Hvernig vilt þú hafa þjónustu við 0 - 6 ára börn í Reykjavík? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 12. desember 2023 10:31 Ákall er um lausnir frá sveitarfélögum í dagvistunarmálum. Það er nauðsynlegt svo foreldrar geti lagt samfélaginu til vinnuframlag sitt og séð sér og sínum fyrir framfærslu um leið og þau ala upp yngstu kynslóðina. Sömuleiðis eru sjónarmið um að ríki og sveitarfélög auðveldi foreldrum að vera meira með börnum sínum á fyrstu æviárum þeirra. Ég lít svo á að eitt megin markmið Reykjavíkurborgar sé að auðvelda foreldrum að búa börnum sínum góð vaxtarskilyrði með það að markmiði að auðvelda líf barnafjölskyldna sem oft getur verið flókið og krefjandi. En stóra spurningin er þessi: Hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að líf þessa hóps verði í raun og veru auðveldað og börnum búin betri skilyrði? Ekki ein lausn sem hentar öllum Ólík sjónarmið eru uppi í samfélaginu um hvaða leið teljist ,,rétt” til að þjónusta börn á aldrinum 0-6 ára og ólíklegt er að ein lausn henti öllum. Einnig eru ólík sjónarmið um hvort að sveitarfélög eigi að reka samfélagsleg úrræði fyrir þennan aldurshóp eða hvort sveitarfélög eigi fyrst og fremst að undirbúa jarðveginn fyrir slík úrræði til að spretta upp. Spurt er hvort úrræðin eigi að vera leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi eða reknir af hinu opinbera? Hvort sjálfstætt starfandi skólar skuli reknir af foreldrum eða atvinnulífinu? Hvort við viljum leggja áherslu á dagforeldra eða umönunargreiðslur til foreldra? Svo fátt eitt sé nefnt. Aukinheldur eru uppi ólíkar hugmyndir um hvernig skipulag þjónustunnar eigi að vera háttað, til dæmis er varðar lengd á viðveru barna. Bent er á jafnréttissjónarmið og starfsumhverfi fagfólks sem sinnir börnunum, á meðan spurt er hvað sé börnum í raun fyrir bestu? Ef við snúum okkur aftur að spurningunni um það hvernig við ætlum að auðvelda líf fjölskyldufólks þurfum við að svara því hvernig þjónustu við ættum að veita fyrir aldurshópinn. Við þurfum að spyrja hvernig er að vera barn í Reykjavík og hvernig samfélag og þjónustu við viljum byggja upp í kringum börnin okkar á fyrstu æviárum þeirra? Opið samráð um þjónustu við börn og barnafjölskyldur Í gildandi samstarfssáttmála meirihluta borgarstjórnar segir að skipuleggja eigi borgina út frá hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Til að mæta því verkefni hefur verið skipaður stýrihópur um mótun heildstæðrar stefnu um umhverfi og aðstæður barna á aldrinum 0-6 ára. Í þeirri vinnu er víðtækt samráð við forsjáraðila og aðra hagsmunaaðila þýðingarmikið, til að varpa ljósi á núverandi stöðu og áskoranir, ásamt því að fá fram fjölbreytt sjónarmið um lausnir og tækifæri fram á veginn. Hvernig vilt þú bæta þjónustu við ung börn í Reykjavík? Mikilvægt er að kalla fram ólík sjónarmið um hvernig best sé að þjónusta aldurshópinn, ásamt því að hafa í huga að ein lausn hentar ekki öllum. Það er því afar ánægjulegt að geta farið í opið samráð um þjónustu við börn á aldrinum 0-6 ára enda skiptir máli að raddir sem flestra heyrist í slíkri vinnu. Ég hvet þig til þess að taka þátt í samráðinu í gegnum samráðsvef borgarinnar og með því hafa áhrif á stefnumótun um umhverfi og aðstæður 0-6 ára barna í Reykjavík. Það er von mín að þessi stefnumótun muni leiða til fjölbreyttra lausna til framfara. Við þurfum að hafa sterka og ígrundaða framtíðarsýn og setja málefni barna í forgang. Hlekkur á samráðsvef: https://www.samradsvefur.is/ Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður stýrihóps um mótun heildstæðrar stefnu og aðgerðaráætlunar um umhverfi og aðstæður barna á aldrinum 0-6 ára í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ákall er um lausnir frá sveitarfélögum í dagvistunarmálum. Það er nauðsynlegt svo foreldrar geti lagt samfélaginu til vinnuframlag sitt og séð sér og sínum fyrir framfærslu um leið og þau ala upp yngstu kynslóðina. Sömuleiðis eru sjónarmið um að ríki og sveitarfélög auðveldi foreldrum að vera meira með börnum sínum á fyrstu æviárum þeirra. Ég lít svo á að eitt megin markmið Reykjavíkurborgar sé að auðvelda foreldrum að búa börnum sínum góð vaxtarskilyrði með það að markmiði að auðvelda líf barnafjölskyldna sem oft getur verið flókið og krefjandi. En stóra spurningin er þessi: Hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að líf þessa hóps verði í raun og veru auðveldað og börnum búin betri skilyrði? Ekki ein lausn sem hentar öllum Ólík sjónarmið eru uppi í samfélaginu um hvaða leið teljist ,,rétt” til að þjónusta börn á aldrinum 0-6 ára og ólíklegt er að ein lausn henti öllum. Einnig eru ólík sjónarmið um hvort að sveitarfélög eigi að reka samfélagsleg úrræði fyrir þennan aldurshóp eða hvort sveitarfélög eigi fyrst og fremst að undirbúa jarðveginn fyrir slík úrræði til að spretta upp. Spurt er hvort úrræðin eigi að vera leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi eða reknir af hinu opinbera? Hvort sjálfstætt starfandi skólar skuli reknir af foreldrum eða atvinnulífinu? Hvort við viljum leggja áherslu á dagforeldra eða umönunargreiðslur til foreldra? Svo fátt eitt sé nefnt. Aukinheldur eru uppi ólíkar hugmyndir um hvernig skipulag þjónustunnar eigi að vera háttað, til dæmis er varðar lengd á viðveru barna. Bent er á jafnréttissjónarmið og starfsumhverfi fagfólks sem sinnir börnunum, á meðan spurt er hvað sé börnum í raun fyrir bestu? Ef við snúum okkur aftur að spurningunni um það hvernig við ætlum að auðvelda líf fjölskyldufólks þurfum við að svara því hvernig þjónustu við ættum að veita fyrir aldurshópinn. Við þurfum að spyrja hvernig er að vera barn í Reykjavík og hvernig samfélag og þjónustu við viljum byggja upp í kringum börnin okkar á fyrstu æviárum þeirra? Opið samráð um þjónustu við börn og barnafjölskyldur Í gildandi samstarfssáttmála meirihluta borgarstjórnar segir að skipuleggja eigi borgina út frá hagsmunum barna og barnafjölskyldna. Til að mæta því verkefni hefur verið skipaður stýrihópur um mótun heildstæðrar stefnu um umhverfi og aðstæður barna á aldrinum 0-6 ára. Í þeirri vinnu er víðtækt samráð við forsjáraðila og aðra hagsmunaaðila þýðingarmikið, til að varpa ljósi á núverandi stöðu og áskoranir, ásamt því að fá fram fjölbreytt sjónarmið um lausnir og tækifæri fram á veginn. Hvernig vilt þú bæta þjónustu við ung börn í Reykjavík? Mikilvægt er að kalla fram ólík sjónarmið um hvernig best sé að þjónusta aldurshópinn, ásamt því að hafa í huga að ein lausn hentar ekki öllum. Það er því afar ánægjulegt að geta farið í opið samráð um þjónustu við börn á aldrinum 0-6 ára enda skiptir máli að raddir sem flestra heyrist í slíkri vinnu. Ég hvet þig til þess að taka þátt í samráðinu í gegnum samráðsvef borgarinnar og með því hafa áhrif á stefnumótun um umhverfi og aðstæður 0-6 ára barna í Reykjavík. Það er von mín að þessi stefnumótun muni leiða til fjölbreyttra lausna til framfara. Við þurfum að hafa sterka og ígrundaða framtíðarsýn og setja málefni barna í forgang. Hlekkur á samráðsvef: https://www.samradsvefur.is/ Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður stýrihóps um mótun heildstæðrar stefnu og aðgerðaráætlunar um umhverfi og aðstæður barna á aldrinum 0-6 ára í Reykjavík.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar