Sport

Luke Littler hugsar um að enda ferilinn snemma

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luke Littler er í fremstu röð pílukastara þrátt fyrir ungan aldur
Luke Littler er í fremstu röð pílukastara þrátt fyrir ungan aldur Tom Dulat/Getty Images

Luke Littler er 17 ára gamall pílukastari sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Þrátt fyrir afar ungan aldur er hann farinn að huga að endalokum ferilsins. 

Littler endaði í öðru sæti heimsmeistaramótsins eftir æsispennandi viðureign gegn Luke Humphries í úrslitaleik í Ally Pally. Það sem af er árs 2024 hefur hann sankað að sér um 250.000 pundum í verðlaunafé, um 44 milljónum króna. 

Í viðtali við The Times talaði Littler um óhjákvæmileg endalok ferilsins. Þar sagðist hann vel sjá fyrir sér að leggja pílurnar á hilluna eftir tíu ár, þegar hann verður 27 ára gamall. 

„Ég er búinn að vera að spila mjög lengi og upp alla yngri flokkana. Ferillinn verður líklega um tíu, kannski fimmtán ár ef ég hef fengið nóg.“

Eins og áður segir hefur Littler skotist upp á stjörnuhimininn. Hann hlaut inngöngu í úrvalsdeild pílukastara fyrr á árinu og hefur notið góðs gengis, sem stendur er hann í fjórða sæti, en Michael van Gerwen trónir á toppnum. 


Tengdar fréttir

Heimsmeistarinn varar Luke Littler við

Undrabarn pílunnar verður að passa sig að mati heimsmeistarans því hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×