Körfubolti

Hver tekur síðasta skotið á ögur­stundu?

Siggeir Ævarsson skrifar
Landsliðshópurinn lítur vel út
Landsliðshópurinn lítur vel út Skjáskot Stöð 2 Sport

Sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi, þeir Helgi Magnússon og Sævar Sævarsson, fóru yfir landsliðshópinn sem leikur tvo leiki í undankeppni EM á næstu dögum.

Íslenska liðið leikur gegn Ungverjalandi í Laugardalshöll fimmtudaginn 22. febrúar og þann 25. febrúar mætir liðið Tyrkjum í Istanbúl. Ísland er í B-riðli með Tyrklandi, Ítalíu og Ungverjalandi og fara þrjú efstu liðin áfram á lokamót EM haustið 2025

Þeir Helgi og Sævar voru sammála um að þetta væri einn sterkasti hópur sem Íslendingar geta stillt upp og fögnuðu endurkomu Martins Hermannsonar í liðið. Helgi valdi sitt byrjunarlið sem var svona:

Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason, Elvar Már Friðriksson, Ægir Þór Steinarsson og svo valdi hann Kristófer Acox „til að fá smá stærð þarna inn.“ Sævar var á svipaðri skoðun en vildi taka Ægi út fyrir Jón Axel Guðmundsson.

Klippa: Umræða um landsliðið

Næsta mál á dagskrá var svo hver ætti að taka síðasta skotið þegar allt væri undir. Þeir félagar voru sammála um að setja boltann í hendurnar á Elvari og hann ætti að finna opinn mann, en taka sjálfur skotið ef allt annað klikkar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×