Til Grindvíkinga Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 14:00 Þegar fólk verður fyrir alvarlegu ytra áfalli er skynsamlegt að átta sig á nokkrum atriðum. Varnarviðbrögð manna við ógn hafa verið kortlögð en athugið, að við bregðumst mismunandi við eftir því hvernig persónuleiki okkar er og fyrri reynsla. Mismunandi viðbrögð eru því algjörlega eðlileg en geta valdið sárindum og átökum, til dæmis milli sambýlisfólks, í fjölskyldum og hópum. Eins getum við hvert og eitt rokkað á milli þessar viðbragða svo sýnum okkur sjálfum og öðrum umburðarlyndi og virðingu eins og okkur er framast unnt. -Fight/berjast: pirringur, neikvæðni, reiði, bíta frá sér, getur verið skemmandi og valdið flækjum og leiðindum í samskiptum við aðra. Líka komið út sem þörf fyrir að vinna stanslaust, grafa sig í vinnu og verkefnum. Það getur hjálpað um tíma en veldur þroti ef það stendur of lengi og of mikil þreyta er hættuleg sérstaklega þeim sem hafa orðið fyrir áfalli. Eins getur það valdið fjarveru frá fjölskyldu á erfiðum tímum sem getur skapað sársauka. -Flight/flótti: óviðræðuhæfni, loka á samræður og vangaveltur, hunsa, strunsa, rjúka burt, láta ekki sjá sig, rörsýn, hefting, getur lokað leiðum og valdið höfnum á samskiptum og dregur úr líkum á að þiggja hjálp. -Freeze/frjósa: dofi, stinga hausnum í sandinn, úrræðaleysi, framtaksleysi, geta ekki tekið ákvarðanir. Getur valdið tapi á tækifærum. -Tend and befriend/huga að og sinna: MIKILVÆGT ÚRRÆÐI. Þörf fyrir að hlúa að sér og öðrum, hjálpast að, líta til með hvert öðru. Gæta þarf sín verulega á því að hlúa ekki bara að öðrum, ekki heldur þó það sé fjölskylda þín, og vanrækja sjálfan sig settu súrefnisgrímuna fyrst á þig. Í kjölfarið má búast við margskonar vanlíðan bæði sálrænni, hugrænni, líkamlegri og félagslegri. Svo sem depurð, sinnuleysi, tómleika, áhugaleysi, gráma, dofa, eirðarleysi, einbeitingarerfiðleikum, vöðvaspennu, höfuðverk, meltingarvanda og svefnvanda. SKAÐAMINNKUN: -Gættu þín sérstaklega þegar þér líður verst. Fólki sem líður illa er hættar við slysum og mistökum, rannsóknir sýna það. Passaðu þig, ekki bakka á, skera þig, skella hurð á hendina á þeir, gleyma símanum í körfunni í búðinni. Taktu dögunum bara rólega og gættu þín og forðastu að gera þig ofurþreyttan, vaka lengi, borða ekki. Það bætir gráu ofan á svart að slasa sig eða skemma eitthvað af því þú ert svo dofin, leiður eða sinnulaus. -Það er aukin hætta á að fólki lendi saman og erfiðleikar verði í samböndum og fjölskyldum í kjölfar lífsbreytandi áfalla. Einmitt þegar við þurfum að hlúa hvort að öðru og sinna hvort öðru, við erum bara mannleg. Upplifum okkar og líðan er mismunandi og upp kemur tilfinning um að við skiljum bara ekki hvort annað, eða séum svo sitt á hvorri blaðsíðunni að það sé óþolandi. Höfum þetta í huga og sýnum seiglu og umburðarlyndi. -Forðumst drama og átök í samskiptum, ef þú ert ekki í jafnvægi er meiri hætta á misskilningi og ósamkomulagi, jafnvel við fólki sem þú elskar mest, það svíður. Passaðu þig, farðu frekar í sturtu eða gönguferð. Gætum þess líka að ræða ekki erfið mál þegar okkar eigin rökhugsun er orðin þreytt og draminn getur tekið völd. Engin erfið samtöl eftir kvöldmat! -Takmarkaðu fréttamötun og taktu þér raunveruleikahvíld frá vandanum við og við yfir sólarhringinn. Já, slepptu alveg að fylgjast með í x klukkutíma! Það er til dæmis kjörið að fara í sundlaug og vera þar í heitu pottunum og köldu að eigin valdi í klukkustund. Eins að horfa á bíómynd án símans og klára hana án þess að fletta. Fara út í göngu og líta ekki á símann. Efna til samveru við fólk sem þér þykir vænt um þar sem ákveðið er fyrir fram að ræða ekkert varðandi framtíðina, stöðuna eða hamfarirnar. Biðja vini og ættingja að bjóða þér ykkur, í mat, bíltúr, bíó á tónleika. -Athugaðu að einmitt þrátt fyrir allt er skylda þín að setja á dagskrá við og við ánægjulegar, nærandi athafnir og upplifanir. Þegar við lendum í alvarlegum stórum viðburðum sem draga líðan okkar niður er mjög nauðsynlegt að hafa sig í, já líka þó þig langi ekki, að gera það sem dregur líðan upp. Það getur virkilega skilið á milli hvernig líðan þín og þinna verður á næstunni og hvernig þið komið út úr erfiðleikunum. -Forðastu eins og heitan eldinn að hugga þig eða deyfa með skaðráðum eins og áfengi eða efnum enn nú er samt tíminn til að upplifa eitthvað gott, góðan mat eða tónlist til dæmis. Höfundur er sálfræðingur hjá Huglind og íbúi í Norðurhópi í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Geðheilbrigði Fjölmiðlar Heilbrigðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk verður fyrir alvarlegu ytra áfalli er skynsamlegt að átta sig á nokkrum atriðum. Varnarviðbrögð manna við ógn hafa verið kortlögð en athugið, að við bregðumst mismunandi við eftir því hvernig persónuleiki okkar er og fyrri reynsla. Mismunandi viðbrögð eru því algjörlega eðlileg en geta valdið sárindum og átökum, til dæmis milli sambýlisfólks, í fjölskyldum og hópum. Eins getum við hvert og eitt rokkað á milli þessar viðbragða svo sýnum okkur sjálfum og öðrum umburðarlyndi og virðingu eins og okkur er framast unnt. -Fight/berjast: pirringur, neikvæðni, reiði, bíta frá sér, getur verið skemmandi og valdið flækjum og leiðindum í samskiptum við aðra. Líka komið út sem þörf fyrir að vinna stanslaust, grafa sig í vinnu og verkefnum. Það getur hjálpað um tíma en veldur þroti ef það stendur of lengi og of mikil þreyta er hættuleg sérstaklega þeim sem hafa orðið fyrir áfalli. Eins getur það valdið fjarveru frá fjölskyldu á erfiðum tímum sem getur skapað sársauka. -Flight/flótti: óviðræðuhæfni, loka á samræður og vangaveltur, hunsa, strunsa, rjúka burt, láta ekki sjá sig, rörsýn, hefting, getur lokað leiðum og valdið höfnum á samskiptum og dregur úr líkum á að þiggja hjálp. -Freeze/frjósa: dofi, stinga hausnum í sandinn, úrræðaleysi, framtaksleysi, geta ekki tekið ákvarðanir. Getur valdið tapi á tækifærum. -Tend and befriend/huga að og sinna: MIKILVÆGT ÚRRÆÐI. Þörf fyrir að hlúa að sér og öðrum, hjálpast að, líta til með hvert öðru. Gæta þarf sín verulega á því að hlúa ekki bara að öðrum, ekki heldur þó það sé fjölskylda þín, og vanrækja sjálfan sig settu súrefnisgrímuna fyrst á þig. Í kjölfarið má búast við margskonar vanlíðan bæði sálrænni, hugrænni, líkamlegri og félagslegri. Svo sem depurð, sinnuleysi, tómleika, áhugaleysi, gráma, dofa, eirðarleysi, einbeitingarerfiðleikum, vöðvaspennu, höfuðverk, meltingarvanda og svefnvanda. SKAÐAMINNKUN: -Gættu þín sérstaklega þegar þér líður verst. Fólki sem líður illa er hættar við slysum og mistökum, rannsóknir sýna það. Passaðu þig, ekki bakka á, skera þig, skella hurð á hendina á þeir, gleyma símanum í körfunni í búðinni. Taktu dögunum bara rólega og gættu þín og forðastu að gera þig ofurþreyttan, vaka lengi, borða ekki. Það bætir gráu ofan á svart að slasa sig eða skemma eitthvað af því þú ert svo dofin, leiður eða sinnulaus. -Það er aukin hætta á að fólki lendi saman og erfiðleikar verði í samböndum og fjölskyldum í kjölfar lífsbreytandi áfalla. Einmitt þegar við þurfum að hlúa hvort að öðru og sinna hvort öðru, við erum bara mannleg. Upplifum okkar og líðan er mismunandi og upp kemur tilfinning um að við skiljum bara ekki hvort annað, eða séum svo sitt á hvorri blaðsíðunni að það sé óþolandi. Höfum þetta í huga og sýnum seiglu og umburðarlyndi. -Forðumst drama og átök í samskiptum, ef þú ert ekki í jafnvægi er meiri hætta á misskilningi og ósamkomulagi, jafnvel við fólki sem þú elskar mest, það svíður. Passaðu þig, farðu frekar í sturtu eða gönguferð. Gætum þess líka að ræða ekki erfið mál þegar okkar eigin rökhugsun er orðin þreytt og draminn getur tekið völd. Engin erfið samtöl eftir kvöldmat! -Takmarkaðu fréttamötun og taktu þér raunveruleikahvíld frá vandanum við og við yfir sólarhringinn. Já, slepptu alveg að fylgjast með í x klukkutíma! Það er til dæmis kjörið að fara í sundlaug og vera þar í heitu pottunum og köldu að eigin valdi í klukkustund. Eins að horfa á bíómynd án símans og klára hana án þess að fletta. Fara út í göngu og líta ekki á símann. Efna til samveru við fólk sem þér þykir vænt um þar sem ákveðið er fyrir fram að ræða ekkert varðandi framtíðina, stöðuna eða hamfarirnar. Biðja vini og ættingja að bjóða þér ykkur, í mat, bíltúr, bíó á tónleika. -Athugaðu að einmitt þrátt fyrir allt er skylda þín að setja á dagskrá við og við ánægjulegar, nærandi athafnir og upplifanir. Þegar við lendum í alvarlegum stórum viðburðum sem draga líðan okkar niður er mjög nauðsynlegt að hafa sig í, já líka þó þig langi ekki, að gera það sem dregur líðan upp. Það getur virkilega skilið á milli hvernig líðan þín og þinna verður á næstunni og hvernig þið komið út úr erfiðleikunum. -Forðastu eins og heitan eldinn að hugga þig eða deyfa með skaðráðum eins og áfengi eða efnum enn nú er samt tíminn til að upplifa eitthvað gott, góðan mat eða tónlist til dæmis. Höfundur er sálfræðingur hjá Huglind og íbúi í Norðurhópi í Grindavík.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun