Körfubolti

Lög­mál leiksins um leik­hlé LeBrons: „Hann er búinn að missa boltann“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
LeBron og Reaves ræða málin á meðan Devin Booker reynir að heyra hvað fer þeirra á milli.
LeBron og Reaves ræða málin á meðan Devin Booker reynir að heyra hvað fer þeirra á milli. Ronald Martinez/Getty Images

Farið verður yfir leik Phoenix Suns og Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í Lögmál leiksins í kvöld. Lakers tók leikhlé undir lok leiks eftir að hafa misst boltann, að mati sérfræðinga þáttarins.

„Hann er búinn að missa boltann … dómarinn bara „ekkert mál LeBron minn, gjörðu svo vel,““ sagði Hörður Unnsteinsson á meðan atvikið rúllar á skjánum. Heyra má Tómas Steindórsson hlægja sig máttlausan í bakgrunn meðan Hörður og Kjartan Atli Kjartansson ræða leikhléið og það sem fór fram á vellinum.

Klippa: Lögmál leiksins um leikhlé LeBrons: Hann er búinn að missa boltann

Hörður er harður á því að Austin Reaves hafi misst boltann áður en LeBron James kallar leikhléið. Hvort sérfræðingarnir ræði það að boltinn fari af fæti leikmanns Phoenix Suns kemur í ljós í þætti kvöldsins.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Lögmál leiksins er svo á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×