Fólk búið undir alls konar vendingar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 17:43 Unnið við hina nýju hitaveitulögn. Vísir/Ívar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. „Í fyrsta lagi er ótrúlegt að sjá náttúruna að verki og þetta mikla hraun sem hér er komið. En hér er auðvitað líka búið að vinna þrekvirki,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Heitt vatn til Reykjanesbúa fór að komast aftur á úr nýrri hitaveitulögn í dag eftir að hin fyrri eyðilagðist í eldgosi í síðustu viku. Katrín heimsótti einnig starfsfólk HS Veitna og ræddi meðal annars við íbúa á svæðinu, sem og starfsfólk sveitarfélaga. Hún segir mikið verk framundan að nýta reynsluna af því sem hefur átt sér stað í Svartsengi í framtíðaráætlanir uppbyggingar á svæðinu. „Hér var auðvitað gríðarlega mikilvægt, að hér var til mikið efni, þannig að hægt var að ráðast í þetta, vegna þess að fólk var tilbúið undir það að hér gæti ýmislegt gerst. Það er mikilvægt að við höfum slíkar skammtímalausnir alltaf til reiðu en það þarf líka eins og ég segi að huga að lengri framtíð.“ Undirbúningsvinna hafi skilað sér Spurningar hafa vaknað um það hvort stjórnvöld og rekstraraðilar orkuveitu á Reykjanesi hafi verið nægilega undirbúið fyrir hamfarirnar sem urðu þegar hitaveitulögnin brast í eldgosinu í síðustu viku, með tilliti til þess að þrjú ár eru liðin síðan jarðfræðingar lýstu yfir nýju tímabili jarðhræringa á Reykjanesi. Katrín segir að byrjað hafi verið að huga að nýrri hitaveitulögn frá Svartsengi í nóvember. Í raun hafi lítið verið eftir af þeirri vinnu þegar eldgosið hófst og eyðilagði hina hitaveitullögnina. „Við auðvitað fórum líka í þessa varnargarða, sem ég held að hafi skipt gríðarlegu máli, þegar við sjáum þetta núna. Þannig það er margt búið að gera og við hefðum ekki getað farið í þá varnargarða eins hratt og var gert, nema af því að það var búið að kortleggja þá, hanna og reikna þetta út.“ Taka með inn í skipulag framtíðar Katrín segir liggja fyrir að þjóðin sé að fara inn í áframhaldandi tímabil óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Öllu skipti að reynslan sé nýtt inn í framtíðina. „Við þurfum að fara að taka tillit til náttúruvár í öllu okkar skipulagi. Því það hefur ekki verið hluti af í raun og veru skipulagslöggjöf að taka tillit til náttúruvár, það er eitthvað sem við augljóslega þurfum að endurskoða.“ Hún segir jarðvísindamann hafa bent sér á að alla tuttugustu öldina hafi jörð á Reykjanesi verið tiltölulega róleg. Á sama tíma hafi verið byggt einna mest á nesinu. „Þannig mér fannst það áhugaverður punktur að við erum á þeim stað núna að við getum verið að fara inn í ár, misseri, jafnvel áratugi af umbrotum, þannig það þarf auðvitað að huga að þessu í öllu skipulagi núna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Sjá meira
„Í fyrsta lagi er ótrúlegt að sjá náttúruna að verki og þetta mikla hraun sem hér er komið. En hér er auðvitað líka búið að vinna þrekvirki,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Heitt vatn til Reykjanesbúa fór að komast aftur á úr nýrri hitaveitulögn í dag eftir að hin fyrri eyðilagðist í eldgosi í síðustu viku. Katrín heimsótti einnig starfsfólk HS Veitna og ræddi meðal annars við íbúa á svæðinu, sem og starfsfólk sveitarfélaga. Hún segir mikið verk framundan að nýta reynsluna af því sem hefur átt sér stað í Svartsengi í framtíðaráætlanir uppbyggingar á svæðinu. „Hér var auðvitað gríðarlega mikilvægt, að hér var til mikið efni, þannig að hægt var að ráðast í þetta, vegna þess að fólk var tilbúið undir það að hér gæti ýmislegt gerst. Það er mikilvægt að við höfum slíkar skammtímalausnir alltaf til reiðu en það þarf líka eins og ég segi að huga að lengri framtíð.“ Undirbúningsvinna hafi skilað sér Spurningar hafa vaknað um það hvort stjórnvöld og rekstraraðilar orkuveitu á Reykjanesi hafi verið nægilega undirbúið fyrir hamfarirnar sem urðu þegar hitaveitulögnin brast í eldgosinu í síðustu viku, með tilliti til þess að þrjú ár eru liðin síðan jarðfræðingar lýstu yfir nýju tímabili jarðhræringa á Reykjanesi. Katrín segir að byrjað hafi verið að huga að nýrri hitaveitulögn frá Svartsengi í nóvember. Í raun hafi lítið verið eftir af þeirri vinnu þegar eldgosið hófst og eyðilagði hina hitaveitullögnina. „Við auðvitað fórum líka í þessa varnargarða, sem ég held að hafi skipt gríðarlegu máli, þegar við sjáum þetta núna. Þannig það er margt búið að gera og við hefðum ekki getað farið í þá varnargarða eins hratt og var gert, nema af því að það var búið að kortleggja þá, hanna og reikna þetta út.“ Taka með inn í skipulag framtíðar Katrín segir liggja fyrir að þjóðin sé að fara inn í áframhaldandi tímabil óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Öllu skipti að reynslan sé nýtt inn í framtíðina. „Við þurfum að fara að taka tillit til náttúruvár í öllu okkar skipulagi. Því það hefur ekki verið hluti af í raun og veru skipulagslöggjöf að taka tillit til náttúruvár, það er eitthvað sem við augljóslega þurfum að endurskoða.“ Hún segir jarðvísindamann hafa bent sér á að alla tuttugustu öldina hafi jörð á Reykjanesi verið tiltölulega róleg. Á sama tíma hafi verið byggt einna mest á nesinu. „Þannig mér fannst það áhugaverður punktur að við erum á þeim stað núna að við getum verið að fara inn í ár, misseri, jafnvel áratugi af umbrotum, þannig það þarf auðvitað að huga að þessu í öllu skipulagi núna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Sjá meira