„Ætluðum að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. janúar 2024 21:30 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Valur vann 22 stiga útisigur gegn Hamri 89-111. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sóknarleikinn en fannst ýmislegt vanta upp á í varnarleiknum. „Sóknarlega gerðum við ágætlega en varnarlega vorum við ekkert sérstakir. Mér fannst við oft á hælunum og slakir þar. Mér fannst allt annar bragur á Hamri eftir breytingarnar. Ég er hrifinn af þessum strákum sem komu inn og það er allt annað að sjá þetta lið núna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir leik. Valsarar áttu gott áhlaup í öðrum leikhluta sem varð til þess að Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, brenndi tvö leikhlé á stuttum tíma. „Mér fannst við mistækir á köflum og við ætluðum alltaf að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn og byggja ofan á það. Mér fannst þetta aldrei í hættu og við vorum með gæði til að refsa þegar við þurftum á því að halda.“ Finni fannst gaman að mæta Hamri í Hveragerði þar sem þetta var hans fyrsta heimsókn í Frystikistuna sem aðalþjálfari. „Það er erfitt að spila í þessu húsi. Ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég þjálfa sem aðalþjálfari í þessu íþróttahúsi. Ég hef komið hingað oft sem aðstoðarþjálfari í mjög erfiða leiki og þetta er skemmtilegt íþróttahús.“ Franck Kamgain gerði 21 stig í fyrri hálfleik en aðeins sjö stig í síðari hálfleik. Finni fannst liðið einbeita sér betur að honum í síðari hálfleik. „Einbeitingin var meiri á hann í síðari hálfleik. Hann er frábær á opnum velli og við vorum að skilja hann of mikið eftir í einn á einn stöðu. Hann gerði vel í að sækja á hringinn og okkur tókst að loka betur á það.“ Björn Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður Hamars, gerði 17 stig í kvöld og Finnur endaði á að hrósa honum. „Mér fannst Björn Ásgeir mjög góður. Þetta var sá Björn Ásgeir sem maður hefur beðið eftir að sjá og hefur séð í 1. deildinni. Björn Ásgeir nýtur sín betur í svona liði með leikstjórnanda sem spilar upp á aðra,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson Valur Subway-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Sjá meira
„Sóknarlega gerðum við ágætlega en varnarlega vorum við ekkert sérstakir. Mér fannst við oft á hælunum og slakir þar. Mér fannst allt annar bragur á Hamri eftir breytingarnar. Ég er hrifinn af þessum strákum sem komu inn og það er allt annað að sjá þetta lið núna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir leik. Valsarar áttu gott áhlaup í öðrum leikhluta sem varð til þess að Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, brenndi tvö leikhlé á stuttum tíma. „Mér fannst við mistækir á köflum og við ætluðum alltaf að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn og byggja ofan á það. Mér fannst þetta aldrei í hættu og við vorum með gæði til að refsa þegar við þurftum á því að halda.“ Finni fannst gaman að mæta Hamri í Hveragerði þar sem þetta var hans fyrsta heimsókn í Frystikistuna sem aðalþjálfari. „Það er erfitt að spila í þessu húsi. Ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég þjálfa sem aðalþjálfari í þessu íþróttahúsi. Ég hef komið hingað oft sem aðstoðarþjálfari í mjög erfiða leiki og þetta er skemmtilegt íþróttahús.“ Franck Kamgain gerði 21 stig í fyrri hálfleik en aðeins sjö stig í síðari hálfleik. Finni fannst liðið einbeita sér betur að honum í síðari hálfleik. „Einbeitingin var meiri á hann í síðari hálfleik. Hann er frábær á opnum velli og við vorum að skilja hann of mikið eftir í einn á einn stöðu. Hann gerði vel í að sækja á hringinn og okkur tókst að loka betur á það.“ Björn Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður Hamars, gerði 17 stig í kvöld og Finnur endaði á að hrósa honum. „Mér fannst Björn Ásgeir mjög góður. Þetta var sá Björn Ásgeir sem maður hefur beðið eftir að sjá og hefur séð í 1. deildinni. Björn Ásgeir nýtur sín betur í svona liði með leikstjórnanda sem spilar upp á aðra,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson
Valur Subway-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Sjá meira