Fyrra metið átti Jón Diðriksson en var það frá árinu 1980. Gamla metið var 3:45,6 en Baldvin hljóp á tímanum 3:41,05 og bætti metið því um fjórar sekúndur rúmar. Metið í dag féll á Reykjavíkurleikunum og kom Baldvin Þór tæpri sekúndu á undan Norðmanninum Håkon Berg Moe í mark.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldvin Þór bætir Íslandmet Jóns Diðrikssonar en 2021 sló hann met Jóns í sömu vegalend utanhúss. Baldvin á einnig Íslandsmet í 3000 m hlaupi og 5000 m og einnig í 10 km götuhlaupi.
Sigurbjörn Árni lýsti hlaupinu af sinni alkunnu stóísku ró á RÚV.
Baldvin Þór Magnússon setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla innanhúss á Reykjavíkurleikunum. Hann sló 44 ára gamalt met.
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 4, 2024
Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann! Þetta verður Íslandsmet!
Hér er lokaspretturinn þar sem Sigurbjörn Árni fer á kostum pic.twitter.com/HMCfzhQOBn