Keppnisferð Söru breyttist í mikla ævintýraferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttir gat ekki keppt en nýtt ferðina til Ástralíu samt vel. @sarasigmunds Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Sara Sigmundsdóttir hafi gert gott úr ferðinni til Ástralíu þrátt fyrir mótlæti og enn ein vonbrigðin. Sara flaug hálfan hnöttinn og alla leið til Ástralíu til að keppa á Down Under Championship mótinu sem fór fram á dögunum. Ekkert varð þó af því að hún keppti þar. Sara var mætt snemma út og ætlaði að stimpla sig aftur inn eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á Rouge Invitational mótinu og ekki náð að komast inn á heimsleikana síðasta haust. Mótlæti og meiðsli hafa herjað á okkar konu síðustu árum eða allar götur síðan hún sleit krossband rétt fyrir 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Í undirbúningi sínum fyrir mótið í Wollongong í New South Wales þá fór Sara hins vegar að finna til óþæginda þegar hún hljóp og þetta ágerðist meira og meira. Á endanum var það eina skynsamlega í stöðunni að hætta við keppni og reyna að ná sér góðri fyrir komandi tímabil. Sara hefur ekki verið með á heimsleikunum þrjú undanfarin ár og þarf að mæta heil inn í komandi CrossFit tímabil ef hún ætlar að ná að breyta þeirri svekkjandi þróun hjá sér. Sara skrifaði póst um þessa erfiðuðu ákvörðun þar sem hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hafi öðrum fremur haldið henni gangandi á þessum þremur vonbrigðaárum. Ef Sara er þekkt fyrir eitthvað þá er það að halda alltaf áfram og sjá það jákvæða og góða út úr öllu. Hún breytti því keppnisferð sinni til Ástralíu í mikla ævintýraferð. Þeir sem eru á leið til Ástralíu á næstunni ættu þannig að geta fengið góðar leiðbeiningar frá okkar konu. Sara sagði frá öllum ævintýrastöðunum sem hún heimsótti í pistli á samfélagmiðlum. „Af því að ég náði ekki að keppa á Down Under mótinu þá ákvað ég í staðinn að merkja við fullt af stöðum af lífsóskalistanum yfir þau ævintýri sem mig dreymdi um að upplifa í Ástralíu,“ skrifaði Sara. „Þetta var miklu meira en stórkostlegt. Nú er ég á leiðinni til Dúbæ til að skipuleggja endurhæfingu mína með hinum einum og sanna Nik,“ skrifaði Sara og er þar að tala um Nik Jordan hjá Momentum. „Hér eru nokkrir af þeim ótrúlegu stöðum sem ég heimsótti í síðustu viku ef þú ert að hugsa um að finna þér staði í Ástralíu á lífsóskalistann þinn,“ skrifaði Sara. Það má sjá listann hennar hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sjá meira
Sara flaug hálfan hnöttinn og alla leið til Ástralíu til að keppa á Down Under Championship mótinu sem fór fram á dögunum. Ekkert varð þó af því að hún keppti þar. Sara var mætt snemma út og ætlaði að stimpla sig aftur inn eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á Rouge Invitational mótinu og ekki náð að komast inn á heimsleikana síðasta haust. Mótlæti og meiðsli hafa herjað á okkar konu síðustu árum eða allar götur síðan hún sleit krossband rétt fyrir 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Í undirbúningi sínum fyrir mótið í Wollongong í New South Wales þá fór Sara hins vegar að finna til óþæginda þegar hún hljóp og þetta ágerðist meira og meira. Á endanum var það eina skynsamlega í stöðunni að hætta við keppni og reyna að ná sér góðri fyrir komandi tímabil. Sara hefur ekki verið með á heimsleikunum þrjú undanfarin ár og þarf að mæta heil inn í komandi CrossFit tímabil ef hún ætlar að ná að breyta þeirri svekkjandi þróun hjá sér. Sara skrifaði póst um þessa erfiðuðu ákvörðun þar sem hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hafi öðrum fremur haldið henni gangandi á þessum þremur vonbrigðaárum. Ef Sara er þekkt fyrir eitthvað þá er það að halda alltaf áfram og sjá það jákvæða og góða út úr öllu. Hún breytti því keppnisferð sinni til Ástralíu í mikla ævintýraferð. Þeir sem eru á leið til Ástralíu á næstunni ættu þannig að geta fengið góðar leiðbeiningar frá okkar konu. Sara sagði frá öllum ævintýrastöðunum sem hún heimsótti í pistli á samfélagmiðlum. „Af því að ég náði ekki að keppa á Down Under mótinu þá ákvað ég í staðinn að merkja við fullt af stöðum af lífsóskalistanum yfir þau ævintýri sem mig dreymdi um að upplifa í Ástralíu,“ skrifaði Sara. „Þetta var miklu meira en stórkostlegt. Nú er ég á leiðinni til Dúbæ til að skipuleggja endurhæfingu mína með hinum einum og sanna Nik,“ skrifaði Sara og er þar að tala um Nik Jordan hjá Momentum. „Hér eru nokkrir af þeim ótrúlegu stöðum sem ég heimsótti í síðustu viku ef þú ert að hugsa um að finna þér staði í Ástralíu á lífsóskalistann þinn,“ skrifaði Sara. Það má sjá listann hennar hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sjá meira