Fótbolti

Búast við nýrri bylgju leik­manna til Sádi-Arabíu næsta sumar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sadio Mané og Cristiano Ronaldo eru meðal þeirra sem færðu sig yfir til Sádi-Arabíu.
Sadio Mané og Cristiano Ronaldo eru meðal þeirra sem færðu sig yfir til Sádi-Arabíu. Vísir/Getty

Lið í stærstu deildum Evrópu mega búast við því að missa leikmenn í stórum stíl til liða í Sádi-Arabíu næsta sumar, líkt og gerðist síðasta sumar.

Gríðarlegir fjármunir liða í Sádi-Arabíu lokkuðu margar af stærstu stjörnum heims í deildina þar í landi síðasta sumar. Leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Sadio Mané, Karim Benzema, N'Golo Kante og Riyad Mahrez leika nú allir í sádi-arabísku deildinni.

Þó eru reglur í deildinni sem koma í veg fyrir að liðin fyllist einungis af erlendum stórstjörnum, en áform um reglubreytingu gætu þó orðið til þess að önnur eins bylgja og sás síðastliðið sumar muni sjást næsta sumar.

Eins og staðan er núna mega félög í Sádi-Arabíu aðeins hafa átta erlenda leikmenn skráða í lið sín. Nú er hins vegar verið að ræða það hvort hækka eigi þá tölu úr átt og upp í tíu, sem myndi gera liðum kleift að sækja sér enn fleiri leikmenn úr stærstu deildum Evrópu.

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, var einn af þeim sem fékk stjarnfræðilegt tilboð frá félagi í Saudi-Arabíu síðastliðið sumar, en ákvað að lokum að vera áfram í herbúðum Liverpool. Það er þó spurning hvað verður um leikmenn eins og hann næsta sumar ef reglubreytingin tekur gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×