Vaknaðu núna Ástþór Magnússon skrifar 23. febrúar 2024 11:31 Svokallaðir sérfræðingar í varnarmálum flykkjast nú hver af öðrum í fjölmiðla með áróður hergagnaiðnaðirns að þjóðir Evrópu verði að setja stóraukin fjáraustur í hermangið. Morgunblaðið varar við árás á Ísland Tveimur árum eftir að allt sauð uppúr milli Úkraníu og Rússlands birtir Morgunblaðið grein sem segir: “Líklegt að ráðist yrði á Keflavíkurstöðina í stríði” þar sem Fabian Hoffmann “sérfræðingur í varnarmálum og eldflaugahernaði” segir að miklar líkur séu á því að Rússar myndu ráðast á Ísland ef til átaka kemur á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins. Ég vakti ítekað athygli á þessari hættu í aðdraganda forsetakosninga árið 2016 og skoraði á þjóðina að grípa strax til aðgerða til að afstýra því að við myndum leiðast í styrjöld við Rússland. Íslenskir ráðmenn í fullum herskrúða Í stað þess að grípa til aðgerða til friðar klæddust íslenskir ráðamenn fullum herskrúða og greiddu fyrir vopnaflutninga með skattfé Íslensku þjóðarinnar til stríðs við Rússland. Utanríkisráðherra gerðist sölumaður dauðans fyrir bandaríska hergagnaframleiðendur. Í nafni Íslensku þjóðarinnar hitti hún bandaríska hershöfðingja í Washington og ferðaðist síðan með þeirra veganesti til leiðtoga Evrópuríkja að þrýsta á aukna fjármuni í hermangið. Ég hef ítrekað undanfarinn áratug varað við því að ef styrjöld brýst út við Rússland gæti það þróast í kjarnorkustyrjöld á milli stórveldanna og slíkt gæti gerst á tiltölulega stuttum tíma. Gæti rústað Reykjavík Flugvöllurinn í Keflavík sem jafnframt gegnir hlutverki herflugvallar svo og kafbátastöðin í Hvalfirði eru augljóst skotmörk í slíkum átökum. Verði kjarnorkusprengjum skotið á þessar herstöðvar sem við Íslendingar hýsum með bandarísku herliði, gæti það lagt Reykjavík í eyði vegna geislavirkni sem líklegt er að myndi færast yfir höfuðborgarsvæðið. Við erum að horfa hér á ógn sem gæti útrýmt stórum hluta Íslensku þjóðarinnar. Á margföldum hljóðhraða Kjarnorkusprengjur myndu líklegast berast utan úr geimnum með langdrægum flaugum á margföldum hljóðhraða. Það er í hraun hlægilegur áróður að halda því fram að við getum varist slíku með einhverjum skotvopnum bandarískra hergagnaframleiðenda. Það er kominn tími til að þjóðin taki á þessum málaflokki af festu og alvöru og hætti þátttöku í stríðleikjum úr smiðjum bandarískra hergagnaframleiðenda sem eru stærsta ógnin við heimsfriðinn í dag. Við getum byrjað á að Virkja Bessastaði til friðarmála, að forseti Íslands í stað þess að tala fyrir hernaði leiði menn saman til viðræðna um varanlegan frið. Afstýrum þriðju heimsstyrjöldinni Við þurfum samhent átak grasrótar, atvinnulífs og stjórnmála til að afstýra þriðju heimsstyrjöldinni sem er nú í fæðingu og mun hellast yfir okkur á næstu árum verði haldið áfram á sömu braut. Hér eru myndbönd um þetta málefni sem voru birt á vef mínum forsetakosningar.is í aðdraganda forsetakosninga árið 2016: Rússar vara við heimstyrjöld - Heimsfriðurinn hangir á bláþræði Þjóðaröryggistefna sem ógnar Íslendingum Vaknaðu núna! Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Svokallaðir sérfræðingar í varnarmálum flykkjast nú hver af öðrum í fjölmiðla með áróður hergagnaiðnaðirns að þjóðir Evrópu verði að setja stóraukin fjáraustur í hermangið. Morgunblaðið varar við árás á Ísland Tveimur árum eftir að allt sauð uppúr milli Úkraníu og Rússlands birtir Morgunblaðið grein sem segir: “Líklegt að ráðist yrði á Keflavíkurstöðina í stríði” þar sem Fabian Hoffmann “sérfræðingur í varnarmálum og eldflaugahernaði” segir að miklar líkur séu á því að Rússar myndu ráðast á Ísland ef til átaka kemur á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins. Ég vakti ítekað athygli á þessari hættu í aðdraganda forsetakosninga árið 2016 og skoraði á þjóðina að grípa strax til aðgerða til að afstýra því að við myndum leiðast í styrjöld við Rússland. Íslenskir ráðmenn í fullum herskrúða Í stað þess að grípa til aðgerða til friðar klæddust íslenskir ráðamenn fullum herskrúða og greiddu fyrir vopnaflutninga með skattfé Íslensku þjóðarinnar til stríðs við Rússland. Utanríkisráðherra gerðist sölumaður dauðans fyrir bandaríska hergagnaframleiðendur. Í nafni Íslensku þjóðarinnar hitti hún bandaríska hershöfðingja í Washington og ferðaðist síðan með þeirra veganesti til leiðtoga Evrópuríkja að þrýsta á aukna fjármuni í hermangið. Ég hef ítrekað undanfarinn áratug varað við því að ef styrjöld brýst út við Rússland gæti það þróast í kjarnorkustyrjöld á milli stórveldanna og slíkt gæti gerst á tiltölulega stuttum tíma. Gæti rústað Reykjavík Flugvöllurinn í Keflavík sem jafnframt gegnir hlutverki herflugvallar svo og kafbátastöðin í Hvalfirði eru augljóst skotmörk í slíkum átökum. Verði kjarnorkusprengjum skotið á þessar herstöðvar sem við Íslendingar hýsum með bandarísku herliði, gæti það lagt Reykjavík í eyði vegna geislavirkni sem líklegt er að myndi færast yfir höfuðborgarsvæðið. Við erum að horfa hér á ógn sem gæti útrýmt stórum hluta Íslensku þjóðarinnar. Á margföldum hljóðhraða Kjarnorkusprengjur myndu líklegast berast utan úr geimnum með langdrægum flaugum á margföldum hljóðhraða. Það er í hraun hlægilegur áróður að halda því fram að við getum varist slíku með einhverjum skotvopnum bandarískra hergagnaframleiðenda. Það er kominn tími til að þjóðin taki á þessum málaflokki af festu og alvöru og hætti þátttöku í stríðleikjum úr smiðjum bandarískra hergagnaframleiðenda sem eru stærsta ógnin við heimsfriðinn í dag. Við getum byrjað á að Virkja Bessastaði til friðarmála, að forseti Íslands í stað þess að tala fyrir hernaði leiði menn saman til viðræðna um varanlegan frið. Afstýrum þriðju heimsstyrjöldinni Við þurfum samhent átak grasrótar, atvinnulífs og stjórnmála til að afstýra þriðju heimsstyrjöldinni sem er nú í fæðingu og mun hellast yfir okkur á næstu árum verði haldið áfram á sömu braut. Hér eru myndbönd um þetta málefni sem voru birt á vef mínum forsetakosningar.is í aðdraganda forsetakosninga árið 2016: Rússar vara við heimstyrjöld - Heimsfriðurinn hangir á bláþræði Þjóðaröryggistefna sem ógnar Íslendingum Vaknaðu núna! Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar