Orkuinnviðum á Suðurnesjum ógnað Anton Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2024 09:01 Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Örfáum klukkustundum síðar höfðu vísindamenn keyrt hraunflæðilíkan sem fól í sér að hætt væri við að hraun frá eldgosinu ógnaði heitavatnslögn frá orkustöð HS Orku í Svartsengi sem flytur heitt vatn til byggðarlaganna á Suðurnesjum. Kl 12:05 sama dag rofnaði heitavatnslögnin eftir að hraunjaðarinn og glóandi hraunið fór yfir hana. Þar með var orðið heitavatnslaust á Suðurnesjum. Sú staðreynd blasið við að hraun hefur runnið nú í tvígang yfir hitaveitulagnir á Suðurnesjum. Í því ljósi hlýtur að teljast að mjög líklegt sé að virkjunin í Svartsengi fari undir hraun í náinni framtíð. Málið var á dagskrá á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga Suðurnesjum á dögunum þar sem undirritaður situr fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Stjórn SSS bókaði eftirfarandi „Svartasta myndin rættist í síðustu eldgosum í ljósi þess leggur stjórn S.S.S. áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum, m.a. að koma upp öðrum veitum á Reykjanesskaganum til að tryggja heitt vatn og raforku. Ljóst er að ekki dugar lengur að treysta á eina virkjun til húshitunar eins og verið hefur.“ Raforka Suðurnesjamenn þurfa á Suðurnesjalínu 2 að halda og það strax, Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnes heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Heitt vatn Heita vatnið er mikið hagsmunamál fyrir svæðið í heild sinni í raun stórt og veiga mikið öryggismál sem snertir alla Suðurnesjamenn. Hafin er vinna við það að endurvekja lághitaholur á svæðinu með 70 til 100 gráða heitu vatni með það fyrir augum að koma upp eins konar varahitaveitu. sem voru boraðar fyrir um 50 árum. Eru þær holur á Njarðvíkurheiði í Reykjanesbæ og á Rosmhvalanesi í Suðurnesjabæ. Kalt vatn Varavatnsból fyrir Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ er núna tilbúið. Vatnsbólið er staðsett við Árnarétt hjá Garði í Suðurnesjabæ. Ráðist var í verkið í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Suðurnesjum og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið að Lágum við Svartsengi Kalda vatnið er algjör grunnforsenda byggðar og atvinnulífs og það þarf að vera aðgengi að því þegar á reynir. Mikilvægt að þétta samtalið um næstu skref Það liggur í hlutarins eðlis að það þarf að hafa hraðar hendur um næstu skref. 30.000 manna samfélag á Suðurnesjum er undir ásamt starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ Þétta þarf markvisst samtöl Alþingismanna, Sveitarstjórnarmanna, Sérfræðinga og embættismanna til þess eins að veita málefnum sem snerta innviðaruppbyggingu á Suðurnesjum framgang í stjórnsýslu og stjórnsýslu ákvörðunum vegna þess að það liggur mikið við. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjalína 2 Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Örfáum klukkustundum síðar höfðu vísindamenn keyrt hraunflæðilíkan sem fól í sér að hætt væri við að hraun frá eldgosinu ógnaði heitavatnslögn frá orkustöð HS Orku í Svartsengi sem flytur heitt vatn til byggðarlaganna á Suðurnesjum. Kl 12:05 sama dag rofnaði heitavatnslögnin eftir að hraunjaðarinn og glóandi hraunið fór yfir hana. Þar með var orðið heitavatnslaust á Suðurnesjum. Sú staðreynd blasið við að hraun hefur runnið nú í tvígang yfir hitaveitulagnir á Suðurnesjum. Í því ljósi hlýtur að teljast að mjög líklegt sé að virkjunin í Svartsengi fari undir hraun í náinni framtíð. Málið var á dagskrá á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga Suðurnesjum á dögunum þar sem undirritaður situr fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Stjórn SSS bókaði eftirfarandi „Svartasta myndin rættist í síðustu eldgosum í ljósi þess leggur stjórn S.S.S. áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum, m.a. að koma upp öðrum veitum á Reykjanesskaganum til að tryggja heitt vatn og raforku. Ljóst er að ekki dugar lengur að treysta á eina virkjun til húshitunar eins og verið hefur.“ Raforka Suðurnesjamenn þurfa á Suðurnesjalínu 2 að halda og það strax, Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnes heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Heitt vatn Heita vatnið er mikið hagsmunamál fyrir svæðið í heild sinni í raun stórt og veiga mikið öryggismál sem snertir alla Suðurnesjamenn. Hafin er vinna við það að endurvekja lághitaholur á svæðinu með 70 til 100 gráða heitu vatni með það fyrir augum að koma upp eins konar varahitaveitu. sem voru boraðar fyrir um 50 árum. Eru þær holur á Njarðvíkurheiði í Reykjanesbæ og á Rosmhvalanesi í Suðurnesjabæ. Kalt vatn Varavatnsból fyrir Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ er núna tilbúið. Vatnsbólið er staðsett við Árnarétt hjá Garði í Suðurnesjabæ. Ráðist var í verkið í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Suðurnesjum og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið að Lágum við Svartsengi Kalda vatnið er algjör grunnforsenda byggðar og atvinnulífs og það þarf að vera aðgengi að því þegar á reynir. Mikilvægt að þétta samtalið um næstu skref Það liggur í hlutarins eðlis að það þarf að hafa hraðar hendur um næstu skref. 30.000 manna samfélag á Suðurnesjum er undir ásamt starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ Þétta þarf markvisst samtöl Alþingismanna, Sveitarstjórnarmanna, Sérfræðinga og embættismanna til þess eins að veita málefnum sem snerta innviðaruppbyggingu á Suðurnesjum framgang í stjórnsýslu og stjórnsýslu ákvörðunum vegna þess að það liggur mikið við. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar