Körfubolti

Draymond Green dæmdur í fimm leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Draymond Green verður ekki með Golden State Warriors liðinu á næstunni.
Draymond Green verður ekki með Golden State Warriors liðinu á næstunni. AP/Jeff Chiu

NBAödeildin í körfubolta hefur sett Golden State Warriors leikmanninn, Draymond Green, í fimm leikja bann fyrir hegðun sína í leiknum á móti Minnesota Timberwolves í fyrrinótt.

Green missir líka launin sín á meðan hann er í banninu. Hann fær þetta bann fyrir að magna upp slagsmálin á milli Klay Thompson og Jaden McDaniels.

Green blandaði sér heldur betur í málin því hann tók Rudy Gobert hálstaki og sleppti ekki í langan tíma. Green þótti þarna sýna mjög óíþróttamannslega og hættulega hegðun samkvæmt tilkynningu NBA.

Leikbann Green er síðan enn lengra vegna ítrekaða brota hans en hann var einnig rekinn út úr húsi í leik Warriors liðsins um síðustu helgi.

Green missir af tveimur leikjum á móti Oklahoma City Thunder og spilar heldur ekki á móti Houston Rockets, Phoenix Suns og San Antonio Spurs.

Þetta mun kosta Green tæpa 770 þúsund Bandaríkjadali eða 109 milljónir íslenskra króna en það eru launin hans fyrir þessa fimm leiki.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×