Orðlaus og jafnvel líka huglaus? Helgi Áss Grétarsson skrifar 27. desember 2023 07:00 Kynferðisbrot gegn börnum eru svívirðileg að almenningsáliti jafnt sem lögum enda við þeim lagðar þungar refsingar. Samúð og samhygð með þolendum slíkra brota er sem betur fer mikil og á að vera það. Þolendur brota af þessu tagi eiga að njóta víðtæks stuðnings samfélagsins. Alvarleiki afbrota breytir þó engu um að rannsaka þarf hvert mál áður en hægt er að komast að niðurstöðu um sekt eða sakleysi þess sem er sakaður um refsiverðan verknað. Þessi skipan í siðuðu samfélagi leiðir meðal annars af þeirri grundvallarreglu að sakborningur skuli talinn saklaus uns sekt er sönnuð. Fáein grundvallaratriði við rannsókn kynferðisbrota gegn börnum Þegar verið er að rannsaka meint kynferðisbrot gegn barni þarf til að mynda að svara eftirfarandi grundvallarspurningum: Hvað gerðist og hvaða einstaklingar komu að atburðarrásinni? Hvenær átti meint brot sér stað? Hversu trúverðugar eru frásagnir þeirra sem að málinu koma? Fyrir utan frásagnir, hvaða önnur sönnunargögn geta varpað ljósi á atburðarrásina? Eftir því sem lengra líður frá meintu broti verður örðugra að færa sönnur á hvað átti sér stað. Það þarf hins vegar ávallt vel þjálfað fagfólk til að rannsaka þessi vandasömu og viðkvæmu mál. Samfara því þarf töluverða reynslu til að meta réttilega hvenær fullnægjandi sönnun um brot liggur fyrir. Rangar sakargiftir í þessum málaflokki eru á engan hátt útilokaðar og má í því sambandi benda á tiltölulega nýlegt dæmi frá Bretlandi. Breskt dæmi um rangar sakargiftir Árið 2014 hóf breska lögreglan rannsókn á ásökunum um að háttsettir menn í samfélaginu hafi með skipulögðum hætti í lok áttunda áratugar og í upphafi níunda áratugar síðustu aldar brotið kynferðislega á ungum drengjum. Fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Edward Heath, átti meðal annarra að hafa tekið þátt í þessum barnaníðshring, en hann lést árið 2005. Eftir langa samfellda rannsókn lögreglunnar var komist að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar hefðu verið uppspuni frá rótum. Málið var fellt niður í ársbyrjun 2016 og í kjölfarið var dómari á eftirlaunum, Sir Richard Henriques, fenginn til að skrifa skýrslu um vinnubrögð lögreglunnar í málinu. Sú skýrsla kom út í nóvember 2016 og þremur árum síðar voru mikilvægustu kaflar hennar gerðir opinberir í heild sinni, sjá hér. Þennan hluta skýrslunnar var unnt að birta í heild sinni vegna þess að sá sem fyrst kom fram með ásakanirnar, Carl Beech, hafði meðal annars verið sakfelldur fyrir rangar sakargiftir. Niðurstaða dómarans fyrrverandi var að brotalamir hefðu verið á lögreglurannsókninni og hún hefði dregist úr hófi fram með tilheyrandi tjóni fyrir alla sem bendlaðir voru við rannsóknina, þar á meðal hafði málið skaðleg áhrif á arfleifð Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Staða sönnunar í máli séra Friðriks Friðrikssonar Séra Friðrik Friðriksson fæddist árið 1868 og dó árið 1961. Minning séra Friðriks skipar mikilvægan sess í hugum margra vegna þess mannræktar- og félagsmálastarfs sem hann stofnaði til. Fyrir rúmum tveimur mánuðum var séra Friðrik vart umdeildur fyrir verk sín og virðing borin fyrir arfleifð hans en núna virðist sem sagan eigi að vera skrifuð svo að hann hafi „farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega“, eins og það var orðað í tilkynningu KFUM og KFUK, dagsettri 20. desember 2023. Útlit er sem sagt fyrir að framvegis megi telja að séra Friðrik hafi verið kynferðisafbrotamaður. En hvaða sannanir liggja fyrir um það að séra Friðrik hafi brotið kynferðislega á drengjum? Satt best að segja eru þær takmarkaðar, svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Þannig er óljóst hvað á að hafa átt sér stað, það er að segja var um að ræða alvarlegt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni eða eitthvað annað? Heimildarmenn um þau atvik sem greint hefur verið frá undanfarið eru annað hvort nafnlausir eða þá að reist er á frásögn einstaklings sem hefur frásögnina eftir öðrum einstaklingi (e. hearsay). Jafnframt er óljóst hvenær meint brot áttu sér stað en nákvæmni í þeim efnum er að lágmarki æskileg, meðal annars vegna þess að séra Friðrik var nánast orðinn alblindur um miðjan sjötta áratug 20. aldar (um dapra sjón séra Friðriks, sjá til dæmis Morgunblaðið, 24. maí 1958, bls. 14). Mat á einstökum frásögnum í máli séra Friðriks Það er vandasamt að meta trúverðugleika frásagna um meint brot séra Friðriks. Tökum sem dæmi svohljóðandi ummæli Guðmundar Magnússonar sagnfræðings, höfundar nýútgefinnar bókar um séra Friðrik, sem hann setti fram í sjónvarpsþættinum Kiljunni 25. október síðastliðinn: „...að það gaf sig fram við mig, óvænt, sem sagt maður á áttræðisaldri sem hafði verið í KFUM sem strákur og hann sagði mér sögu af því að hann var tekinn og leiddur útaf samkomu KFUM og á fund Friðriks sem þá er orðinn mjög aldraður og sjóndapur og svo framvegis og lendir í því að vera þar inni í stofu hans einn og veit ekkert hvað er að gerast og Friðrik fer að kjassa hann og káfa á honum öllum á mjög ósæmilegan hátt og honum er mjög brugðið og þetta er minning sem hann hefur aldrei losnað við...“ Það sem er umhugsunarvert við þessa frásögn, út frá sönnun, er að sá sem segir frá samskiptum sínum við séra Friðrik er ónafngreindur og miðað við lýsingu á aldri hans má ætla að séra Friðrik hafi á þeim tíma verið afar sjóndapur, líklegast blindur. Lýsing á atviki sem þessu verður einnig að setja í samhengi við hvað tíðkaðist á þeim tíma sem atburður á að hafa átt sér stað en ekki hvaða mælikvarðar eru núna lagðir til grundvallar. Samandregið, þá er ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af þessari einu frásögn. Fullyrðingar hafa verið settar fram um fleiri atvik sem eiga að varpa ljósi á afbrigðilega hegðun séra Friðriks gagnvart drengjum en allar þær fullyrðingar eru byggðar á nafnlausum frásögnum. Það gerir að verkum að næstum útilokað er að staðfesta með sjálfstæðum hætti hvað viðkomandi vitni varð sjálft áskynja. Önnur sönnunargögn en frásagnir sýnast að svo komnu máli ekki hafa þýðingu í máli séra Friðriks. Sem dæmi er ótækt að draga ályktanir um kenndir séra Friðriks vegna tréskurðarmyndar sem hann fékk að gjöf frá Tove Ólafsson. Kjarni málsins er einfaldur. Rannsókn á ásökunum í garð séra Friðriks hefur hingað til verið ófullnægjandi og fyrirliggjandi sönnunargögn um meintar misgjörðir hans eru rýr. Réttast væri að fá hæft fólk, sem hefur reynslu og sérþekkingu á þessu sviði, til að rannsaka málið frekar. Lokaorð Þess grein er rituð vegna þess að ég er orðlaus yfir þeim vinnubrögðum sem hafa hingað til verið viðhöfð vegna ásakana á hendur séra Friðriki Friðrikssyni. Kannski er ég þó mest hugsi yfir því að frekar fátt kunnáttufólk, t.d. á sviði lögfræði og sagnfræði, hefur bent á þann veika grundvöll sem ásakanir á hendur séra Friðriki eru reistar. Að þegja er nefnilega þægilegt í svona máli og þannig fljóta með fjöldanum. En hugleysi í svona máli og þannig umbera skriðuna er ekki til eftirbreytni. Samviskunnar vegna sé ég mig knúinn til að benda á hið augljósa. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Mál séra Friðriks Friðrikssonar Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Kynferðisbrot gegn börnum eru svívirðileg að almenningsáliti jafnt sem lögum enda við þeim lagðar þungar refsingar. Samúð og samhygð með þolendum slíkra brota er sem betur fer mikil og á að vera það. Þolendur brota af þessu tagi eiga að njóta víðtæks stuðnings samfélagsins. Alvarleiki afbrota breytir þó engu um að rannsaka þarf hvert mál áður en hægt er að komast að niðurstöðu um sekt eða sakleysi þess sem er sakaður um refsiverðan verknað. Þessi skipan í siðuðu samfélagi leiðir meðal annars af þeirri grundvallarreglu að sakborningur skuli talinn saklaus uns sekt er sönnuð. Fáein grundvallaratriði við rannsókn kynferðisbrota gegn börnum Þegar verið er að rannsaka meint kynferðisbrot gegn barni þarf til að mynda að svara eftirfarandi grundvallarspurningum: Hvað gerðist og hvaða einstaklingar komu að atburðarrásinni? Hvenær átti meint brot sér stað? Hversu trúverðugar eru frásagnir þeirra sem að málinu koma? Fyrir utan frásagnir, hvaða önnur sönnunargögn geta varpað ljósi á atburðarrásina? Eftir því sem lengra líður frá meintu broti verður örðugra að færa sönnur á hvað átti sér stað. Það þarf hins vegar ávallt vel þjálfað fagfólk til að rannsaka þessi vandasömu og viðkvæmu mál. Samfara því þarf töluverða reynslu til að meta réttilega hvenær fullnægjandi sönnun um brot liggur fyrir. Rangar sakargiftir í þessum málaflokki eru á engan hátt útilokaðar og má í því sambandi benda á tiltölulega nýlegt dæmi frá Bretlandi. Breskt dæmi um rangar sakargiftir Árið 2014 hóf breska lögreglan rannsókn á ásökunum um að háttsettir menn í samfélaginu hafi með skipulögðum hætti í lok áttunda áratugar og í upphafi níunda áratugar síðustu aldar brotið kynferðislega á ungum drengjum. Fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Edward Heath, átti meðal annarra að hafa tekið þátt í þessum barnaníðshring, en hann lést árið 2005. Eftir langa samfellda rannsókn lögreglunnar var komist að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar hefðu verið uppspuni frá rótum. Málið var fellt niður í ársbyrjun 2016 og í kjölfarið var dómari á eftirlaunum, Sir Richard Henriques, fenginn til að skrifa skýrslu um vinnubrögð lögreglunnar í málinu. Sú skýrsla kom út í nóvember 2016 og þremur árum síðar voru mikilvægustu kaflar hennar gerðir opinberir í heild sinni, sjá hér. Þennan hluta skýrslunnar var unnt að birta í heild sinni vegna þess að sá sem fyrst kom fram með ásakanirnar, Carl Beech, hafði meðal annars verið sakfelldur fyrir rangar sakargiftir. Niðurstaða dómarans fyrrverandi var að brotalamir hefðu verið á lögreglurannsókninni og hún hefði dregist úr hófi fram með tilheyrandi tjóni fyrir alla sem bendlaðir voru við rannsóknina, þar á meðal hafði málið skaðleg áhrif á arfleifð Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Staða sönnunar í máli séra Friðriks Friðrikssonar Séra Friðrik Friðriksson fæddist árið 1868 og dó árið 1961. Minning séra Friðriks skipar mikilvægan sess í hugum margra vegna þess mannræktar- og félagsmálastarfs sem hann stofnaði til. Fyrir rúmum tveimur mánuðum var séra Friðrik vart umdeildur fyrir verk sín og virðing borin fyrir arfleifð hans en núna virðist sem sagan eigi að vera skrifuð svo að hann hafi „farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega“, eins og það var orðað í tilkynningu KFUM og KFUK, dagsettri 20. desember 2023. Útlit er sem sagt fyrir að framvegis megi telja að séra Friðrik hafi verið kynferðisafbrotamaður. En hvaða sannanir liggja fyrir um það að séra Friðrik hafi brotið kynferðislega á drengjum? Satt best að segja eru þær takmarkaðar, svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Þannig er óljóst hvað á að hafa átt sér stað, það er að segja var um að ræða alvarlegt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni eða eitthvað annað? Heimildarmenn um þau atvik sem greint hefur verið frá undanfarið eru annað hvort nafnlausir eða þá að reist er á frásögn einstaklings sem hefur frásögnina eftir öðrum einstaklingi (e. hearsay). Jafnframt er óljóst hvenær meint brot áttu sér stað en nákvæmni í þeim efnum er að lágmarki æskileg, meðal annars vegna þess að séra Friðrik var nánast orðinn alblindur um miðjan sjötta áratug 20. aldar (um dapra sjón séra Friðriks, sjá til dæmis Morgunblaðið, 24. maí 1958, bls. 14). Mat á einstökum frásögnum í máli séra Friðriks Það er vandasamt að meta trúverðugleika frásagna um meint brot séra Friðriks. Tökum sem dæmi svohljóðandi ummæli Guðmundar Magnússonar sagnfræðings, höfundar nýútgefinnar bókar um séra Friðrik, sem hann setti fram í sjónvarpsþættinum Kiljunni 25. október síðastliðinn: „...að það gaf sig fram við mig, óvænt, sem sagt maður á áttræðisaldri sem hafði verið í KFUM sem strákur og hann sagði mér sögu af því að hann var tekinn og leiddur útaf samkomu KFUM og á fund Friðriks sem þá er orðinn mjög aldraður og sjóndapur og svo framvegis og lendir í því að vera þar inni í stofu hans einn og veit ekkert hvað er að gerast og Friðrik fer að kjassa hann og káfa á honum öllum á mjög ósæmilegan hátt og honum er mjög brugðið og þetta er minning sem hann hefur aldrei losnað við...“ Það sem er umhugsunarvert við þessa frásögn, út frá sönnun, er að sá sem segir frá samskiptum sínum við séra Friðrik er ónafngreindur og miðað við lýsingu á aldri hans má ætla að séra Friðrik hafi á þeim tíma verið afar sjóndapur, líklegast blindur. Lýsing á atviki sem þessu verður einnig að setja í samhengi við hvað tíðkaðist á þeim tíma sem atburður á að hafa átt sér stað en ekki hvaða mælikvarðar eru núna lagðir til grundvallar. Samandregið, þá er ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af þessari einu frásögn. Fullyrðingar hafa verið settar fram um fleiri atvik sem eiga að varpa ljósi á afbrigðilega hegðun séra Friðriks gagnvart drengjum en allar þær fullyrðingar eru byggðar á nafnlausum frásögnum. Það gerir að verkum að næstum útilokað er að staðfesta með sjálfstæðum hætti hvað viðkomandi vitni varð sjálft áskynja. Önnur sönnunargögn en frásagnir sýnast að svo komnu máli ekki hafa þýðingu í máli séra Friðriks. Sem dæmi er ótækt að draga ályktanir um kenndir séra Friðriks vegna tréskurðarmyndar sem hann fékk að gjöf frá Tove Ólafsson. Kjarni málsins er einfaldur. Rannsókn á ásökunum í garð séra Friðriks hefur hingað til verið ófullnægjandi og fyrirliggjandi sönnunargögn um meintar misgjörðir hans eru rýr. Réttast væri að fá hæft fólk, sem hefur reynslu og sérþekkingu á þessu sviði, til að rannsaka málið frekar. Lokaorð Þess grein er rituð vegna þess að ég er orðlaus yfir þeim vinnubrögðum sem hafa hingað til verið viðhöfð vegna ásakana á hendur séra Friðriki Friðrikssyni. Kannski er ég þó mest hugsi yfir því að frekar fátt kunnáttufólk, t.d. á sviði lögfræði og sagnfræði, hefur bent á þann veika grundvöll sem ásakanir á hendur séra Friðriki eru reistar. Að þegja er nefnilega þægilegt í svona máli og þannig fljóta með fjöldanum. En hugleysi í svona máli og þannig umbera skriðuna er ekki til eftirbreytni. Samviskunnar vegna sé ég mig knúinn til að benda á hið augljósa. Höfundur er lögfræðingur.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun