Aukin einangrun milli tekjuhópa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2024 12:16 Einangrun mismunandi tekjuhópa hefur farið vaxandi í Reykjavík samkvæmt skýrslunni. Vísir/Vilhelm Einangrun tekjuhópa í Reykjavík fer vaxandi, samkvæmt nýrri rannsókn. Dósent segir ríki, sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins öll geta unnið gegn slíkri einangrun. Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík nú fyrir helgi. Hann segir eina markverðustu niðurstöðuna vera þá að aðskilnaður í búsetu milli tekjuhópa sé að aukast. „Sérstaklega lágtekjuhópar sem í auknum mæli verða einangraðir á ákveðnum svæðum, svo millitekjufólk og hátekjufólk öðrum,“ segir Kolbeinn. Innan borgarinnar sé hátekjuhópana helst að finna í Fossvogi og Ártúnshverfi. „Svo erum við með Austurbæjarskólahverfi, Vesturbæjarskólahverfi og Fellahverfi á hinum endanum.“ Hér að neðan má sjá kynningu Kolbeins á skýrslunni síðastliðinn föstudag. Húsnæðisverð ráði miklu Þá vekur athygli Kolbeins flutningur Íslendinga í lægri tekjuhópum út fyrir höfuðborgarsvæðið, og þær breytingar sem orðið hafa á árunum 2000 til 2020, sem rannsóknin nær til. „Það hefur samt ekki skilað sér í færslu á lágtekjufólki almennt, heldur það sem hefur gerst á sínum tíma er að innflytjendur fylla í skörðin sem þessir hópar skilja eftir, þannig að það hefur orðið breyting á prófíl lágtekjuhópsins í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“ Þessi þróun skýrist að miklu leyti af þróun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu, og þeirri staðreynd að þar sé erfiðara en víða annars staðar að finna húsnæði sem mæti kröfum hlutdeildarlána. Kolbeinn er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsVísir/Baldur Þróunin varhugaverð Kolbeinn segir ójöfnuð á Íslandi almennt ekki mikinn. „Við þurfum að huga að því að lágtekjuhópar einangrist ekki,“ segir Kolbeinn. Rannsóknir sýni að slík einangrun hafi aukin neikvæð áhrif á líf fólks. „Það sem við þurfum þá kannski sérstaklega að huga að er að tryggja einhvers konar blöndun byggðar, en gæta þess samt að við séum ekki bara að færa fátækt fólk til í birgarlandslaginu. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að lyfta fólki úr fátækt.“ Þróunina í átt að einangrun sé hægt að glíma við á ýmsan hátt. „Þetta er borgin, þetta er ríkið, þetta eru aðilar vinnumarkaðarins, sem allir geta haft áhrif á þessa þróun á ólíkum forsendum.“ Reykjavík Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík nú fyrir helgi. Hann segir eina markverðustu niðurstöðuna vera þá að aðskilnaður í búsetu milli tekjuhópa sé að aukast. „Sérstaklega lágtekjuhópar sem í auknum mæli verða einangraðir á ákveðnum svæðum, svo millitekjufólk og hátekjufólk öðrum,“ segir Kolbeinn. Innan borgarinnar sé hátekjuhópana helst að finna í Fossvogi og Ártúnshverfi. „Svo erum við með Austurbæjarskólahverfi, Vesturbæjarskólahverfi og Fellahverfi á hinum endanum.“ Hér að neðan má sjá kynningu Kolbeins á skýrslunni síðastliðinn föstudag. Húsnæðisverð ráði miklu Þá vekur athygli Kolbeins flutningur Íslendinga í lægri tekjuhópum út fyrir höfuðborgarsvæðið, og þær breytingar sem orðið hafa á árunum 2000 til 2020, sem rannsóknin nær til. „Það hefur samt ekki skilað sér í færslu á lágtekjufólki almennt, heldur það sem hefur gerst á sínum tíma er að innflytjendur fylla í skörðin sem þessir hópar skilja eftir, þannig að það hefur orðið breyting á prófíl lágtekjuhópsins í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“ Þessi þróun skýrist að miklu leyti af þróun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu, og þeirri staðreynd að þar sé erfiðara en víða annars staðar að finna húsnæði sem mæti kröfum hlutdeildarlána. Kolbeinn er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsVísir/Baldur Þróunin varhugaverð Kolbeinn segir ójöfnuð á Íslandi almennt ekki mikinn. „Við þurfum að huga að því að lágtekjuhópar einangrist ekki,“ segir Kolbeinn. Rannsóknir sýni að slík einangrun hafi aukin neikvæð áhrif á líf fólks. „Það sem við þurfum þá kannski sérstaklega að huga að er að tryggja einhvers konar blöndun byggðar, en gæta þess samt að við séum ekki bara að færa fátækt fólk til í birgarlandslaginu. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að lyfta fólki úr fátækt.“ Þróunina í átt að einangrun sé hægt að glíma við á ýmsan hátt. „Þetta er borgin, þetta er ríkið, þetta eru aðilar vinnumarkaðarins, sem allir geta haft áhrif á þessa þróun á ólíkum forsendum.“
Reykjavík Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent