Lífið samstarf

Raf­bílar á ein­stöku til­boði á loka­dögum raf­bíla­daga Vol­vo

Volvo
Volvo C40 Recharge er glæsilegur fjórhjóladrifinn rafbíll.
Volvo C40 Recharge er glæsilegur fjórhjóladrifinn rafbíll.

Það er komið að lokadögum rafbíladaga Volvo. Komdu og tryggðu þér rafbíl á frábæru tilboði.

Það styttist óðum í áramót og en rafbílar munu hækka í verði um áramótin þar sem ívilnun sem þeir hafa núna fellur þá niður segir Páll Ingi Magnússon, sölustjóri Volvo. „Það er því tvöföld ástæða til að kaupa Volvo rafbíl þar sem við bjóðum upp á frábær tilboð og ívilnunin er enn í gildi.“

Volvo rafbílar hafa reynst einstaklega vel og er rafvæðingin hjá Volvo vel á veg komin að sögn Páls. „Volvo stefnir á að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030 og vill vera leiðandi í öryggi, tækni, rafvæðingu, sjálfvirkri aksturstækni og samskiptum við viðskiptavini. Þannig geti Volvo boðið viðskiptavinum sínum upp á frelsi til að ferðast um á sérsniðinn, sjálfbæran og öruggan máta.“

Volvo XC40 Recharge rafbílllinn er stórglæsilegur. 

Öryggi fyrir alla er efst á lista hjá Volvo, fyrir ökumann, farþega, aðra akandi vegfarendur og síðast en ekki síst gangandi vegfarendur. „Volvo hefur verið leiðandi í öryggismálum í áratugi enda er það þeim í blóð borið og grundvallarþáttur í stefnu fyrirtækisins. Volvo hefur alltaf verið vörumerki sem leggur áherslu á manneskjuna.“

Volvo hefur alltaf nálgast öryggi í gegnum rannsóknir og notað gögn til grundvallar ákvarðanatöku segir Páll. „Frá áttunda áratug síðustu aldar hefur Volvo rannsakað meira en 43.000 bíla sem lent hafa í árekstrum, þar sem um 72.000 manns komu við sögu og hafa allir aðgang að öryggisrannsóknum Volvo síðustu 40 ár.“

Volvo C40 Recharge, fjórhjóladrifinn rafbíll.

  • Frábær drægni á rafmagni - allt að 550 km.
  • Kraftmikill 408 hestöfl og 660 Nm tog
  • Tengdur Google Assistant og með Google Map
  • Dráttargeta 1.800 kg og 17,7 cm veghæð
  • Fjarstýrður forhitari og varmadæla
  • Rúmgóður með 413 lítra farangursrými

Tilboðsverð frá: 9.580.000 kr.

Volvo XC40 Recharge er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi.

  • Frábær drægni á rafmagni - allt að 541 km.
  • Kraftmikill 408 hestöfl og 670 Nm tog
  • Tengdur Google Assistant og með Google Map
  • Dráttargeta 1.800 kg og 18,1 cm veghæð
  • Fjarstýrður forhitari og varmadæla
  • Rúmgóður með 452 lítra farangursrými
  • 12 tommu ökumannsskjár og 9 tommu miðlægur snertiskjár

Tilboðsverð frá: 9.150.000 kr.

Hleðsla

32 mín. hraðhleðsla:

Dæmigerður hleðslutími úr 10 í 80 prósent með 150 kW DC-hraðhleðslu (CCS2).

7 klst. heimahleðsla:

Dæmigerður hleðslutími úr 0 í 100 prósent með 11 kW AC-hleðslu (gerð 2) 3-fasa 16A.*

Hleðslutengi:

Volvo rafbílar eru með samsetta hleðsluinnstungu með bæði AC og DC inntakstengjum.

* Tölur um drægni eru byggðar á opinberum WLTP-vottuðum gögnum um bíl með tiltekinn mótor í blönduðum akstri. Raundrægni við raunverulegar aðstæður er mismundandi eftir aksturslagi, hitastigi, notkun á miðstöð bílsins og öðrum þáttum svo sem hæð yfir sjávarmáli, vindi, regni og undirlagi.

Volvo leggur áherslu á fullkomið gagnsæi þegar kemur að kolefnisáhrifum rafbílanna. Volvo hefur framkvæmt og birt lífsferilsmat (LCA) fyrir C40 Recharge með tveimur mótorum. LCA-matið tekur til allrar kolefnislosunar sem tengist framleiðslu ökutækisins (þar á meðal starfsemi birgja, framleiðslu og flutninga), auk 200.000 km notkunar.

Smelltu hér til að sjá öll tilboðin ár rafbíladögum Volvo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×