Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. janúar 2024 22:59 Hjalti hafði sannarlega ástæðu til að brosa í kvöld, en beið þó með það þangað til í leikslok Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik. „Bara í fyrsta leik maður! Já við gerðum bara fjandi vel. „Varnarlega áttu þær voða fá svör“. Við „skátuðum“ þær helvíti vel, gerðum vel og héldum plani. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði.“ Talandi um að kortleggja andstæðinga, þá gátu Keflvíkingar ekki skipulagt hvernig þær tókust á við nýjan leikmann Vals en Téa Adams lék sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld eftir að hafa komið til landsins á sunnudag. Valur hafði ekki tilkynnt neitt um komu hennar og Hjalti viðurkenndi að það hefði ekki legið neitt á fréttatilkynningu. „Nei nei. Hún kom á sunnudaginn, við vorum svo sem ekkert að flagga því, get alveg viðurkennt það, en við vorum svo sem ekkert að fela það heldur. Hún mætti bara á æfingu og æfði með okkur. Við svona fyrstu kynni lítur hún bara mjög vel út.“ Hún náttúrulega kláraði leikinn fyrir ykkur þegar á reyndi. „Það er bara svoleiðis. Hún bara þorði og lét vaða og bara gerði þrælvel.“ Téa Adams steig heldur betur upp í lok leiksins og skoraði sigurkörfuna upp á eigin spýturVísir/Hulda Margrét Valskonur voru með þrjá leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld sem voru ekki hluti af liðinu í upphfi móts. Hjalti sagði að liðið væri loks að finna einhvern takt, þetta væri allt á réttri leið. „Við töpum hérna á móti Snæfelli í síðustu umferð og vorum hrikalegar þá. Eigum síðan leik á móti Grindavík, bikarleik, þar svona fannst mér koma smá neisti. Ákefð og framlag og mér fannst vera svolítið framhald af því í dag. Svo kom sóknarleikurinn með í dag, hann var ekki með á móti Grindavík, en það er sjálfstraust með vörninni.“ Ekki mátti miklu muna að vítanýting Vals myndi kosta liðið sigurinn, en þrátt fyrir það þá féllu litlu hlutirnir með Valskonum í kvöld, sem hefur ekki verið raunin á þessu tímibili. „Loksins,“ - sagði Hjalti og glotti. „Það er bara ekki neitt búið að falla með okkur í vetur. Bara loksins og vonandi heldur það áfram og við fáum aðeins lukkuna með okkur.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
„Bara í fyrsta leik maður! Já við gerðum bara fjandi vel. „Varnarlega áttu þær voða fá svör“. Við „skátuðum“ þær helvíti vel, gerðum vel og héldum plani. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði.“ Talandi um að kortleggja andstæðinga, þá gátu Keflvíkingar ekki skipulagt hvernig þær tókust á við nýjan leikmann Vals en Téa Adams lék sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld eftir að hafa komið til landsins á sunnudag. Valur hafði ekki tilkynnt neitt um komu hennar og Hjalti viðurkenndi að það hefði ekki legið neitt á fréttatilkynningu. „Nei nei. Hún kom á sunnudaginn, við vorum svo sem ekkert að flagga því, get alveg viðurkennt það, en við vorum svo sem ekkert að fela það heldur. Hún mætti bara á æfingu og æfði með okkur. Við svona fyrstu kynni lítur hún bara mjög vel út.“ Hún náttúrulega kláraði leikinn fyrir ykkur þegar á reyndi. „Það er bara svoleiðis. Hún bara þorði og lét vaða og bara gerði þrælvel.“ Téa Adams steig heldur betur upp í lok leiksins og skoraði sigurkörfuna upp á eigin spýturVísir/Hulda Margrét Valskonur voru með þrjá leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld sem voru ekki hluti af liðinu í upphfi móts. Hjalti sagði að liðið væri loks að finna einhvern takt, þetta væri allt á réttri leið. „Við töpum hérna á móti Snæfelli í síðustu umferð og vorum hrikalegar þá. Eigum síðan leik á móti Grindavík, bikarleik, þar svona fannst mér koma smá neisti. Ákefð og framlag og mér fannst vera svolítið framhald af því í dag. Svo kom sóknarleikurinn með í dag, hann var ekki með á móti Grindavík, en það er sjálfstraust með vörninni.“ Ekki mátti miklu muna að vítanýting Vals myndi kosta liðið sigurinn, en þrátt fyrir það þá féllu litlu hlutirnir með Valskonum í kvöld, sem hefur ekki verið raunin á þessu tímibili. „Loksins,“ - sagði Hjalti og glotti. „Það er bara ekki neitt búið að falla með okkur í vetur. Bara loksins og vonandi heldur það áfram og við fáum aðeins lukkuna með okkur.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira