Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2024 12:32 SZA, Laufey Lín, Miley Cyrus og Taylor Swift eru allar tilnefndar í kvöld. Vísir/EPA og Vilhelm Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist [e.Traditional Pop Vocal Album] og Ólafur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist [e. Best New Age, Ambient, or Chant Album]. Fleiri konur en karlar eru tilnefndar í aðalflokkunum og því má búast við því að kvenkyns listamenn verði í aðalhlutverki í kvöld. Meðal þeirra kvenmanna sem eru tilnefndar eru Taylor Swift, Miley Cyrus, Sza, Lana Del Rey og auðvitað Laufey Lín. Sza er með flestar tilnefningar eða alls níu. Vinni hún verðlaun fyrir bestu plötuna verður það í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem svört kona vinnur fyrir það. Síðast vann Lauryn Hill fyrir plötu sína The Miseducation of Lauryn Hill. Ef Taylor Swift vinnur fyrir bestu plötuna mun hún verða mest verðlaunaði listamaður í sögu verðlaunanna og mun þá hafa unnið í þeim flokki fjórum sinnum. Þær Victoria Monét og Phoebe Bridgers eru báðar með sjö tilnefningar. Með sex tilnefningar eru svo Taylor Swift, Olivia Rodrigo, Miley Cyrus, Billie Eilish, Brandy Clark, Batiste og tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff. Barbie með ellefu tilnefningar Tónlist úr Barbie kvikmyndinni er samanlagt með ellefu tilnefningar en Billie Eilish var sem dæmi með lag í myndinni. „Það er það sama í gegnum alla sýninguna, konur eru ráðandi,“ er haft eftir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ben Winston, á AP. „Það er eitthvað sem við fögnum í kvöld,“ sagði annar yfirmaður hátíðarinnar, Raj Kapoor og að það væri nær fordæmalaust hve margar konur eru tilnefndar. Grínistinn Trevor Noah er kynnir hátíðarinnar fjórða árið í röð. Hægt er að horfa á hátíðina á CBS og Paramount+ sé fólk statt í Bandaríkjunum en einnig er hægt að horfa á heimasíðu Samtaka tónlistarmanna í Bandaríkjunum eða á heimasíðu Grammy-hátíðarinnar. Trevor Noah er kynnir á Grammy-hátíðinni í kvöld. Vísir/EPA Hátíðin hefst klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma en hægt verður að fylgjast með rauða dreglinum allt frá því um klukkan níu. Verðlaunin eru ekki bara verðlaunaafhending því fjöldi listamanna flytur tónlist sína á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru SZA, Joni Mitchell og Billy Joel. Auk þeirra eru á dagskránni Billie Eilish, Olivia Rodrigo, Dua Lipa, Burna Boy, Luke Combs og Travis Scott. Grammy-verðlaunin Hollywood Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Tengdar fréttir Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist [e.Traditional Pop Vocal Album] og Ólafur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist [e. Best New Age, Ambient, or Chant Album]. Fleiri konur en karlar eru tilnefndar í aðalflokkunum og því má búast við því að kvenkyns listamenn verði í aðalhlutverki í kvöld. Meðal þeirra kvenmanna sem eru tilnefndar eru Taylor Swift, Miley Cyrus, Sza, Lana Del Rey og auðvitað Laufey Lín. Sza er með flestar tilnefningar eða alls níu. Vinni hún verðlaun fyrir bestu plötuna verður það í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem svört kona vinnur fyrir það. Síðast vann Lauryn Hill fyrir plötu sína The Miseducation of Lauryn Hill. Ef Taylor Swift vinnur fyrir bestu plötuna mun hún verða mest verðlaunaði listamaður í sögu verðlaunanna og mun þá hafa unnið í þeim flokki fjórum sinnum. Þær Victoria Monét og Phoebe Bridgers eru báðar með sjö tilnefningar. Með sex tilnefningar eru svo Taylor Swift, Olivia Rodrigo, Miley Cyrus, Billie Eilish, Brandy Clark, Batiste og tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff. Barbie með ellefu tilnefningar Tónlist úr Barbie kvikmyndinni er samanlagt með ellefu tilnefningar en Billie Eilish var sem dæmi með lag í myndinni. „Það er það sama í gegnum alla sýninguna, konur eru ráðandi,“ er haft eftir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ben Winston, á AP. „Það er eitthvað sem við fögnum í kvöld,“ sagði annar yfirmaður hátíðarinnar, Raj Kapoor og að það væri nær fordæmalaust hve margar konur eru tilnefndar. Grínistinn Trevor Noah er kynnir hátíðarinnar fjórða árið í röð. Hægt er að horfa á hátíðina á CBS og Paramount+ sé fólk statt í Bandaríkjunum en einnig er hægt að horfa á heimasíðu Samtaka tónlistarmanna í Bandaríkjunum eða á heimasíðu Grammy-hátíðarinnar. Trevor Noah er kynnir á Grammy-hátíðinni í kvöld. Vísir/EPA Hátíðin hefst klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma en hægt verður að fylgjast með rauða dreglinum allt frá því um klukkan níu. Verðlaunin eru ekki bara verðlaunaafhending því fjöldi listamanna flytur tónlist sína á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru SZA, Joni Mitchell og Billy Joel. Auk þeirra eru á dagskránni Billie Eilish, Olivia Rodrigo, Dua Lipa, Burna Boy, Luke Combs og Travis Scott.
Grammy-verðlaunin Hollywood Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Tengdar fréttir Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15
Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35