerðarmaður. Hann er stofnandi og framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Hero Productions. Hann hefur unnið að fjölda risastórra Hollywood-kvikmynda, þar á meðal Star Wars VII - The Force Awakens, The Secret Life of Walter Mitty, Noah og Stardust. Búi greindi líka frá framboði sínu á Facebook í dag. Þar skrifaði hann „Búi á Bessastaði hljómar eithvað svo fallega.“ Vilius Petrikas og Búi Baldvinsson.Vísir/Hulda Margrét Verslunarstjóri Subway í Reykjanesbæ Minna er vitað um Oliver Þórisson en hann er fæddur árið 1973 og hefur áður starfað sem verslunarstjóri hjá Subway í Fitjum í Reykjanesbæ.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00