Sport

Eitraður snákur stöðvaði leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thiem lét snákinn ekki slá sig út af laginu.
Thiem lét snákinn ekki slá sig út af laginu. vísir/getty

Uppi varð fótur og fit á tennismóti í Ástralíu í morgun er stórhættulegur snákur var allt í einu mættur á völlinn.

Fyrrum meistari US Open, Dominic Thiem, var þá að spila gegn James McCabe á stóru tennismóti í Brisbane.

Gera varð 40 mínútna hlé á leik kappanna á meðan snákurinn var fjarlægður af sérfræðingum.

„Ég elska dýr en þeir sögðu mér að þetta væri eitraður og stórhættulegur snákur. Hann var nálægt boltakrökkunum þannig að staðan var hættuleg,“ sagði Thiem en snákurinn var 50 sentimetrar að lengd.

Thiem var einu setti undir er snákurinn mætti á völlinn en McCabe virðist hafa orðið fyrir meira áfalli því hann missti fótanna og tapaði leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×