Íslenskir bændur upplifi meiri einkenni þunglyndis og streitu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 23:04 Bóndi við störf. Vísir/Vilhelm Niðurstöður nýrrar rannsóknar á líðan og seiglu íslenskra bænda benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Fjallað er um rannsóknina á vef Byggðastofnunar, sem styrkti rannsóknina. Hún var framkvæmd við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri af Báru Elísabetu Dagsdóttur sérfræðingi hjá miðstöðinni. Rannsóknin fól í sér vefkönnun meðal félagsmanna Bændasamtaka Íslands þar sem líðan bænda var metin með tilliti til þunglyndis, kvíða og streitu. Að auki var lagt mat á seiglu íslenskra bænda en fram kemur að hún hafi ekki verið skoðuð sérstaklega áður. Niðurstöðurnar voru bornar saman við gögn úr rannsókn embættis landlæknis Heilsa og líðan Íslendinga frá árinu 2022. Niðurstöður samanburðarins benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Einnig séu hlutfallslíkur (e. odds) bænda á að flokkast með væg/miðlungs eða alvarleg/mjög alvarleg einkenni þunglyndis og streitu á móti eðlilegum einkennum hærri en samanburðarhópsins, að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta. Vinnuálag mikið Þá megi sjá vísbendingar um að þeir bændur sem hafa áform um atvinnuskipti eða flutninga upplifi meiri einkenni þunglyndis, streitu og kvíða. Þar sé þó mikil tölfræðileg óvissa um raunverulegan mun vegna þess hve fáir svöruðu. Erfitt sé að draga ályktanir út frá niðurstöðunum um hvort seigla bænda sé minni eða meiri en annarra þar sem ekki eru til stöðluð viðmið um túlkun skora á seiglukvarðanum og engin samanburðargögn. Þrátt fyrir það virðist meðalskorið vera heldur lágt í samanburði við skor úr öðrum rannsóknum. Loks kemur fram að stór hluti bænda telji sig mjög oft eða alltaf hafa of mikið að gera og sömuleiðis megi sjá í samanburði á svörum bænda og samanburðarhóps að vinnuálag bænda sé að þeirra mati ójafnara og þeir telji sig frekar þurfa að vinna á miklum hraða. Hægt er að lesa um rannsóknina í heild sinni hér. Landbúnaður Byggðamál Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Fjallað er um rannsóknina á vef Byggðastofnunar, sem styrkti rannsóknina. Hún var framkvæmd við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri af Báru Elísabetu Dagsdóttur sérfræðingi hjá miðstöðinni. Rannsóknin fól í sér vefkönnun meðal félagsmanna Bændasamtaka Íslands þar sem líðan bænda var metin með tilliti til þunglyndis, kvíða og streitu. Að auki var lagt mat á seiglu íslenskra bænda en fram kemur að hún hafi ekki verið skoðuð sérstaklega áður. Niðurstöðurnar voru bornar saman við gögn úr rannsókn embættis landlæknis Heilsa og líðan Íslendinga frá árinu 2022. Niðurstöður samanburðarins benda til þess að bændur upplifi að jafnaði meiri einkenni þunglyndis og streitu en aðrir Íslendingar á vinnumarkaði. Einnig séu hlutfallslíkur (e. odds) bænda á að flokkast með væg/miðlungs eða alvarleg/mjög alvarleg einkenni þunglyndis og streitu á móti eðlilegum einkennum hærri en samanburðarhópsins, að teknu tilliti til lýðfræðilegra þátta. Vinnuálag mikið Þá megi sjá vísbendingar um að þeir bændur sem hafa áform um atvinnuskipti eða flutninga upplifi meiri einkenni þunglyndis, streitu og kvíða. Þar sé þó mikil tölfræðileg óvissa um raunverulegan mun vegna þess hve fáir svöruðu. Erfitt sé að draga ályktanir út frá niðurstöðunum um hvort seigla bænda sé minni eða meiri en annarra þar sem ekki eru til stöðluð viðmið um túlkun skora á seiglukvarðanum og engin samanburðargögn. Þrátt fyrir það virðist meðalskorið vera heldur lágt í samanburði við skor úr öðrum rannsóknum. Loks kemur fram að stór hluti bænda telji sig mjög oft eða alltaf hafa of mikið að gera og sömuleiðis megi sjá í samanburði á svörum bænda og samanburðarhóps að vinnuálag bænda sé að þeirra mati ójafnara og þeir telji sig frekar þurfa að vinna á miklum hraða. Hægt er að lesa um rannsóknina í heild sinni hér.
Landbúnaður Byggðamál Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira