„Hann þarf hjálp“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. desember 2023 18:30 Draymond Green skilur ekkert í brottvísuninni í nótt. Vísir/Getty Draymond Green er enn á ný í vandræðum í NBA-deildinni. Hann lék sinn fyrsta leik í nótt eftir fimm leikja bann og var rekinn af velli eftir að hafa slegið andstæðing. Draymond Green var dæmdur í fimm leikja bann í síðasta mánuði eftir að hafa lent í átökum við Rudy Gobert í leik Golden State Warriors og Minnesota Timberwolves. Hann fékk bannið fyrir að magna upp slagsmál á milli Klay Thompson og Jaden McDaniels. Tók hann Gobert meðal annars hálstaki en Green missti laun sín á meðan á banninu stóð. Það tók ekki langan tíma fyrir Green að koma sér í vandræði á nýjan leik. Hann var á gólfinu í nótt þegar lið Warriors mætti Phoenix Suns. Í baráttu við Jusuf Nurkic sló Green til Bosníumannsins og var rekinn af velli. „Hvað er með hann? Ég veit það ekki. Hann þarf hjálp. Ég er bara glaður að hann reyndi ekki að kyrkja mig. Þetta hefur ekkert með körfubolta að gera,“ sagði Nurkic á blaðamannafundi eftir leik. Draymond has been ejected after flagrant foul on Nurki pic.twitter.com/RmrLU5tdw8— Bleacher Report (@BleacherReport) December 13, 2023 „Ég reyni bara að spila körfubolta og hann er þarna að kýla frá sér. Við höfum séð þetta oft og ég vona bara að þetta lagist, hvað sem gerist í hans lífi.“ Green iðraðist eftir atvikið í nótt og sagði það ekki hafa verið ætlunin að slá Nurkic. „Ég biðst afsökunar. Þetta er óheppilegt. Ef ég geri eitthvað viljandi þá biðst ég ekki afsökunar.“ Líklegt verður að teljast að Green verði dæmdur í bann á nýjan leik. Hann hefur verið dæmdur fimm sinnum í bann á ferlinum og í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir að hafa slegið liðsfélaga sinn Jordan Poole á æfingu. NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Draymond Green var dæmdur í fimm leikja bann í síðasta mánuði eftir að hafa lent í átökum við Rudy Gobert í leik Golden State Warriors og Minnesota Timberwolves. Hann fékk bannið fyrir að magna upp slagsmál á milli Klay Thompson og Jaden McDaniels. Tók hann Gobert meðal annars hálstaki en Green missti laun sín á meðan á banninu stóð. Það tók ekki langan tíma fyrir Green að koma sér í vandræði á nýjan leik. Hann var á gólfinu í nótt þegar lið Warriors mætti Phoenix Suns. Í baráttu við Jusuf Nurkic sló Green til Bosníumannsins og var rekinn af velli. „Hvað er með hann? Ég veit það ekki. Hann þarf hjálp. Ég er bara glaður að hann reyndi ekki að kyrkja mig. Þetta hefur ekkert með körfubolta að gera,“ sagði Nurkic á blaðamannafundi eftir leik. Draymond has been ejected after flagrant foul on Nurki pic.twitter.com/RmrLU5tdw8— Bleacher Report (@BleacherReport) December 13, 2023 „Ég reyni bara að spila körfubolta og hann er þarna að kýla frá sér. Við höfum séð þetta oft og ég vona bara að þetta lagist, hvað sem gerist í hans lífi.“ Green iðraðist eftir atvikið í nótt og sagði það ekki hafa verið ætlunin að slá Nurkic. „Ég biðst afsökunar. Þetta er óheppilegt. Ef ég geri eitthvað viljandi þá biðst ég ekki afsökunar.“ Líklegt verður að teljast að Green verði dæmdur í bann á nýjan leik. Hann hefur verið dæmdur fimm sinnum í bann á ferlinum og í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir að hafa slegið liðsfélaga sinn Jordan Poole á æfingu.
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira