Heimatilbúin lífskjarakrísa Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 2. janúar 2024 12:00 Við Íslendingar, eða að minnsta kosti drjúgur hluti okkar, búum við lífskjarakrísu. Hún er því miður heimatilbúin. Hér á Íslandi eru allar forsendur til að hafa það með allra besta móti. Við erum í hópi ríkustu ríkja jarðarinnar og samfélagið er friðsamt, vel menntað og dýnamískt. Við höfum hinsvegar valið að valda drjúgum hluta þjóðarinnar alvarlegum búsifjum um áratugaskeið með því að halda úti örgjaldmiðli sem heldur ekki einu sinni verðgildi sínu þó hagvöxtur mælist með því mesta sem gerist í vestrænu ríki. Það hefur þó dregið verulega úr hagvexti að undanförnu, en það má rekja það lóðbeint til afleiðinga af úthaldi þessa örgjaldmiðils og afleitrar efnahagsstjórnunar undanfarinna ára sem hefur skilað sér í þrálátri verðbólgu og hæstu stýrivöxtum á byggðu bóli. En það er til lausn á þessu gjaldmiðlamáli. Hún er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru að loknu aðildarferli og jákvæðri þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu. Hagstjórnarvandamálin má að stórum hluta leysa með því að koma Sjálfstæðisflokknum út úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Sú tilraun að hafa flokk þar við stjórnvölinn sem ber hausnum við steininn í úreltum frjálshyggjukreddum níunda áratugar síðustu aldar, er núna fullreynd og hún hefur skilað sér í umræddri lífskjarakrísu. Þar er ekki Covid, ekki Brexit, ekki Evrópusamandinu eða stríðinu í Úkraínu um að kenna, heldur ranghugmyndum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum og varðstöðu hans um örgjaldmiðilinn. Verkefnið framundan er stórt. Það er að snúa ríkinu af þeirri braut aðgerðarleysis og úthugsaðs umhyggjuleysis um almannaþjónustuna sem hefur einkennt stjórnarhætti núverandi ríksstjórnar. Það gildir einu hversu háfleygt ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala og hversu vel þeir meina, það strandar allt á úreltum frjálshyggjukreddum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem trúa blint á skattalækkanir á eina prósentið í anda hugmynda Ayn Rand um ofurmenni athafnalífsins og niðurskurð í almannaþjónustu sem hefur skilað sér í fjársveltu heilbrigðiskerfi sem miklum meirihluta landsmanna finnst ekki bjóða upp á boðlega þjónustu. Það hefur líka skilað sér í fjársveltu velferðarkerfi, þar sem ábyrgðinni er velt á sveitarfélögin án þess að fjármagn fylgi. Í fjársveltu fangelsiskerfi, þar sem dómar fyrnast þar sem ekki eru til pláss til að kalla afbrotamenn í afplánun og þar sem konur sem hafa verið dæmdar fyrir smáglæpi þurfa að afplána í öryggisfangelsum. Í vanfjármagnaðasta háskólakerfi í OECD, grotnandi vegum og myglandi innviðum. Í einstöku metnaðarleysi í almannasamgöngum þar sem ríkið þvælist frekar fyrir en styður við. Og eins og þetta sé ekki nóg þá eru landhelgisgæsla og lögregla markvisst fjársvelt líka og landhelgisgæslan þarf að leigja frá sér helsta öryggistæki sitt, einu flugvélina sína, til að endar nái saman hjá henni. Sem þeir gera ekki. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað í neinum takti við fjölgun þjóðarinnar og skipulögð glæpastarfsemi og gengjastríð eru að ná fótfestu í landinu. Maður þarf að vera í meira en lítilli afneitun gagnvart ástandinu til að sjá ekki krísuna sem nú er uppi. Hún er auðvitað ekki allstaðar. Eina prósentið, sem ríkisstjórnin stendur vörð um, finnur ekki fyrir henni. En við hin gerum það. Það er svo sannarlega kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn lýðveldisins. Það frí þyrfti helst að standa í nokkra áratugi svo hægt sé að vinda ofan af þeim skaða sem flokkurinn hefur valdið og hefja nýja lífskjarasókn fyrir almenning hér á þessu gjöfula landi í nánu félagi við vinaþjóðir okkar í Evrópu. Vonandi hefst það frí á komandi misserum. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Íslenska krónan Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við Íslendingar, eða að minnsta kosti drjúgur hluti okkar, búum við lífskjarakrísu. Hún er því miður heimatilbúin. Hér á Íslandi eru allar forsendur til að hafa það með allra besta móti. Við erum í hópi ríkustu ríkja jarðarinnar og samfélagið er friðsamt, vel menntað og dýnamískt. Við höfum hinsvegar valið að valda drjúgum hluta þjóðarinnar alvarlegum búsifjum um áratugaskeið með því að halda úti örgjaldmiðli sem heldur ekki einu sinni verðgildi sínu þó hagvöxtur mælist með því mesta sem gerist í vestrænu ríki. Það hefur þó dregið verulega úr hagvexti að undanförnu, en það má rekja það lóðbeint til afleiðinga af úthaldi þessa örgjaldmiðils og afleitrar efnahagsstjórnunar undanfarinna ára sem hefur skilað sér í þrálátri verðbólgu og hæstu stýrivöxtum á byggðu bóli. En það er til lausn á þessu gjaldmiðlamáli. Hún er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru að loknu aðildarferli og jákvæðri þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu. Hagstjórnarvandamálin má að stórum hluta leysa með því að koma Sjálfstæðisflokknum út úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Sú tilraun að hafa flokk þar við stjórnvölinn sem ber hausnum við steininn í úreltum frjálshyggjukreddum níunda áratugar síðustu aldar, er núna fullreynd og hún hefur skilað sér í umræddri lífskjarakrísu. Þar er ekki Covid, ekki Brexit, ekki Evrópusamandinu eða stríðinu í Úkraínu um að kenna, heldur ranghugmyndum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum og varðstöðu hans um örgjaldmiðilinn. Verkefnið framundan er stórt. Það er að snúa ríkinu af þeirri braut aðgerðarleysis og úthugsaðs umhyggjuleysis um almannaþjónustuna sem hefur einkennt stjórnarhætti núverandi ríksstjórnar. Það gildir einu hversu háfleygt ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala og hversu vel þeir meina, það strandar allt á úreltum frjálshyggjukreddum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem trúa blint á skattalækkanir á eina prósentið í anda hugmynda Ayn Rand um ofurmenni athafnalífsins og niðurskurð í almannaþjónustu sem hefur skilað sér í fjársveltu heilbrigðiskerfi sem miklum meirihluta landsmanna finnst ekki bjóða upp á boðlega þjónustu. Það hefur líka skilað sér í fjársveltu velferðarkerfi, þar sem ábyrgðinni er velt á sveitarfélögin án þess að fjármagn fylgi. Í fjársveltu fangelsiskerfi, þar sem dómar fyrnast þar sem ekki eru til pláss til að kalla afbrotamenn í afplánun og þar sem konur sem hafa verið dæmdar fyrir smáglæpi þurfa að afplána í öryggisfangelsum. Í vanfjármagnaðasta háskólakerfi í OECD, grotnandi vegum og myglandi innviðum. Í einstöku metnaðarleysi í almannasamgöngum þar sem ríkið þvælist frekar fyrir en styður við. Og eins og þetta sé ekki nóg þá eru landhelgisgæsla og lögregla markvisst fjársvelt líka og landhelgisgæslan þarf að leigja frá sér helsta öryggistæki sitt, einu flugvélina sína, til að endar nái saman hjá henni. Sem þeir gera ekki. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað í neinum takti við fjölgun þjóðarinnar og skipulögð glæpastarfsemi og gengjastríð eru að ná fótfestu í landinu. Maður þarf að vera í meira en lítilli afneitun gagnvart ástandinu til að sjá ekki krísuna sem nú er uppi. Hún er auðvitað ekki allstaðar. Eina prósentið, sem ríkisstjórnin stendur vörð um, finnur ekki fyrir henni. En við hin gerum það. Það er svo sannarlega kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn lýðveldisins. Það frí þyrfti helst að standa í nokkra áratugi svo hægt sé að vinda ofan af þeim skaða sem flokkurinn hefur valdið og hefja nýja lífskjarasókn fyrir almenning hér á þessu gjöfula landi í nánu félagi við vinaþjóðir okkar í Evrópu. Vonandi hefst það frí á komandi misserum. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun