Kortlögðu Covid-19 tveimur vikum áður en erfðamengið var opinberað Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2024 11:54 Yfirvöld í Kína eru grunuð um að hafa leynt upplýsingum um Covid-19 í upphafi faraldursins sem dró milljónir til dauða. Getty/Kevin Frayer Kínverskir vísindamenn reyndu að birta kortlagt erfðamengi Nýju kórónuveirunnar, tveimur vikum áður en yfirvöld í Kína opinberuðu erfðamengið. Þetta kemur fram í nýlega opinberuðum gögnum í Bandaríkjunum og gæti töfin hafa tafið rannsóknir á veirunni og þróun bóluefna í uppruna heimsfaraldursins. Gögnin, sem opinberuð voru af nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar uppruna kórónuveirunnar, vekja upp spurningar um leyndarhyggju kínverskra embættismanna samkvæmt frétt Wall Street Journal en sérfræðingar vara við því að þau varpa ekki ljósi á mögulegan uppruna veirunnar. Þann 28. desember, þegar ráðamenn í Kína töluðu enn um Covid-19 sem óþekkta lungnabólgu, sendi vísindamaðurinn Lili Ren kortlagt erfðamengi SARS-CoV-2 kórónuveirunnar inn til GenBank, sem er opinn gagnagrunnur um erfðamengi sem stýrt er frá Bandaríkjunum. Þremur dögum eftir það var Ren svarað um að það vantaði frekari upplýsingar en þar sem hún svaraði ekki var gögnum frá henni eytt þann 16. janúar. Þann 12. janúar sendi teymi kínverskra vísindamanna einnig erfðamengi, sem sagt er hafa verið nánast það sama og Ren hafi sent inn tveimur vikum áður. Degi áður höfðu kínverskir vísindamenn sent sama erfðamengi til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í frétt WSJ segir að þessar tvær vikur hefðu getað skipt miklu máli við að hjálpa alþjóðasamfélaginu að þróa varnir gegn veirunni, sem talin er hafa dregið milljónir manna til dauða. Héldu aftur af vísindamönnum Scott Gottlieb, sem hefur skrifað um viðleitni kínverskra vísindamanna til að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar, sagði Washington Post, að þessi nýju gögn gæfu til kynna að vísindamenn hafi reynt að birta erfðamengið áður en ráðamenn í Kína gripu fram fyrir hendurnar á þeim. Hann segir þetta enn eina staðfestingu á því að vísindamenn hafi kortlagt erðamengið fyrr en Kínverjar hafa sagt opinberlega. Vísar hann til þess að ráðamenn hafi skipað vísindamönnum í byrjun janúar 2020 að birta ekki gögn um erfðamengi veirunnar. „Við þurfum að komast til botns á því af hverju yfirvöld kæfðu eðlilegar tilraunir vísindamanna til að skilja óþekkta veiru.“ Umdeildur uppruni Uppruni Covid-19 hefur lengi verið umdeildur og mörgum spurningum um hann er enn ósvarað. Veiran stakk fyrst upp kollinum, eftir því sem best er vitað, í Wuhan í Kína. Þar má finna margar rannsóknarstofur þar sem unnið er að rannsóknum á kórónuveirum, vegna þess að mörg dýr á svæðinu, eins og leðurblökur, bera ýmsar kórónuveirur. Líklegast þykir að veiran sem veldur Covid-19 hafi borist í menn úr leðurblökum, með mögulegri viðkomu í annarri dýrategund, eins og áður hefur gerst. Mörg af allra fyrstu smitunum eru talin tengjast markaði í borginni en þar voru dýr eins og leðurblökur og beltisdýr, sem bera gjarnan kórónuveirur, seld til manneldis. Kínverskir embættismenn létu þó farga öllum dýrunum á markaðnum í upphafi faraldursins. Því var ekki hægt að greina þau almennilega. Yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar hafa einnig haft til rannsóknar hvort veiran hafi lekið úr rannsóknarstofu í Wuhan. Því hefur verið haldið fram víða og þar á meðal í Bandaríkjunum. Þó mörgum spurningum sé ósvarað um upphaf faraldurs Covid eru sérfræðingar sammála um að veiran sem olli honum hafi þróast náttúrulega, hvort sem hún barst úr dýrum í menn eða lak fyrir slysni úr rannsóknarstofu. Ekki er sjálfgefið að finna uppruna faraldra. Það hefur til að mynda ekki tekist með ebólu sem barst fyrst í menn fyrir meira en fjörutíu árum, svo vitað sé. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi sérfræðingateymi til Kína í janúar 2021 sem áttu að framkvæma rannsókn á uppruna faraldursins. Það var eftir langar viðræður við yfirvöld í Kína, sem höfðu staðið í vegi rannsóknar og reynt að halda því fram að veiran hefði borist til Kína erlendis frá. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins. Teymið varði mánuði í Kína og þar af tveimur vikum í einangrun. Vísindamenn WHO fengu aðgang að skýrslum og rannsóknum kínverskra vísindamanna og embættismanna en ekki að hráum gögnum. Rannsóknin skilaði litlum árangri og yfirvöld í Kína hafa staðið í vegi þess að alþjóðlegt teymi vísindamanna rannsaki málið frekar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Gögnin, sem opinberuð voru af nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar uppruna kórónuveirunnar, vekja upp spurningar um leyndarhyggju kínverskra embættismanna samkvæmt frétt Wall Street Journal en sérfræðingar vara við því að þau varpa ekki ljósi á mögulegan uppruna veirunnar. Þann 28. desember, þegar ráðamenn í Kína töluðu enn um Covid-19 sem óþekkta lungnabólgu, sendi vísindamaðurinn Lili Ren kortlagt erfðamengi SARS-CoV-2 kórónuveirunnar inn til GenBank, sem er opinn gagnagrunnur um erfðamengi sem stýrt er frá Bandaríkjunum. Þremur dögum eftir það var Ren svarað um að það vantaði frekari upplýsingar en þar sem hún svaraði ekki var gögnum frá henni eytt þann 16. janúar. Þann 12. janúar sendi teymi kínverskra vísindamanna einnig erfðamengi, sem sagt er hafa verið nánast það sama og Ren hafi sent inn tveimur vikum áður. Degi áður höfðu kínverskir vísindamenn sent sama erfðamengi til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í frétt WSJ segir að þessar tvær vikur hefðu getað skipt miklu máli við að hjálpa alþjóðasamfélaginu að þróa varnir gegn veirunni, sem talin er hafa dregið milljónir manna til dauða. Héldu aftur af vísindamönnum Scott Gottlieb, sem hefur skrifað um viðleitni kínverskra vísindamanna til að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar, sagði Washington Post, að þessi nýju gögn gæfu til kynna að vísindamenn hafi reynt að birta erfðamengið áður en ráðamenn í Kína gripu fram fyrir hendurnar á þeim. Hann segir þetta enn eina staðfestingu á því að vísindamenn hafi kortlagt erðamengið fyrr en Kínverjar hafa sagt opinberlega. Vísar hann til þess að ráðamenn hafi skipað vísindamönnum í byrjun janúar 2020 að birta ekki gögn um erfðamengi veirunnar. „Við þurfum að komast til botns á því af hverju yfirvöld kæfðu eðlilegar tilraunir vísindamanna til að skilja óþekkta veiru.“ Umdeildur uppruni Uppruni Covid-19 hefur lengi verið umdeildur og mörgum spurningum um hann er enn ósvarað. Veiran stakk fyrst upp kollinum, eftir því sem best er vitað, í Wuhan í Kína. Þar má finna margar rannsóknarstofur þar sem unnið er að rannsóknum á kórónuveirum, vegna þess að mörg dýr á svæðinu, eins og leðurblökur, bera ýmsar kórónuveirur. Líklegast þykir að veiran sem veldur Covid-19 hafi borist í menn úr leðurblökum, með mögulegri viðkomu í annarri dýrategund, eins og áður hefur gerst. Mörg af allra fyrstu smitunum eru talin tengjast markaði í borginni en þar voru dýr eins og leðurblökur og beltisdýr, sem bera gjarnan kórónuveirur, seld til manneldis. Kínverskir embættismenn létu þó farga öllum dýrunum á markaðnum í upphafi faraldursins. Því var ekki hægt að greina þau almennilega. Yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar hafa einnig haft til rannsóknar hvort veiran hafi lekið úr rannsóknarstofu í Wuhan. Því hefur verið haldið fram víða og þar á meðal í Bandaríkjunum. Þó mörgum spurningum sé ósvarað um upphaf faraldurs Covid eru sérfræðingar sammála um að veiran sem olli honum hafi þróast náttúrulega, hvort sem hún barst úr dýrum í menn eða lak fyrir slysni úr rannsóknarstofu. Ekki er sjálfgefið að finna uppruna faraldra. Það hefur til að mynda ekki tekist með ebólu sem barst fyrst í menn fyrir meira en fjörutíu árum, svo vitað sé. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi sérfræðingateymi til Kína í janúar 2021 sem áttu að framkvæma rannsókn á uppruna faraldursins. Það var eftir langar viðræður við yfirvöld í Kína, sem höfðu staðið í vegi rannsóknar og reynt að halda því fram að veiran hefði borist til Kína erlendis frá. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins. Teymið varði mánuði í Kína og þar af tveimur vikum í einangrun. Vísindamenn WHO fengu aðgang að skýrslum og rannsóknum kínverskra vísindamanna og embættismanna en ekki að hráum gögnum. Rannsóknin skilaði litlum árangri og yfirvöld í Kína hafa staðið í vegi þess að alþjóðlegt teymi vísindamanna rannsaki málið frekar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira