Orðlaus og jafnvel líka huglaus? Helgi Áss Grétarsson skrifar 27. desember 2023 07:00 Kynferðisbrot gegn börnum eru svívirðileg að almenningsáliti jafnt sem lögum enda við þeim lagðar þungar refsingar. Samúð og samhygð með þolendum slíkra brota er sem betur fer mikil og á að vera það. Þolendur brota af þessu tagi eiga að njóta víðtæks stuðnings samfélagsins. Alvarleiki afbrota breytir þó engu um að rannsaka þarf hvert mál áður en hægt er að komast að niðurstöðu um sekt eða sakleysi þess sem er sakaður um refsiverðan verknað. Þessi skipan í siðuðu samfélagi leiðir meðal annars af þeirri grundvallarreglu að sakborningur skuli talinn saklaus uns sekt er sönnuð. Fáein grundvallaratriði við rannsókn kynferðisbrota gegn börnum Þegar verið er að rannsaka meint kynferðisbrot gegn barni þarf til að mynda að svara eftirfarandi grundvallarspurningum: Hvað gerðist og hvaða einstaklingar komu að atburðarrásinni? Hvenær átti meint brot sér stað? Hversu trúverðugar eru frásagnir þeirra sem að málinu koma? Fyrir utan frásagnir, hvaða önnur sönnunargögn geta varpað ljósi á atburðarrásina? Eftir því sem lengra líður frá meintu broti verður örðugra að færa sönnur á hvað átti sér stað. Það þarf hins vegar ávallt vel þjálfað fagfólk til að rannsaka þessi vandasömu og viðkvæmu mál. Samfara því þarf töluverða reynslu til að meta réttilega hvenær fullnægjandi sönnun um brot liggur fyrir. Rangar sakargiftir í þessum málaflokki eru á engan hátt útilokaðar og má í því sambandi benda á tiltölulega nýlegt dæmi frá Bretlandi. Breskt dæmi um rangar sakargiftir Árið 2014 hóf breska lögreglan rannsókn á ásökunum um að háttsettir menn í samfélaginu hafi með skipulögðum hætti í lok áttunda áratugar og í upphafi níunda áratugar síðustu aldar brotið kynferðislega á ungum drengjum. Fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Edward Heath, átti meðal annarra að hafa tekið þátt í þessum barnaníðshring, en hann lést árið 2005. Eftir langa samfellda rannsókn lögreglunnar var komist að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar hefðu verið uppspuni frá rótum. Málið var fellt niður í ársbyrjun 2016 og í kjölfarið var dómari á eftirlaunum, Sir Richard Henriques, fenginn til að skrifa skýrslu um vinnubrögð lögreglunnar í málinu. Sú skýrsla kom út í nóvember 2016 og þremur árum síðar voru mikilvægustu kaflar hennar gerðir opinberir í heild sinni, sjá hér. Þennan hluta skýrslunnar var unnt að birta í heild sinni vegna þess að sá sem fyrst kom fram með ásakanirnar, Carl Beech, hafði meðal annars verið sakfelldur fyrir rangar sakargiftir. Niðurstaða dómarans fyrrverandi var að brotalamir hefðu verið á lögreglurannsókninni og hún hefði dregist úr hófi fram með tilheyrandi tjóni fyrir alla sem bendlaðir voru við rannsóknina, þar á meðal hafði málið skaðleg áhrif á arfleifð Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Staða sönnunar í máli séra Friðriks Friðrikssonar Séra Friðrik Friðriksson fæddist árið 1868 og dó árið 1961. Minning séra Friðriks skipar mikilvægan sess í hugum margra vegna þess mannræktar- og félagsmálastarfs sem hann stofnaði til. Fyrir rúmum tveimur mánuðum var séra Friðrik vart umdeildur fyrir verk sín og virðing borin fyrir arfleifð hans en núna virðist sem sagan eigi að vera skrifuð svo að hann hafi „farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega“, eins og það var orðað í tilkynningu KFUM og KFUK, dagsettri 20. desember 2023. Útlit er sem sagt fyrir að framvegis megi telja að séra Friðrik hafi verið kynferðisafbrotamaður. En hvaða sannanir liggja fyrir um það að séra Friðrik hafi brotið kynferðislega á drengjum? Satt best að segja eru þær takmarkaðar, svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Þannig er óljóst hvað á að hafa átt sér stað, það er að segja var um að ræða alvarlegt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni eða eitthvað annað? Heimildarmenn um þau atvik sem greint hefur verið frá undanfarið eru annað hvort nafnlausir eða þá að reist er á frásögn einstaklings sem hefur frásögnina eftir öðrum einstaklingi (e. hearsay). Jafnframt er óljóst hvenær meint brot áttu sér stað en nákvæmni í þeim efnum er að lágmarki æskileg, meðal annars vegna þess að séra Friðrik var nánast orðinn alblindur um miðjan sjötta áratug 20. aldar (um dapra sjón séra Friðriks, sjá til dæmis Morgunblaðið, 24. maí 1958, bls. 14). Mat á einstökum frásögnum í máli séra Friðriks Það er vandasamt að meta trúverðugleika frásagna um meint brot séra Friðriks. Tökum sem dæmi svohljóðandi ummæli Guðmundar Magnússonar sagnfræðings, höfundar nýútgefinnar bókar um séra Friðrik, sem hann setti fram í sjónvarpsþættinum Kiljunni 25. október síðastliðinn: „...að það gaf sig fram við mig, óvænt, sem sagt maður á áttræðisaldri sem hafði verið í KFUM sem strákur og hann sagði mér sögu af því að hann var tekinn og leiddur útaf samkomu KFUM og á fund Friðriks sem þá er orðinn mjög aldraður og sjóndapur og svo framvegis og lendir í því að vera þar inni í stofu hans einn og veit ekkert hvað er að gerast og Friðrik fer að kjassa hann og káfa á honum öllum á mjög ósæmilegan hátt og honum er mjög brugðið og þetta er minning sem hann hefur aldrei losnað við...“ Það sem er umhugsunarvert við þessa frásögn, út frá sönnun, er að sá sem segir frá samskiptum sínum við séra Friðrik er ónafngreindur og miðað við lýsingu á aldri hans má ætla að séra Friðrik hafi á þeim tíma verið afar sjóndapur, líklegast blindur. Lýsing á atviki sem þessu verður einnig að setja í samhengi við hvað tíðkaðist á þeim tíma sem atburður á að hafa átt sér stað en ekki hvaða mælikvarðar eru núna lagðir til grundvallar. Samandregið, þá er ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af þessari einu frásögn. Fullyrðingar hafa verið settar fram um fleiri atvik sem eiga að varpa ljósi á afbrigðilega hegðun séra Friðriks gagnvart drengjum en allar þær fullyrðingar eru byggðar á nafnlausum frásögnum. Það gerir að verkum að næstum útilokað er að staðfesta með sjálfstæðum hætti hvað viðkomandi vitni varð sjálft áskynja. Önnur sönnunargögn en frásagnir sýnast að svo komnu máli ekki hafa þýðingu í máli séra Friðriks. Sem dæmi er ótækt að draga ályktanir um kenndir séra Friðriks vegna tréskurðarmyndar sem hann fékk að gjöf frá Tove Ólafsson. Kjarni málsins er einfaldur. Rannsókn á ásökunum í garð séra Friðriks hefur hingað til verið ófullnægjandi og fyrirliggjandi sönnunargögn um meintar misgjörðir hans eru rýr. Réttast væri að fá hæft fólk, sem hefur reynslu og sérþekkingu á þessu sviði, til að rannsaka málið frekar. Lokaorð Þess grein er rituð vegna þess að ég er orðlaus yfir þeim vinnubrögðum sem hafa hingað til verið viðhöfð vegna ásakana á hendur séra Friðriki Friðrikssyni. Kannski er ég þó mest hugsi yfir því að frekar fátt kunnáttufólk, t.d. á sviði lögfræði og sagnfræði, hefur bent á þann veika grundvöll sem ásakanir á hendur séra Friðriki eru reistar. Að þegja er nefnilega þægilegt í svona máli og þannig fljóta með fjöldanum. En hugleysi í svona máli og þannig umbera skriðuna er ekki til eftirbreytni. Samviskunnar vegna sé ég mig knúinn til að benda á hið augljósa. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Mál séra Friðriks Friðrikssonar Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Sjá meira
Kynferðisbrot gegn börnum eru svívirðileg að almenningsáliti jafnt sem lögum enda við þeim lagðar þungar refsingar. Samúð og samhygð með þolendum slíkra brota er sem betur fer mikil og á að vera það. Þolendur brota af þessu tagi eiga að njóta víðtæks stuðnings samfélagsins. Alvarleiki afbrota breytir þó engu um að rannsaka þarf hvert mál áður en hægt er að komast að niðurstöðu um sekt eða sakleysi þess sem er sakaður um refsiverðan verknað. Þessi skipan í siðuðu samfélagi leiðir meðal annars af þeirri grundvallarreglu að sakborningur skuli talinn saklaus uns sekt er sönnuð. Fáein grundvallaratriði við rannsókn kynferðisbrota gegn börnum Þegar verið er að rannsaka meint kynferðisbrot gegn barni þarf til að mynda að svara eftirfarandi grundvallarspurningum: Hvað gerðist og hvaða einstaklingar komu að atburðarrásinni? Hvenær átti meint brot sér stað? Hversu trúverðugar eru frásagnir þeirra sem að málinu koma? Fyrir utan frásagnir, hvaða önnur sönnunargögn geta varpað ljósi á atburðarrásina? Eftir því sem lengra líður frá meintu broti verður örðugra að færa sönnur á hvað átti sér stað. Það þarf hins vegar ávallt vel þjálfað fagfólk til að rannsaka þessi vandasömu og viðkvæmu mál. Samfara því þarf töluverða reynslu til að meta réttilega hvenær fullnægjandi sönnun um brot liggur fyrir. Rangar sakargiftir í þessum málaflokki eru á engan hátt útilokaðar og má í því sambandi benda á tiltölulega nýlegt dæmi frá Bretlandi. Breskt dæmi um rangar sakargiftir Árið 2014 hóf breska lögreglan rannsókn á ásökunum um að háttsettir menn í samfélaginu hafi með skipulögðum hætti í lok áttunda áratugar og í upphafi níunda áratugar síðustu aldar brotið kynferðislega á ungum drengjum. Fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Edward Heath, átti meðal annarra að hafa tekið þátt í þessum barnaníðshring, en hann lést árið 2005. Eftir langa samfellda rannsókn lögreglunnar var komist að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar hefðu verið uppspuni frá rótum. Málið var fellt niður í ársbyrjun 2016 og í kjölfarið var dómari á eftirlaunum, Sir Richard Henriques, fenginn til að skrifa skýrslu um vinnubrögð lögreglunnar í málinu. Sú skýrsla kom út í nóvember 2016 og þremur árum síðar voru mikilvægustu kaflar hennar gerðir opinberir í heild sinni, sjá hér. Þennan hluta skýrslunnar var unnt að birta í heild sinni vegna þess að sá sem fyrst kom fram með ásakanirnar, Carl Beech, hafði meðal annars verið sakfelldur fyrir rangar sakargiftir. Niðurstaða dómarans fyrrverandi var að brotalamir hefðu verið á lögreglurannsókninni og hún hefði dregist úr hófi fram með tilheyrandi tjóni fyrir alla sem bendlaðir voru við rannsóknina, þar á meðal hafði málið skaðleg áhrif á arfleifð Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Staða sönnunar í máli séra Friðriks Friðrikssonar Séra Friðrik Friðriksson fæddist árið 1868 og dó árið 1961. Minning séra Friðriks skipar mikilvægan sess í hugum margra vegna þess mannræktar- og félagsmálastarfs sem hann stofnaði til. Fyrir rúmum tveimur mánuðum var séra Friðrik vart umdeildur fyrir verk sín og virðing borin fyrir arfleifð hans en núna virðist sem sagan eigi að vera skrifuð svo að hann hafi „farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega“, eins og það var orðað í tilkynningu KFUM og KFUK, dagsettri 20. desember 2023. Útlit er sem sagt fyrir að framvegis megi telja að séra Friðrik hafi verið kynferðisafbrotamaður. En hvaða sannanir liggja fyrir um það að séra Friðrik hafi brotið kynferðislega á drengjum? Satt best að segja eru þær takmarkaðar, svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Þannig er óljóst hvað á að hafa átt sér stað, það er að segja var um að ræða alvarlegt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni eða eitthvað annað? Heimildarmenn um þau atvik sem greint hefur verið frá undanfarið eru annað hvort nafnlausir eða þá að reist er á frásögn einstaklings sem hefur frásögnina eftir öðrum einstaklingi (e. hearsay). Jafnframt er óljóst hvenær meint brot áttu sér stað en nákvæmni í þeim efnum er að lágmarki æskileg, meðal annars vegna þess að séra Friðrik var nánast orðinn alblindur um miðjan sjötta áratug 20. aldar (um dapra sjón séra Friðriks, sjá til dæmis Morgunblaðið, 24. maí 1958, bls. 14). Mat á einstökum frásögnum í máli séra Friðriks Það er vandasamt að meta trúverðugleika frásagna um meint brot séra Friðriks. Tökum sem dæmi svohljóðandi ummæli Guðmundar Magnússonar sagnfræðings, höfundar nýútgefinnar bókar um séra Friðrik, sem hann setti fram í sjónvarpsþættinum Kiljunni 25. október síðastliðinn: „...að það gaf sig fram við mig, óvænt, sem sagt maður á áttræðisaldri sem hafði verið í KFUM sem strákur og hann sagði mér sögu af því að hann var tekinn og leiddur útaf samkomu KFUM og á fund Friðriks sem þá er orðinn mjög aldraður og sjóndapur og svo framvegis og lendir í því að vera þar inni í stofu hans einn og veit ekkert hvað er að gerast og Friðrik fer að kjassa hann og káfa á honum öllum á mjög ósæmilegan hátt og honum er mjög brugðið og þetta er minning sem hann hefur aldrei losnað við...“ Það sem er umhugsunarvert við þessa frásögn, út frá sönnun, er að sá sem segir frá samskiptum sínum við séra Friðrik er ónafngreindur og miðað við lýsingu á aldri hans má ætla að séra Friðrik hafi á þeim tíma verið afar sjóndapur, líklegast blindur. Lýsing á atviki sem þessu verður einnig að setja í samhengi við hvað tíðkaðist á þeim tíma sem atburður á að hafa átt sér stað en ekki hvaða mælikvarðar eru núna lagðir til grundvallar. Samandregið, þá er ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af þessari einu frásögn. Fullyrðingar hafa verið settar fram um fleiri atvik sem eiga að varpa ljósi á afbrigðilega hegðun séra Friðriks gagnvart drengjum en allar þær fullyrðingar eru byggðar á nafnlausum frásögnum. Það gerir að verkum að næstum útilokað er að staðfesta með sjálfstæðum hætti hvað viðkomandi vitni varð sjálft áskynja. Önnur sönnunargögn en frásagnir sýnast að svo komnu máli ekki hafa þýðingu í máli séra Friðriks. Sem dæmi er ótækt að draga ályktanir um kenndir séra Friðriks vegna tréskurðarmyndar sem hann fékk að gjöf frá Tove Ólafsson. Kjarni málsins er einfaldur. Rannsókn á ásökunum í garð séra Friðriks hefur hingað til verið ófullnægjandi og fyrirliggjandi sönnunargögn um meintar misgjörðir hans eru rýr. Réttast væri að fá hæft fólk, sem hefur reynslu og sérþekkingu á þessu sviði, til að rannsaka málið frekar. Lokaorð Þess grein er rituð vegna þess að ég er orðlaus yfir þeim vinnubrögðum sem hafa hingað til verið viðhöfð vegna ásakana á hendur séra Friðriki Friðrikssyni. Kannski er ég þó mest hugsi yfir því að frekar fátt kunnáttufólk, t.d. á sviði lögfræði og sagnfræði, hefur bent á þann veika grundvöll sem ásakanir á hendur séra Friðriki eru reistar. Að þegja er nefnilega þægilegt í svona máli og þannig fljóta með fjöldanum. En hugleysi í svona máli og þannig umbera skriðuna er ekki til eftirbreytni. Samviskunnar vegna sé ég mig knúinn til að benda á hið augljósa. Höfundur er lögfræðingur.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun